Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001
Stakkur skrifar
Flutningur starfa út á land Netspurningin
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Viltu að létt-
vín og bjór
verði selt í
matvöru-
verslunum?
Alls svöruðu 741.
Já sögðu 437 eða 58,97%
Nei sögðu 304 eða 41,03%
SÖGUFÉLAG ÍSFIRÐINGA
Aðalfundur
Aðalfundur Sögufélags Ísfirðinga verður
haldinn á Hótel Ísafirði, fimmtudaginn 8.
febrúar kl. 20:30
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
2. Reikningar félagsins lagðir fram til
afgreiðslu.
3. Talning atkvæða og lýst stjórnarkjöri.
4. Tillögur um starfsemi félagsins.
5. Önnur mál.
Félagar eru minntir á að póstleggja kjörseðil
til stjórnarkjörs.
Stjórn Sögufélags Ísfirðinga.
Heilsa og heilbrigði
árið 2001 á Ísafirði
Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, skóla-
hjúkrunarfræðingur á Ísafirði skrifar
,,... að börnin þeirra
sofi vel og komi södd
og sæl í skólann“
„Heilsa og heilbrigði 2001“
er átaksverkefni sem Grunn-
skólinn á Ísafirði stendur fyrir
ásamt íþróttafélögum á Ísa-
firði og fleiri samstarfsaðilum.
Markmiðið er að efla vitund
allra um mikilvægi heilbrigðs
lífsstíls barna og unglinga og
fá þau til að hugsa um heilsu
sína. Átaksverkefnið mun
standa til febrúarloka en einn-
ig munu kennarar tengja verk-
efnið inn í kennsluna á vor-
önninni.
Þáttur foreldra er ekki síður
mikilvægur en kennara og
nemenda, því að þegar slíkt
átak er í gangi í skólanum er
mikilvægt að það haldi áfram
þegar barnið eða unglingurinn
kemur heim. Börn og ungl-
ingar þurfa að borða hollan
mat, fá nægan svefn og hreyfa
sig, þannig að þeim líði vel,
og það er hlutverk foreldra að
sjá til þess hjá sínu barni, hvort
sem það er í skólanum eða
heima.
Morgunverðurinn er mikil-
vægasta máltíð dagsins og því
er nauðsynlegt að börn sem
eru allan daginn í skólanum
byrji daginn vel með staðgóð-
um morgunverði sem nýtist
þeim allan daginn. Ef ekki
gefst tími til að neyta morgun-
verðar, svo sem morgunkorns,
brauðsneiðar eða hafragrauts,
þá er gott að eiga ávexti eða
djús í ísskápnum sem börnin
geta gripið með sér á leiðinni
í skólann. Það þarf ekki að
vera mikið sem börnin borða
en best er ef foreldrar og börn
geta sest niður og borðað
morgunverð í rólegheitunum
áður en farið er af stað á morg-
nana.
Svefninn er ekki síður mik-
ilvægur en börn á skólaaldri
þurfa yfirleitt að sofa 10 klst.
á sólarhring. Svefninn endur-
nýjar orku líkamans og ef
börnin eru ekki vel hvíld, þá
eiga þau erfiðara með að halda
einbeitingu í skólanum, sem
kemur m.a. niður á námsár-
angri barnsins.
Það er von mín að foreldrar
taki þátt í átaksverkefninu
með skólanum og stuðli að
því að börnin þeirra sofi vel
og komi södd og sæl í skólann,
því það er lykillinn að vellíðan
þeirra.
Guðbjörg Rós Sigurðar-
dóttir,skólahjúkrunar-
fræðingur á Ísafirði.
Tveir nýir 20 manna Mercedes-Benz bílar með drifi á öllum
Hópferðabílstjórar
yngja upp hjá sér
Tveir 20 manna bílar
bættust við hópferða-
bílakostinn á norðan-
verðum Vestfjörðum
fyrir skömmu. Þá komu
þeir Kári Guðmundsson
í Bolungarvík og Sophus
Magnússon á Ísafirði
akandi vestur í samfloti
á nýjum Benzum beint
frá umboðinu. Hér er
um athyglisverða
uppyngingu í bílaflotan-
um hér vestra að ræða.
Nýjasti bíllinn af þessari
stærð sem er fyrir á
svæðinu er tíu ára bíll í
eigu Kára. Bílarnir sem
Sophus á fyrir eru tólf ára
og nítján ára. Friðfinnur
Sigurðsson á Þingeyri á
hins vegar tvo nýlega
fimmtán manna bíla og
fleiri minni bílar eru
nýlegir á svæðinu.
