Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 Auðunn Einarsson atvinnugolfari frá Ísafirði býr hinum megin á hnettinum „Þyrfti helst að finna sam- bland af Ísafirði og Tælandi“ Allir Ísfirðingar hljóta að vita deili á Auðuni Einars- syni er. Þeir sem fylgjast með golfinu vita að hann er besti golfleikari Ísfirðinga. Aðrir kannast við manninn þegar þeir vita að hann er sonur Einars Vals heitins Kristjánssonar yfirkennara á Ísafirði, hins geysifjölhæfa íþróttamanns, hvort sem þar var um líkamlegar íþróttir að ræða eða andlegar eins og bridge eða skák. Reyndar verður Auðunn með hverju árinu líkari föður sínum í útliti og fasi, svo mjög að kunningi Einars heitins sagði við Auðun í næstsíð- ustu heimsókn hans til Íslands: Þú ert hreinlega alveg eins og kallinn. Í janúar síðastliðnum gerðist Auðunn atvinnu- maður í golfi og stundar nú íþrótt sína í Tælandi, þar sem hann hefur dvalist að mestu síðustu árin. Þar bæði æfir sjálfan sig og kennir golf á æfingasvæði þar sem hann hefur komið sér vel fyrir. Í sumar hefur hann dvalist í Reykjavík og hefur þar verið að kenna golf. Auðunn skrapp til Ísafjarðar eina helgi í sumar til þess að taka þátt í minningarmóti um föður sinn og sigraði með talsverðum yfirburðum. Hér segir hann okkur und- an og ofan af sjálfum sér og einkum lífinu í Tælandi. „Ég kom til Reykjavíkur í vor og er búinn að vera þar í sumar að kenna golf hjá Sigurði Péturssyni golf- kennara hjá Golfklúbbi Oddfellowa. Þar er mikið af fullorðnu fólki en unglinga- starfið hefur verið í lágmarki og ég hef verið að hjálpa þeim að reyna að rífa þetta upp. Það hefur verið mikið að gera hjá mér í sumar. Ég hef líka verið á þeytingi út um allt land að kenna. Ég er að reyna að safna fyrir næstu ferð út og þess vegna hef ég lítið verið að keppa í sumar. Minningarmótið hans pabba var fyrsta mótið mitt í sumar. Ég fer síðan út aftur í næsta mánuði. Reyndar ætla ég að koma við hjá systur minni í Danmörku áður en ég fer til Tælands. Þar bíður maður eftir mér sem á æfingarsvæði og ég verð að kenna þar.“ Upphafið að ferlinum „Það var pabba að kenna að ég byrjaði í golfinu. Hann sendi mér golfsett í afmælisgjöf þegar ég var krakki og þá kviknaði bakterían. Hún braust þó ekki út fyrr en nokkrum árum seinna. Ég hef verið að stunda golf svona af og til síðan ég var tólf ára. Á árunum frá fjórtán ára aldri til tvítugs duttu út nokkur ár. Ég hætti snemma í action-íþróttunum en golfið hefur alltaf hentað mér vel og ég hef verið að spila golf samfleytt síðan ég varð tvítugur. Þá kviknaði ljós hjá mér og ég sá fram á það að ég gæti hugsanlega spilað golf það sem eftir væri. Það var svo í janúar síðastliðnum að ég gerðist atvinnumaður í golfi.“ Ísfirðingur í húð og hár „Ég er fæddur og uppal- inn á Ísafirði og er stoltur af því. Það var mjög gott að alast upp á Ísafirði. Ég bjó reyndar með móður minni á Sauðárkróki í þrjú ár en þeg- ar hún dó, þá kom ég hing- að. Hér var það bara harkan sex við lærdóminn. Faðir minn var yfirkennari í grunnskólanum og ég mátti ekki lækka meðaleinkunn- ina. Einkunnirnar hjá mér voru lágar þegar ég kom frá Sauðárkróki en þær hækk- uðu jafnt og þétt og þótt þær færu ekki mjög hátt þá voru þær yfir meðaltali. Pabbi launaði mér alltaf vel fyrir ef ég stóð mig vel en ég fann líka fyrir því þegar hann var ekki ánægður. Ég vissi þá líka upp á mig sökina og lagði mig fram við að gera betur. Þetta ýtti náttúrulega undir keppnisskapið. Það var gott að fá hrós. Ég fór í grunndeild raf- iðna í Menntaskólanum á Ísafirði og kláraði rafvirkj- ann á Akranesi. Það var mjög góður skóli og ágætt að hafa þetta upp á hlaupa ef golfið klikkar.