Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 7 sem er, annað hvort á geisla- diski eða videóspólu eða nót- um, og verið þá bæði með nóturnar og hlustað og horft í einu. Eða fengið lexíkon þar sem þú getur lesið þér til um bakgrunn og sögu óperunnar.“ Draumurinn í Bonn „Nú er ég búin að ljúka náminu sem ég var í úti en ég er búin að fá árssamning við óperuhúsið í Bonn og er að fara út aftur. Þetta kom þannig til að í október á síðasta ári komu þrír umboðsmenn í skólann til okkar og elstu nemendur óperudeildarinnar fengu að syngja fyrir þá. Tveir af þessum þremur tóku mig á skrá hjá sér. Þannig fór boltinn að rúlla en annar af þessum tveimur er orðinn minn aðal- umboðsmaður. Þegar leikhús- in leita að fólki, þá hafa þau samband við umboðsmennina og segja þeim frá söngprufum sem eru á þessum stöðum og að verið sé að leita að þessari týpu og þessum eða hinum röddum. Til dæmis er ég kol- oratúr-sópran líkt og Diddú nema hvað hún er dramatísk- ari en ég. Ég söng til reynslu í fjórum óperuhúsum og óperuhúsið í Bonn var það síðasta og það gekk upp. Ég er ekkert farin að pæla í því ennþá hvað ég geri eftir þetta ár. Það er alltaf samið eitt ár fram í tímann þannig að um miðjan október næstkomandi fæ ég að vita hvort ég fái annað ár í þessu húsi. Ef vel gengur er aldrei að vita hvað getur gerst.“ Fimm uppfærslur „Ég verð í fimm mismun- andi uppfærslum. Æfinga- tímabilið fyrir Carmen hófst á síðasta leikári og þá æfðum við í tvær vikur. Núna er sex vikna fríi að ljúka en æfingar- nar byrja aftur 23. ágúst og verða fram að frumsýningu. Allar uppfærslurnar eru mjög skemmtilegar og spennandi fyrir mig og ég verð í mismun- andi og áhugaverðum hlut- verkum.“ Allir þekkja væntanlega fjögur af verkunum fimm þar sem Sigrún verður meðal flytj- enda á sínu fyrsta leikári. Þar er um að ræða óperurnar Carmen eftir Bizet, Rakarann frá Sevilla eftir Rossini og hina frægu Töfraflautu eftir Mozart. Síðan er óperettan skemmtilega, Káta ekkjan eftir Lehár, mjög skemmtilegt verk þar sem er meira af leik og tali en í hinum verkunum. Fimmta stykkið er síðan lítið þekkt ópera, Castor et Pollux eftir Rameau, en venjulega er einu slíku verki potað inn á milli hinna frægu til þess að kynna það og gera dagskrána fjölbreyttari. Sigrún kveðst vera mjög heppin með hlutverk. „Í Car- men leik ég sígaunastúlkuna Frasquitu, sem er ein af vin- konum Carmenar. Í Rakaran- um fer ég með hlutverk þjón- ustustúlkunnar, sem er mjög dæmigert hlutverk fyrir mitt söngfag. Í Töfraflautunni syng ég stærsta hlutverkið mitt, hlutverk Næturdrottningar- innar, sem er mjög krefjandi og skemmtilegt. Í Kátu ekkj- unni fer ég með hlutverk Val- encienne, fylgdarstúlku ekkj- unnar. Dagskráin í húsinu er mjög fjölbreytt og ættu allir sem hafa áhuga á óperum að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Heppinn byrjandi „Ég kem til með að hafa mjög mikið að gera en byrj- andi í Þýskalandi hefur reynd- ar ekki mikið val hvað samn- inga snertir. Fyrsta árinu má kannski líkja við fyrstu árin hjá læknanemum, að því leyti að manni er pískað út til að sjá hvort maður standi sig. Þér er bara að sagt að syngja þetta eða hitt hlutverkið og svo og svo margar sýningar. Punktur og basta, bless. Ef