Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 22.08.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 Sigrún Pálmadóttir óperusöngkona úr Bolungarvík ráðin að Óperuhúsinu í Bonn Syngur hlutverk Næturdrottningar- innar í Töfraflautunni eftir Mozart Hlutverk Næturdrottingarinnar í Töfraflautu Mozarts er draumur marg- ra sópransöngvara – að fá að líða um sviðið líkt og persóna úr ævintýrunum og töfra fram ótrúlega tóna sem aðeins fáir ná. Sá draumur hefur nú ræst hjá Sigrúnu Pálmadóttur, sem er fædd og uppalin í Bolungarvík en hefur verið ráðin að Óperuhúsinu í Bonn, borginni sem var höfuðborg Vestur-Þýskalands á meðan þýsku ríkin voru tvö. Sigrún er elst þriggja systkina en foreldrar hennar eru Steinunn Guð- mundsdóttir og Pálmi Á. Karvelsson. Unnusti hennar er Birgir Örn Birgisson körfuboltamaður frá Ísafirði. Hann fór með Sigrúnu út til Þýskalands fyrsta árið hennar í skólanum en fór síðan heim að spila með körfuboltaliði Kefla- víkur. Söngelskt barn „Það var mjög gaman að alast upp í Bolungarvík“, segir Sigrún. „Það er mikil tónlist í fjölskyldunni, allir syngja og spila á hljóðfæri og alltaf hefur verið mikið sungið heima. Pabbi spilar á gítar og á kvöld- in sungum við María, María og fleiri svipuð lög. Ég hef hreinlega verið syngjandi frá því að ég var fjögurra ára, til dæmis söng ég Aravísurnar hástöfum á þeim tíma. En ég vildi alltaf fá undirleik með söngnum og ef enginn vildi spila, þá gerði ég það sjálf. Ég lærði á píanó í nokkur ár sem barn í Tónlistarskólanum í Bolungarvík þannig að ég hafði dálítinn grunn áður en ég byrjaði fyrir alvöru á söng- num. Ég hef sem sagt sungið síð- an ég var krakki. Reyndar er ég komin út í óperutónlist núna en mér fannst það mjög óspennandi tónlist þegar ég var ung. Í mínum huga voru það bara einhverjar jarmandi kellingar sem sungu óperur og mér fannst það ekki vera nein tónlist, langt því frá. En svo breytist það auðvitað þeg- ar maður fer að læra.“ Hafnarfjörður og Akureyri „Ég bjó í Bolungarvík þangað til ég fór í mennta- skóla. Þá fór ég í Flensborgar- skólann í Hafnarfirði. Það var mjög fínt og mjög góður skóli en ég mæli ekki með því að fara svona snemma að heim- an. Það er aðeins of snemmt að fara 16 ára, þótt að maður komi heim í öllum skólafríum. Ég held samt að ég hafi samt sem áður haft mjög gott af þessu. Í Flensborgarskóla fór ég í skólakórinn sem var þá undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur. Þessi tími minn í kórn- um varð til þess að ég byrjaði að læra að syngja. Eftir að ég útskrifaðist úr Flensborg flutti ég í eitt ár til Akureyrar og var þar með kærastanum mínum, Birgi Erni Birgissyni. Fyrir tilstilli Margrétar Pálmadóttur kór- stjóra í Flensborg fór ég svo í fyrstu söngtímana í Tónlist- arskólanum á Akureyri hjá Hólmfríði Benediktsdóttur.“ Söngskólinn í Reykjavík „Eftir árið á Akureyri flutt- um við til Keflavíkur og þá byrjaði ég í Söngskólanum í Reykjavík þar sem ég lærði í þrjú ár. Vorið 1999 tók ég burt- fararpróf frá Söngskólanum. Þar voru kennarar mínir Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Iw- ona Ösp Jagla sem var einmitt undirleikarinn minn á tónleik- unum sem ég hélt í Bolungar- vík 8. ágúst sl. Í Söngskólan- um í Reykjavík lærði ég sitt lítið af hverju, þar fékk ég undirbúning að öllu sem til- heyrir söng og hefur nýst mér vel. Ég lærði margt og var mjög ánægð þennan tíma. Á námsárunum í Söngskólanum var ég líka félagi í Kór Ís- lensku óperunnar undir stjórn Garðars Cortes.