“ Erfiðleikar og samstaða „Síðustu fimm ár hafa verið svolítið upp og niður hjá mér. Það er fyrst núna sem ég er farinn að sjá fram á eitthvað sem mig langar að gera og finnst hlutirnir vera að ganga. Móðir mín dó 1987 og það var mjög erfitt fyrir mig þegar faðir minn dó. Síðan hef ég staðið á krossgötum og ekkert vitað í hvaða átt ég ætti að fara. Ég er búinn að prófa margt og lenda í ýmsu en ég hef feng- ið góða aðstoð frá mörgu góðu fólki, vinafólki for- eldra minna, fyrir nú utan systkini mín. Ég held að ég sé loksins farinn að sjá birtu í lífinu í gegnum það að vera að spila þarna úti. Það er góð tilfinning. Við erum fjögur systkinin. Sigríður býr út í Danmörku. Atli, sem var í Víkingi, býr og vinnur í Reykjavík með konunni sinni og tveimur börnum. Eyþór bróðir minn vinnur hjá Landssímanum á Sauðárkróki. Þau hafa öll staðið vel við bakið á mér og það er mjög gott sam- band á milli okkar. Ég tel mig vera mjög heppinn með fjölskyldu og vini. Það er oft sem maður áttar sig ekki á því hvað maður er lánsamur hvað þessa hluti varðar.“ Æfingavöllurinn birtist „Það var nú fyrrverandi kærustunni minni að þakka að ég heillaðist af Asíu og síðan frétti ég af því í gegnum vini föður míns, sem höfðu verið í Tælandi að spila golf, að það væri gott að spila þar. Ég stökk á þetta og mætti bara á flug- völlinn með golfsettið og farangurinn og pantaði ekki hótel eða neitt. Þegar ég lenti í Tælandi tók ég leigu- bíl upp á hótel, vissi svona nokkurn veginn hvert ég ætti að fara. Ég var mjög fljótur að komast inn í lífið þar. Tælendingar eru mjög almennilegt og viðkunnan- legt fólk og mér líður mjög vel þarna. Það tók mig um einn og hálfan mánuð að fá þá til að viðurkenna mig sem golf- kennara. Þeir þekktu mig sem golfara en ekki sem kennara og það tók þá smá- tíma að átta sig á því að ég ætlaði að fara að kenna. Þá gerðist það einn daginn þegar var ég að rúnta um túristasvæði borgarinnar þar sem ég var, að ég tók allt í einu eftir æfingarsvæði sem ég hafði aldrei séð áður og fór þar inn. Þar var eigand- inn, maður sem var búinn að vera að vinna sem banka- stjóri í tugi ára. Hann var að láta drauminn sinn rætast og koma upp æfingasvæði og var nýbúinn að opna. Hann tók mér opnum örmum og vildi endilega fá mig til að hjálpa sér við þetta og núna er ég að kenna þar. Reyndar fær enginn annar að kenna á því svæði nema með okkar leyfi þannig að ég er í mjög góðum málum.“ Draumastaður „Ég er að kenna allskonar fólki en aðallega eru það útlendingar, þ.e. ekki Tæ- lendingar. Einstaka sinnum koma Tælendingar til mín en það eru þá yfirleitt menn úr yfirstétt, læknar og annað menntað fólk sem talar ensku þannig að það hefur ekki háð mér ennþá að kunna ekki tælenskuna. Það er gríðarlegur áhugi á golfi í Tælandi en þetta er heldri manna sport. Það er ekki hver sem er sem getur spilað þar golf en þeir sem eiga pening eru pottþétt í golfi. Golfvellirnir þarna eru líka í heimsklassa og þar eru haldin mót eins og í Banda- ríkjunum. Það fer bara minna fyrir þeim í sjónvarp- inu hér á Íslandi. Þetta er því draumastaður fyrir mig sem golfara. Veðrið er yndislegt og frekar TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 – Ísafirði Símar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 – Netfang: tryggvi@snerpa.is Fasteignaviðskipti Einbýlishús / raðhús Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins sýnishorn af söluskránni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni að Hafnarstræti 1 F as te ig n vi k un na r F as te ig n vi k un na r Hlíðarvegur 8: 171,8 m² einbýlishús á tveimur hæðum, ásamt bílskúr að Hlíðarvegi 9. Verð 7,5 m.kr. Engjavegur 6: 223 m² einbýlis- hús á tveimur hæðum. Getur selst í tvennu lagi, 5 herb. íbúð á e.h. og 4ra herb. íbúð á n.h. Tilboð óskast Engjavegur 24: 126,4 m² ein- býlishús á tveimur hæðum. Frábær sólbaðsaðstaða. Laust 1. ágúst 2001. Áhv. ca. 4,6 m.kr. Verð 7,5 m.kr. Hafraholt 14: 144 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr Verð 10,3 m.kr. Hjallavegur 19: 242 m² einb.hús á 2 hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Sér íbúð á n.h. Ýmis skipti möguleg. Áhv. ca. 5 m.kr. Verð 10,5 m. Hlíðarvegur 26: 259 m² einbýl- ishús á tveimur hæðum, á neðri hæð er 70 m² íbúð sem hægt er