Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 3 Skólasetning 26. ágúst Menntaskólinn á Ísafirði býður nemendur og kennara velkomna til starfa á haustönn 2001. Skólinn verður settur sunnudaginn 26. ágúst kl. 17:00, í sal bóknámshússins á Torfnesi. Athöfnin er öllum opin en aðstand- endur nemenda eru sérstaklega hvattir til að mæta með þeim. Skólastarf hefst mánudaginn 27. ágúst kl. 08:00. Skólameistari. GRUNNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Skólastarf næsta vetrar hefst mánu- daginn 27. ágúst. Nemendur mæti á sal sem hér segir: 8.-10. bekkur kl. 09:00 6. og 7. bekkur kl. 10:00 4. og 5. bekkur kl. 11:00 2. og 3. bekkur kl. 13:00 Nemendur í 1. bekk og aðstandendur þeirra verða boðaðir til viðtals sérstak- lega. Innkaupalistar eru á vefsíðu skólans á Skólatorginu: www.skolatorg.is/ kerfi/grsk_a_isafirdi/skoli Skólastjóri. Öldungadeild MÍ Eftirtaldir áfangar verða í boði á haustönn 2001 ef næg þátttaka fæst: BÓK 103 STÆ 202 ENS 103 STÆ 303 ÍSL 103 TÖL 103 STÆ 102 ÞÝS 203 Fundur verður með væntanlegum nemend- um í öldungadeild miðvikudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í fyrirlestrarsal skólans. Kennsla hefst skv. stundarskrá mánudaginn 3. sept- ember. Skólameistari. Gert við þrýstivatnsrör Reiðhjallavirkjunar í Syðridal Sandblásið og sinkhúð- að í snarbrattri hlíð Starfsmenn vélsmiðj- unnar Mjölnis hf. í Bolung- arvík hafa að undanförnu unnið að viðgerðum á þrýstivatnsröri Reiðhjalla- virkjunar í Syðridal í Bol- ungarvík. Rörið liggur frá lóni uppi á fjalli niður bratta hlíð að stöðvarhúsinu og á köflum hefur verið erfitt fyrir þá Helga Bragason og Daða Þór Halldórsson, starfsmenn Mjölnis, að at- hafna sig. Þeir sandblása rörið, heithúða með sinki, grunna svo og mála. Ekki hefur verið hægt að vinna kvölds og morgna. Ástæðan er sú, að þegar dögg sest á rörið má ekki sandblása því að þá ryðgar það fljótt. Sól kemur seint upp á þessum stað og skín stutt yfir daginn. Þess vegna fara nokkuð margir dagar í verkið. Daði Þór Halldórsson að starfi við heithúðun. Góð þátttaka á golfmóti Löggiltra endurskoðenda Vestfjörðum Helgi Birgisson, Jón Þorgeir Einars- son og Pannistak Rodpilok sigruðu Löggiltir, golfmót Löggiltra endurkoðenda Vestfjörðum, var haldið á laugardag á golf- vellinum í Bolungarvík. Þátt- takendur voru 32 í karlaflokki og kvennaflokki. Helgi Birg- isson, formaður GBO, sigraði án forgjafar á 80 höggum, í öðru sæti varð Halldór Bjarkar Glámu (81) og í þriðja sæti varð Bjarni Pétursson GBO (82). Bjarni þurfti tvö umspil í bráðabana við Birgi Olgeirs- son um þriðja sætið. Með forgjöf sigraði Jón Þorgeir Einarsson (löggiltur endurskoðandi!) á 62 högg- um, í öðru sæti varð Bergþór Björnsson GBO (68) og í þriðja sæti Óðinn Gestsson GÍ (69). Í kvennaflokki sigraði Pannistak Rodpilok GÍ á 63 höggum, í öðru sæti varð Sig- Verðlaunahafar að móti loknu. ríður L. Gestsdóttir GBO (89) og í þriðja sæti Guðrún Guð- mundsdóttir GBO (101). Nándarverðlaun voru veitt á 3. og 5. braut. Þau hlutu Benedikt Kristjánsson GBO sem var 30 cm frá holu á 3. braut og Unnsteinn Sigurjóns- son GBO sem var næstur holu á 5. braut. Verðlaun sem voru mjög vegleg voru gefin af Löggilt- um endurskoðendum Vest- fjörðum. Líklega um hundrað manns við fjarnám á Vestfjörðum Nemendur fjölga sér líkt og bakteríur Mikill áhugi virðist vera fyrir fjarnámi á Vestfjörðum. Að sögn Smára Haraldsson- ar, forstöðumanns Fræðslu- miðstöðvar Vestfjarða, eru fjarnámsnemendur stöðugt að bætast í rekstrarfræði og lýsir aukningin sér svipað og bakteríuvöxtur, eins og hann orðaði það. Nú eru alls skráð- ir tæplega fimmtíu nemendur í greinina á Vestfjörðum, þar af þrettán á Patreksfirði. Kennsla í rekstrarfræðinni hefst 8. september og fara nemendur í kynnisferð til Háskólans á Akureyri í lok ágúst. Fjórða árs nemendur í hjúkrunarfræði hófu nám að nýju á mánudag en íslenskan sem er kennd frá Háskóla Ís- lands byrjar í september. Tíu nemendur eru skráðir í ís- lensku. Kennslan fer að ein- hverju leyti fram í gegnum fjarfundabúnað en að auki stunda nemendur námið heima við í gegnum internetið. „Auk þessara nemenda er fjöldi fólks hér fyrir vestan í fjarnámi sem það stundar heima við, án beins samstarfs við okkur. Ég get trúað að það séu alls um hundrað manns sem stunda fjarnám á Vest- fjörðum. Fjarfundakennslan fer að mestu leyti fram í Menntaskólanum á Ísafirði en rekstrarhagfræðin verður í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísa- firði þar sem kennsla í gegnum fjarfundabúnað verður aðal- lega á laugardögum. Að auki er ætlunin að vera með aðstoð hér fyrir vestan við stærð- fræðikennsluna. Eins og stendur er aðeins háskólanám í boði í fjar- kennslu en það er minn vilji og von að þetta eigi eftir að vaxa, og þá eigi eftir að bætast við fleiri háskólagreinar og að auki bæði iðnnám og starfs- nám. Þessa dagana er verið að vinna í því að finna lestrar- aðstöðu fyrir nemendur, en það er von til þess að það leysist á allra næstu dögum“, sagði Smári Haraldsson. Gerist áskrif -endur í síma 456 4560 34.PM5 19.4.2017, 09:403

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.