Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 9 Hljómsveitin Impulse, sem skipuð er tveimur Vestfirðingum, þeim Rósa og Gutta frá Patreksfirði auk þriggja heimamanna. 2001. Þau Rósi og konan hans, Elwyn Hunt, eiga fjögur börn. Tvíburarnir John og Matthew eru 19 ára, Katy er 16 ára og Jesse 12 ára. Dóttir Rósa frá fyrra hjónabandi, Elísabet Rakel, er 22ja ára og býr í Reykjavík, en móðir hennar er Hanna Lára Gunn- arsdóttir sem á sínum tíma var kennari á Ísafirði. „Ég skrapp til Íslands árið 1992 og var í fjórar vikur. „Elísabet var fermd á þessum tíma. Það var sérstaklega skemmtilegt að hitta allt þetta fólk sem maður hafði haft samskipti við áður fyrr. Elísa- bet kom svo með mér til Nýja Sjálands og var í nokkra mán- uði hjá okkur. Afi hennar amma í móðurættina gáfu henni farmiðann í fermingar- gjöf. Stundum fæ ég fólk í heim- sókn frá Íslandi. Ég verð að geta þess að það var kærkomið að fá í heimsókn hana frænku mína, Elísabet Sigmarsdóttur, sem er dóttir Katý systur. Hún kom 1997 og var yfir áramótin og dvaldist hérna í sex vikur.“ Ungir knatt- spyrnumenn Matthew, annar tvíburanna, er búinn að vera í íþróttaskóla í Auckland í eitt ár og æfir reglulega með liðinu Auck- land Kingz. Það er eina at- vinnuknattspyrnuliðið á Nýja Sjálandi og spilar á móti ástr- ölskum liðum. „Hann er að stefna að því að verða atvinnu- maður og mun kannski reyna fyrir sér í Þýskalandi í sept- ember á þessu ári. Þannig er mál með vexti að yngsti strák- urinn minn, hann Jesse, sem er góður í fótboltanum, hefur verið valinn til að fara til Þýskalands með liði sem heitir Western Park Rangers (heimasíða liðsins er http:// communities.msn.com/new- zealandwesternparkranger- slasers). Þjálfari liðsins er þýskur og hefur góð sambönd í Þýskalandi og hefur boðist til að koma Matthew á fram- færi svo hann geti reynt fyrir sér í fyrstu deildinni þar.“ Golf, píanó, netbolti, frumbyggjafræði... John, hinn tvíburinn, er í viðskiptafræðinámi í háskóla í Palmerston North og gengur vel. „Hann spilar fótbolta hjá toppliðinu þar. John er góður í golfi eins og Matthew og báðir eru með sama handy- cap eða forgjöf sem er 8.“ Katy er ennþá í gagnfræða- skóla. „Hún hefur líka lært á píanó og vill verða söngkona í framtíðinni. Katy er ekki mikið fyrir íþróttir en spilar netbolta fyrir skólann. Hún hefur áhuga á listum og að læra siði og tungumál Maoría [frumbyggjanna].“ Jesse á eitt ár eftir í barna- skólanum en er jafnframt að læra á trompet. „Hann er mik- ið í íþróttum því að hann vill ekki vera eftirbátur eldri bræð- ra sinna. Hann spilar fótbolta fyrir Knattspyrnufélag Ingle- wood og fyrir Taranaki, en það er héraðsliðið sem spilar á móti öðrum héruðum. Jesse spilar rugby fyrir skólann og golf og krickett. Hann er ekki alveg búinn að ná bræðrum sínum vegna þess að þeir spil- uðu líka körfubolta.“ Elwyn Að vera með alla þessa krakka sem taka þátt í öllum þessum íþróttum ásamt öðru þýðir miklar keyrslur. „Við erum 12 kílómetra frá næsta bæ sem er Inglewood og 30 kílómetra frá New Plymouth. Aksturinn hefur að mestu leyti Jesse, yngsti sonur þeirra Elwyn og Rósa, er sérlega efnilegur knattspyrnumaður. Rósi fékk fótboltabakteríuna um fertugt. Hann er með full þjálfararéttindi og spilar ennþá af fullum krafti þó að hann hafi ætlað að hætta fimmtugur. mætt á Elwyn. Hún hefur ver- ið óþreytandi að fara með þau út um allt og hefur alltaf hvatt þau að taka þátt í sem mestu.“ Elwyn sér um rekstur heim- ilisins og hluta af bókhaldinu en sendir svo afganginn til bókhaldskrifstofu í Ingle- wood. Hún vinnur á barna- dagheimili tvö daga í viku í New Plymouth og hefur líka setið á skólabekk einu sinni í viku. „Hún er nú komin með réttindi til að reka sitt eigið barnadagvistunarheimili ef hún vildi“, segir Rósi, „en vegna heildunnar hefur hún engan áhuga á því.“ Fyrir um níu árum kom í ljós að Elwyn er með sjúk- dóminn Multiple Sclerosis (MS) og hefur þessi sjúkdóm- ur háð henni talsvert í gegnum árin. „Einkennin eru margvís- leg og má þar nefna að stund- um taka fótleggirnir ekkert mark á hvað heilinn skipar fyrir og svo er ógurleg þreyta. Þetta gengur svona upp og niður en sem betur fer hefur hún ekki þurft á hjólastól að halda.“ Von á gestum Rósi segir að í byrjun næsta mánaðar eigi þau von á gest- um frá Íslandi. „Það eru stór- vinir okkar frá Ísafirði, Örn Ingólfsson í Póls og Guðný Þórhallsdóttir og Dúddi Guð- munds bifvélavirki og Þórdís kona hans. Við ætlum að hitta þau í Auckland og eyða smá- tíma með þeim. Það verður gaman að sjá þau aftur.“ Katy, dóttir Rósa hyggur á söngnám og nám í fræðum frumbyggjanna. Spænskunámskeið Boðið verður nú á vorönn upp á byrjunar- nám í spænsku (SPÆ 102) í kvöldskóla (öldungadeild) Menntaskólans á Ísafirði, ef áhugi er nægur. Væntanlegir þátttakendur skrái sig nú þegar á skrifstofu skólans. Skólameistari. Hnífsdals- kapella Kirkjuskóli sunnudaginn 11. febrúar k. 13:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Byggjum upp fjölskylduna. Göfgum andann. Sóknarpresturinn. 06.PM5 19.4.2017, 09:219

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.