að leigja út Verð 12,5 m.kr. Hlíðarvegur 37: 185,9 m² rað- hús á þremur hæðum ásamt bíl- skúr og einstaklingsíbúð. Skipti á minni eign koma til greina. Verð 10,2 m.kr. Hnífsdalsvegur 10: 120,9 m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt grónum garði og eignarlóð Laust fljótlega. Tilboð óskast Hrannargata 1: 238,9 m² ein- býlishús á 2 hæðum ásamt kjall- ara, háalofti og ræktuðum garði Tilboð óskast Hrannargata 8a: 78,1 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt eignarlóð. Húsið er uppgert að hluta. Verð 4,6 m.kr. Lyngholt 10: 151,3 m² einbýlis- hús á einni hæð ásamt 55,2 m² bílskúr Verð 12,9 m.kr. Seljalandsvegur 72: 112 m² einbýlishús á tveimur hæðum, góður sólpallur. Verð 8,2 m.kr. Skipagata 11: 93 m² einbýlishús á tveimur hæðum (efri hæð er undir súð), allt uppgert. Húsið er í hjarta bæjarins. Ræktuð eignar- lóð. Verð 6,7 m.kr. Stakkanes 4: 144 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipti möguleg á íbúð á Eyrinni. Áhv. ca. 3,5 m.kr. Verð 9,5 m.kr. Stakkanes 16: 226,2 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Tilboð óskast Urðarvegur 33: 306,3 m² glæsi- legt einbýlishús á tveimur hæð- um ásamt bílskúr Verð 16 m.kr. Urðarvegur 64: 214 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Tilboð óskast 4-6 herb. íbúðir Fjarðarstræti 14: 133,4 m² 4ra herbergja íbúð á e.h. í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr, háalofti og hluta kjallara. Tilboð óskast Fjarðarstræti 14: 100 m² falleg 4ra herbergja íbúð á n.h. í tvíbýl- ishúsi ásamt 60m² kjallara og 27,8 m² geymsluskúr. Baklóð fylgir neðri hæðinni. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Fjarðarstræti 38: 3-4ra herb. íbúð að hluta undir risi. Íbúðin er í góðu standi. Tilboð óskast Pólgata 5a: 127,7 m² 5 herbergja íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi ásamt helmingi kjallara. Íbúðin er skemmtileg og vel staðsett. Verð aðeins 4,5 m.kr. Sólgata 5: 102 m² 6 herbergja íbúð á tveimur hæðum í norður- enda í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 3,5 m.kr. Verð 5 m.kr Stórholt 13: 123 m² 4ra herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Íbúðin er mikið uppgerð. Verð 7,8 m.kr. Sundstræti 22: 140m² 4-5 herb. íbúð á miðhæð í fjórbýlishúsi ásamt 28 m² bílskúr. Áhv. ca. 5 m.kr. Verð 10,5 m.kr. 3ja herb. íbúðir Pólgata 6: 70 m² íbúð á 1. hæð til hægri í fjölbýlishúsi. Áhv. ca. 2,4 m.kr. Verð 3,7 m.kr. Silfurgata 11: 56,2 m² (75m² gólfflötur, mikið rými í risi) Björt og glæsileg íbúð með frábæru útsýni. Ótrúlega hagstæð í rekstri. Áhv. ca. 3,4 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á 3ju hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 13: 79,2 m² íbúð á 3ju hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Skoða öll tilboð. Möguleiki að taka bíl uppí. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,5 m.kr. Sundstræti 22: 68 m² íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi. Verð 4. m.kr. Túngata 13: 76,1 m² íbúð á 1. hæð í þríbýlishúsi. Íbúðin er endurnýjuð að stórum hluta. Verð 5 m.kr. Túngata 13: 76,1 m² íbúð í kjallara í þríbýlishúsi. Íbúðin er í endurnýjun og telst fokheld, tilvalin fyrir þá sem vilja innrétta eftir eigin höfði. Verð 2 m.kr. 2ja herb. íbúðir Sundstræti 24: 69 m² skemmti- leg og rúmgóð íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi. Verð 4,5 m.kr. Túngata 18: 53,4 m² íbúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjölbýlis- húsi ásamt sér geymslu. Verð 4 m.kr. Súðavík Álfabyggð 3: 130,2 m² nýtt og glæsilegt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, sólstofu og tveim- ur sólpöllum. Verð 11,5 m.kr. Bolungarvík Hlíðarstræti 6: 113 m² einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr Verð 7,9 m.kr. Vitastígur 25b: 101 m² fjögurra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi. Sér inngangur. Tilboð óskast 34.PM5 19.4.2017, 09:404

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.