Nýju bílarnir eru vel
útbúnir til fjallaferða og
góðir í ófærð, því að þeir
eru með drifi að aftan og
framan og með háu og
lágu drifi. Þeir eru eins að
öðru leyti en því, að bíll
Sophusar er grár en bíll
Kára er grænn. Þeir munu
kosta um sjö og hálfa
milljón hvor.
Kári og Sophus
við nýju bílana.
Oft hefur verið á það bent að lítið hafi verið mark takandi á yfirlýsingum
alþingismanna og ríkisstjórnar um flutning starfa frá Reykjavík og út á land. Því
er vert að geta þess sem vel er gert. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, sýnir
í verki hug sinn til landsbyggðarinnar. Ein af helstu stofnunum er undir hann
heyra, Vegagerðin, er nú að flytja þjónustudeild sína til Ísafjarðar og þar verður
svarað í síma. Þjónustudeildinni fylgja fjögur störf og verða þau væntanlega vel
þegin.
Með framtaki samgönguráðherra er augljóst að vilji er allt sem þarf. Eitt helsta
vandamál Reykvíkinga og nágranna varðandi atvinnulífið er
skortur á vinnuafli og dýrt atvinnuhúsnæði. Hvorugt er uppi á
teningnum á Vestfjörðum. Hér eru það fremur samgöngurnar,
sem eru mörgum þyrnir í augum. Á hinn bóginn hefur oft verið
bent á þá staðreynd að vegakerfið hefur batnað á Vestfjörðum. Breytingunum
verður einna helst líkt við byltingu. Fyrir áratug óku menn ekki á milli Ísafjarðar
og annarra landshluta ótilneyddir að vetrarlagi. Nú er það raunhæft val, flug eða
bíll. Vegir hafa batnað svo mikið að samgöngur á sjó eru að leggjast af. Vara er
flutt með bílum og póstur sömuleiðis. Póstferðir og ferðir flutningabíla falla mun
sjaldnar niður en flug. En auðvitað vilja íbúar hér betri vegi. Hér sannast hið
fornkveðna, framfarir kalla á enn meiri framfarir.
Kjarni þess sem hér er vikið að er einfaldlega sá, að vinnuafl og ódýrt húsnæði
er til á Vestfjörðum. Sú staðreynd kallar á hugmyndir um annars konar nýtingu
en fyrr. Gott dæmi er framtak þeirra er stýra 3X Stál á Ísafirði. Frammi fyrir
nauðsyn á stærra húsnæði völdu þeir ónotaða rækjuverksmiðju. Sá kostur reynist
mun ódýrari en hefði verið farin sú leið að afla húsnæðis syðra og flytja rekstur-
inn. Þetta val er einnig opið fyrirtækjum, sem nú starfa annars staðar á landinu.
Þrautin er aðeins ein, að koma hugmyndinni rækilega á framfæri.
Ríkisvaldið hefur sjáanlega staðið mun betur að verki í dæminu að framan en
sveitarstjórn. Reyndar kann að vera að bæjarstjórn sinni að einhverju leyti þessu
starfi, að fá störf á vegum ríkisins flutt hingað. Ekki ber þó á því ef frá eru talin
kosningaloforð, sem virðast svo liggja í skúffum milli kosninga.
Nú er ekki nema rúmt ár í næstu kosn-ingar til sveitarstjórna.
Sveitarfélagið þarf að sinna því að aug-lýsa kostina sem í því
búa, bæði fólk, húsnæði, skóla og annan mannúðlegan aðbúnað.
Grunnskólinn á Ísafirði er í sókn. Menntaskólinn býður ýmsa möguleika. Enn
skortir þó á möguleika til fjarnáms. Á þeim vettvangi er þörf mikils átaks.
Samgönguráðherra og Vegagerðin eru hvött til dáða og hin ráðuneytin einnig.
En heimavinna heimamanna er eftir. Í heimi auglýsinga og stöðugrar baráttu um
athygli fólks er Vestfirðingum lífsnauðsynlegt að halda fram sínum hlut í þessum
efnum sem öðrum. Starfsmenn fyrirtækja, sem með þeim flyttu, ættu kost á
íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði, góðum skólum og gefandi mannlífi, auk
margs annars. Það er nokkurs virði.
06.PM5 19.4.2017, 09:2112