Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2001, Síða 3

Bæjarins besta - 07.02.2001, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 3 STYRKVEITINGAR Á ÁRINU 2001 Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar auglýsir til umsóknar styrki nefndar- innar á árinu 2001. Allir þeir er starfa að lista- og/eða menningarmálum í Ísafjarðarbæ (einstaklingar, félaga- samtök eða stofnanir) eiga möguleika á styrkveitingu samkvæmt nánari ákvörðun nefndarinnar. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk. Umsóknum ber að skila skriflega á skrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnar- stræti 1 á Ísafirði, merkt: Menningar- málanefnd, styrkveitingar 2001. Formaður menningarmálanefndar. LEIKSKÓLINN SÓLBORG Leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk vantar á leikskól- ann Sólborg. Vinnutími frá kl. 13:00 til 16:30 á yngri deild. Nánari upplýsingar gefur leikskóla- stjóri í síma 456 3185. Frábært tækifæri! Nýtt fyrirtæki í Reykjavík með þekkt vöru- merki í skyndibita, leitar eftir samstarfsaðil- um úti á landi. Um er að ræða uppsetningu fyrir pizzasölu inni á útsölustöðum með lít- inn færibanda pizzaofn og samlokugerð. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem eru með söluturna, matsölustaði, söluskála eða vídeóleigur og vilja auka veltuna til muna. Einnig gæti þetta hentað samhentum aðilum eða fjölskyldu sem vilja skapa sér nýtt at- vinnutækifæri. Verð aðeins kr. 1.150.000 + vsk. með tækjum, hráefnum, umbúðum, uppskriftum, auglýsingaefni og öðrum fylgihlutum. Þetta er góð fjárfesting sem er fljót að borga sig, tekur lítið pláss og mjög auðveld í fram- kvæmd. Uppsetning er innifalin í verðinu og hægt er að hefja sölu og framleiðslu sam- stundis. Upplýsingar eru gefnar í síma 864 0188. Rannsóknamaður – Líffræðingur– Hafrannsóknastofnun auglýsir lausa til um- sóknar stöðu rannsóknamanns við útibú stofnunarinnar á Ísafirði. Starfið felst m.a. í fjölbreyttri vinnu við öflun og úrvinnslu rann- sóknagagna í landi og þátttöku í rannsókna- leiðöngrum á sjó. Æskilegt er að umsækjend- ur hafi BS-próf í líffræði eða sambærilega menntun eða reynslu. Umsóknir sendist stofnuninni fyrir 23. febrúar. Nánari upplýsingar veita Hjalti Karls- son útibúinu á Ísafirði í síma 456 3030 (hjalti@hafro.is) og Vignir Thoroddsen í síma 552 0240. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Aðalfundur Aðalfundur HF. Djúpbátsins fyrir árið 2000 verður haldinn á Hótel Ísafirði laugardaginn 24. febrúar kl. 14:00. Dagskrá: Aðalfundarstörf. Tillaga um slit á félaginu. f.h. stjórnar, Kristinn Jón Jónsson. Slökkviliðsstjórarnir á Ísa- firði, í Bolungarvík og í Súða- vík leggja til, að öll slökkvilið á norðanverðum Vestfjörðum verði sameinuð í eitt og stofn- að verði byggðasamlag um rekstur þess. Þeir nefna mörg fordæmi um slíkt á undan- förnum árum í flestum lands- hlutum. Í bréfi slökkvilisstjór- anna til forráðamanna sveit- arfélaganna rekja þeir margar ástæður fyrir þessari tillögu, svo sem kosti samnýtingar á búnaði og tækjum, samhæfð- ara og öflugra slökkvilið, fag- legra eldvarnaeftirlit og betri forvarnir. Einnig verði auð- veldara að standa undir aukn- um kröfum um formenntun, símenntun og þjálfun slökkvi- liðsmanna. Jafnframt því sem þetta muni auka öryggi íbúanna á svæðinu telja þeir að slík skipulagsbreyting muni minnka kostnað við rekstur þegar til lengdar lætur. Slökkviliðsstjórarnir hafa einnig samið drög að ítarleg- um stofnsamningi fyrir byggðasamlag um rekstur sameiginlegs slökkviliðs. Auk þess leggja þeir til, að leitað verði eftir samningi við Flugmálastjórn um þjónustu á Ísafjarðarflugvelli, þannig að þar verði vakt í tengslum við komur og brottfarir flug- véla. Þeir benda á, að slíkt hafi þegar verið gert á öðrum stöðum á landinu og nefna m.a. Egilsstaði og Akureyri. Slökkviliðsstjórarnir þrír sem hér um ræðir eru Ólafur Þ. Benediktsson í Bolungar- vík, Þorbjörn Sveinsson á Ísa- firði og Elvar Ragnarsson í Súðavík. Viðkomandi sveitar- stjórnir munu enn ekki hafa tekið afstöðu til tillagna þeirra. Umhverfisnefnd Ísa- fjarðarbæjar telur að hér sé hreyft máli sem hagkvæmt kynni að vera. Hins vegar bendir hún á, að málið sé póli- tískt og þarfnist mikillar skoð- unar og athugunar á fjárhags- legri hagkvæmni. Slökkviliðsstjórar á norðanverðum Vestfjörðum Vilja að slökkviliðin verði sameinuð og byggðasamlag stofnað um reksturinn Tónlistarskólinn á Ísafirði opnaði dyr sínar fyrir bæjarbúum Á þriðja hundrað manns kynntu sér starfsemina Opið hús var hjá Tónlistar- skólanum á Ísafirði á laugar- dag. Tilgangurinn með opnu húsi var að styrkja tengsl bæj- arbúa við skólann og vekja athygli á því starfi sem þar á sér stað. Haldnir voru þrennir stuttir tónleikar með fjöl- breyttu efni í hinum nýja tón- leikasal skólans og hljóðfæra- sýning skólans vakti mikla lukku, sérstaklega meðal yng- ri kynslóðarinnar. Opnuð var ný heimasíða skólans á Netinu og styrktarsjóður Tónlistar- skólans seldi vöfflur og drykki í tilefni dagsins. „Þetta gekk í heildina mjög vel“, sagði Kristinn Níelsson, starfandi skólastjóri Tónlist- arskólans. „Nærri 200 manns skráðu nafn sitt í gestabók en eflaust hafa einhverjir gleymt að skrá sig. Gestagangurinn fór hægt af stað, en það breytt- ist verulega eftir hádegið. Ég er ánægður með hvernig til tókst og vil þakka öllum sem komu. Einnig vil ég þakka Trommusett skólans vakti athygli þessa unga pilts. þeim sem lögðu hönd á plóg og þá sérstaklega styrktar- sjóðskonum sem stóðu sig eins og hetjur“, sagði Kristinn. Konurnar í eldhúsinu höfðu í nógu að snúast enda komu rúmlega 200 gestir í heimsókn í skólann. Haldnir voru þrennir stuttir tónleikar með fjölbreyttu efni í hinum nýja tónleikasal skólans á laugardag 06.PM5 19.4.2017, 09:213

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.