Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 Stakkur skrifar Foreldrar og börn! Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Verður þú mikið var við mjög gróft klám- efni á Net- inu? Alls svöruðu 233. Já sögðu 48 eða 20,60% Nei sögðu 185 eða 79,40% Alf Magnus Øverby Hlíðarvegi 51, Ísafirði Gunnar, Guðbjörg, Óttar, Bernharð og Ásgeir Øverby Sendum innilegar kveðjur og þakkir þeim sem sýndu okkur hjálpsemi, samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar Mikil umræða varð um útihátíðir og afleiðingar þeirra að lokinni verslunar- mannahelgi, einkum Eldborgarmessuna ógurlegu. Engan skyldi undra. Að því er best er vitað voru nauðganir taldar 11 þar. Munu þó ekki öll kurl komin til grafar. Tvær voru hópnauðganir. Þá tekur sig saman hópur drengja eða pilta og nauðga allir sömu stúlkunni! Eymdarleg andmæli Einars Bárðarsonar um árásir á sig og Eldborgarhátíðina lýsa litlum manndómi. Hið eina viðeigandi var að biðjast afsökunar á því að tæla börn til þess að koma á hátíðina. Vonandi sluppu flestir lítt skaddaðir frá hátíðinni. Nokkur börn og ung- menni hafa þó komið fram og lýst því, að þrátt fyrir að skemmtiatriði hafi verið góð hafi umgengni verið svo hræðileg að þeim líði það tæpast úr minni. En Einari Bárðarsyni er það ekki að þakka að ekki fór verr. Klósett vantaði, hin voru illa hirt og þegar vika var liðin frá „veislulokum“ kvartaði heilbrigðisfulltrúi Vesturlands enn undan því að hreinsun svæðisins væri hreint ekki lokið. Sýslumaðurinn á Ísafirði kom í dægurmálaútvarp Rásar 2 fimmtudaginn eftir verslunarmannahelgina ásamt fleirum, þar á meðal hjúkrunarfræðingi, sem fengist hefur við unglingsstúlkur sem lent hafa í nauðgunum. Hún var að sjálf- sögðu ekki hrifin enda séð eftirfarandi skelfingu ungra stúlkna er sumar jafna sig aldrei á hryllilegri lífsreynslu í stað þess er átti að vera ógleymanleg skemmtun. Aðspurður taldi sýslumaðurinn ekki rétt að banna útihátíðirnar, en minnti rækilega á það, að frá ársbyrjun 1998 hafa börn fædd 1982 og síðar verið ósjálfráða börn til fullnaðs 18 ára aldurs og á ábyrgð foreldra sinna. Hann kall- aði eftir ábyrgð foreldra og sagði að alls ekki ætti að hleypa börnum inn á útihá- tíðir nema í fylgd með foreldrum eða löglegum forsjármönnum barnanna. Tók hann dæmi af ballferð sinni og þá barnungrar dóttur sinnar, sem vildi fara eins og allir jafnaldrarnir. Lyktir urðu að barnið þáði ekki að fara inn á skemmtistaðinn í fylgd föður síns. En henni var ekki bannað heldur boðin hin lögmæta fylgd foreldris. Einnig gat hann þess að víða erlendis hefði hann séð börn í fylgd með foreldrum á tónlistarhátíðum. Að auki benti sýslumaður á að Íslendingar kynnu ekki mannasiði og væri það hluti vandans. Einhverjum kann að hafa brugðið við þessi orð. Hinir sömu ættu að lesa viðtal Sigrúnar Davíðsdóttur í Mbl. á sunnudaginn. Íslendingar í Lúxemborg virðast deila skoðunum sýslu- manns um skort landa sinna á mannasiðum. En hvar læra börn mannasiði? Væntanlega fyrst og fremst af foreldrum sínum. Það kann að vera að bera í bakkafullan lækinn að nefna bílprófsaldurinn. Ósjálfráða börn eiga lítið, ef nokkuð, erindi í umferðinni án fylgdar foreldra. Útlendingar spyrja stundum að því hvort Íslendingum þyki ekki vænt um börnin sín. Og þeir, og við öll, feng- um ástæðu til spyrja sömu spurningar eftir menningarnóttina í Reykjavík. Börn á aldrinum 12 til 16 ára má ekki að skilja eftir þegar pabbi og mamma fara heim! Bræðurnir Hrafn og Hermann Þór Snorrasynir á hjólunum við húsarústirnar á Straumnesfjalli. Sérstæð sumarferð norður yfir Ísafjarðardjúp Á reiðhjólum á Straumnesfjall Hornstrandir ehf. á Ísafirði buðu upp á reiðhjólaferð á Straumnesfjall norðan Aðal- víkur á sunnudaginn í sam- vinnu við Gamla apótekið á Ísafirði. Að sögn Henrýs Bær- ingssonar hjá Hornströndum heppnaðist ferðin mjög vel og voru tólf reiðhjól með í för. Lagt var úr höfn á Ísafirði snemma um morguninn og komið aftur um kvöldið. „Þetta gekk alveg prýði- lega. Þeir fljótustu voru eina klukkustund og fimmtíu mín- útur upp að húsunum á fjallinu en þetta var auðvitað engin keppni og þeir hefðu eflaust Hjólreiðamennirnir á leið eftir gamla veginum upp á Straumnesfjall. getað verið fljótari. Við feng- um mjög gott veður sem hent- aði mjög vel til hjólreiða, 16- 17°C hita og sólarlaust. Það var mjög gott að hjóla. Að vísu þurfti að leiða hjólin á kafla en annars gekk þetta mjög vel. Kristján Rafn Guð- mundsson var aldursforseti í ferðinni en sá yngsti var fimm- tán ára. Við fórum þetta bara í rólegheitunum enda höfðum við allan daginn fyrir okkur“, sagði Henrý. Húsin sem Henrý nefndi eru leifar af herstöð Bandaríkja- manna frá því snemma á dög- um kalda stríðsins. Þá var lagður vegur upp á fjallið sem notaður var til að hjóla eftir. Vegurinn er nú orðinn mjög skriðurunninn og þurfti því að leiða hjólin utan hans á köflum. Myndirnar sem hér fylgja tók einn af ferðalöngunum, Úlfur Þór Úlfarsson á Ísafirði. Hvíld eftir stranga ferð. Fv. Salmar Jóhannsson, Auðunn Bragi Salmarsson, Stefán Dan Óskarsson, Kristján Rafn Guðmundsson og Eggert Jónsson. 34.PM5 19.4.2017, 09:408

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.