þú ætlar eitthvað að fara að fetta fingur út í hlutina, þá getur maður átt á hættu að fá að heyra að það séu margir aðrir tilbúnir að gera þetta og maður eigi bara að vera ánægður með að hafa yfirleitt fengið vinnu. Eftir það geturðu farið að gera meiri kröfur, svo sem um hvað þú vilt syngja og hversu marg- ar sýningar og þar fram eftir götunum. Það er mjög erfitt fyrir óperusöngvara að fá vinnu og ég var í raun mjög heppin. Þetta er auðvitað samspil af því að vera heppin og vera á réttum tíma á réttum stað. Í dag er heldur ekki nóg að geta bara sungið vel því leikstjór- arnir eru farnir að koma með miklar kröfur líka. Mikið er um það að sólistar sem ekki komast í fremstu víglínuna fari í óperukórana og reyndar eru margir sem fara bara beint þangað því þetta er mjög gott starf og meira að segja yfirleitt mun betur borgað.“ Óperuhúsið í Bonn Sigrúnu líst ágætlega á Óperuhúsið í Bonn, enn sem komið er. „Auðvitað er ég bara búin að vera þar í tvær vikur en mér líst mjög vel á borgina. Hún er minni en Stuttgart þar sem ég bjó áður og hún er viðkunnanlegri. Fólkið er létt- ara og þægilegra heldur en Svabarnir í suðri. Bonn er líka rétt hjá Köln sem er mjög skemmtileg borg. Rín rennur í gegnum Bonn og óperuhúsið stendur við bakka árinnar.“ Óperuhúsið í Bonn er gam- alt og virt. Bonn var höfuð- borg Vestur-Þýskalands og á höfuðborgartímanum voru það aðallega stjörnur sem sungu aðalhlutverkin. Þá var mikið peningaflæði í gegnum borgina og notast var gesta- söngvara á borð við Pavarotti og allt það fræga lið. „En eftir að stjórnsýslan fluttist til Berlínar er minna af peningum í Bonn. Núna er verið að koma upp föstu fólki í óperunni og þannig verður hægt að byggja eitthvað upp og jafnvel að hafa vandaðri sýningar. Nú er ég orðin ein af þessu starfsliði og hlakka mikið til að takast á við það sem framundan er“, segir Sig- rún Pálmadóttir, óperusöng- konan unga úr Bolungarvík. Því má bæta hér við, að slóð heimasíðunnar hjá Óper- unni í Bonn á Internetinu er http://theater.bonn.de Golfklúbbur Ísafjarðar Fimmtudagsmótum að ljúka Áttunda og næstsíðasta fimmtudagsmót Golfklúbbs Ísafjarðar verður haldið á Tungudalsvelli annað kvöld. Eftir sjö umferðir er Sig- urður Ólafsson (GGL) efstur með 121 pkt, annar er Guðjón Ólafsson (GÍ) með 118 og þriðji Jón Hjörtur Jóhannes- son (GÍ) með 114. Í firmakeppninni er Spari- sjóður Vestfirðinga með forystu með 172 pkt. Í öðru til þriðja sæti eru Íslands- saga á Suðureyri og Íslands- banki á Ísafirði með 157 punkta. Starfsmaður á Sapphire handtekinn Reyndi að selja tóbak úti á götu Starfsmaður skemmti- ferðaskipsins Sapphire var handtekinn á Ísafirði í síð- ustu viku. Skipið hafði við- komu í bænum í annað sinn þetta sumarið og stóð starfs- maðurinn úti á götu og bauð mönnum tóbak til kaups. Lögregla handtók manninn vegna gruns um tollalagabrot en sleppti honum fljótlega með áminningu þar sem hon- um hafði ekki svo vitað væri tekist að selja neitt. Lögregla kom manninum í hendur starfsmannastjóra Sapphire sem sagði að svona hegðun varðaði brott- rekstri. Búist var við að maðurinn yrði látinn taka pokann sinn í næstu höfn. 34.PM5 19.4.2017, 09:407

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.