“ Skylmingar og söngur „Síðustu tvö ár hef ég verið við nám í Tónlistarháskólan- um í Stuttgart. Þar byrjaði ég í óperudeildinni og bætti svo við mig ljóðadeildinni. Það var mjög skemmtilegt að vera í Stuttgart. Þetta var auðvitað miklu sérhæfðara nám heldur en hafði verið í Söngskólan- um. Aðalmunurinn á skólun- um var sá, að úti var ég aðeins að vinna með eina grein. Það má líkja þessu við það þegar læknar sérhæfa sig. Úti var ég að sérhæfa mig í óperusöng og bætti síðan við ljóðasöngn- um. Til að byrja með var ég bara í fögum sem tengdust óperu og óperusöng. Síðan bættust við óperusaga, leiklist og senutímar sem byggðust á því að maður var með píanista og leikstjóra og var þá að vinna við einhverja litla söngsenu úr óperu. Svo komu inn í þetta skylmingar til að fá góða og glæsilega líkamsstöðu. Það getur líka komið sér vel því það kemur fyrir að fólk þurfi að skylmast í óperum. Þá var líka kennt Tai Chi sem er kín- versk leikfimi. Það er mjög skemmtilegt og áhugavert, svipað og jóga þar sem að þú ert að vinna með eigin kraft og innri hugarorku þína og nærð jafnvægi á líkamann.“ Ljóðasöngur persónulegri „Ljóðadeildin byggist upp á því að nemendurnir læra að túlka ljóð. Þar er þér kennt að syngja ljóð með tilfinningu en ekki bara að raula í gegum lagið án þess að hugsa um innihald textans. Mér finnst ljóðasöngurinn eiginlega per- sónulegri heldur en óperan er. Óperan snýst alltaf um stóra sögu og þar ertu bara hluti af heild. Í ljóðasöngnum er mað- ur annað hvort með stakt ljóð sem segir heila sögu eða heil- an ljóðaflokk sem segir sögu, eins konar framhaldsþáttur. Áherslurnar í ljóðasöng eru líka aðrar en í óperunum og því finnst mér nauðsynlegt fyrir söngvara að læra þetta líka. Fyrir mig er þetta stund- um hálfinnhverft form því maður þarf að kafa djúpt inn í sálartetrið til að geta túlkað tilfinningarnar í ljóðinu. Það var mikil reynsla að læra þetta.“ Munur á tónlist- armenningu „Þýskaland hefur miklu rótgrónari tónlistarmenningu en Ísland. Okkar menning er svo ung en þarna úti bjuggu mörg þessara tónskálda og því er fólkið miklu tengdara þess- um verkum heldur en við. Fyr- ir mörg okkar eru þessi tón- skáld bara einhverjir gamlir kallar sem sömdu klassíska tónlist. Þessi þýska tónlistar- menning færðist nær manni við það að búa þarna úti. Þar eru líka stór tónlistar- bókasöfn þar sem þú getur farið og leigt þér nótur, geisla- diska og videóspólur og upp- lýsingar um tónlist og margt fleira. Þannig geturðu kynnt þér betur óperuheiminn og svo er náttúrlega hægt að fara í óperuna á hverju kvöldi. Þar finnst mér liggja aðal- munurinn á löndunum hvað óperuna varðar. Á Íslandi eru kannski settar upp tvær óperur á ári í Íslensku óperunni, það er ekkert tónlistarbókasafn, enginn staður þar sem þú getur gengið að öllu vísu. Í Þýska- landi geturðu farið inn og fundið nánast hvaða óperu Andstæðingurinn skotinn með málningarkúlu Litboltastríð á túni á Skeiði á Ísafirði Um helgina mátti sjá menn í felulitabúningum hlaupa innan um uppblásn- ar keilur með byssur í hendi á túninu fyrir neðan Bónus á Ísafirði. Byssurnar skutu ekki blýkúlum heldur litl- um plaskúlum fullum af málningu. Ekki voru menn í landvinningastríði heldur í byssuleik sem nefnist lita- bolti. Leikurinn gengur út á að merkja menn úr and- stæðu liði með málninga- klessu og telst hann þá úr leik. Svo þarf að ná fána hins liðsins en til þess þurfa menn að yfirstíga nokkrar hindranir og „drepa“ nokk- ra andstæðinga. „Þetta gekk þokkalega“, segir Vilhelm Bernhöft hjá fyrirtækinu Engli ehf. sem bauð Ísfirðingum og nær- sveitamönnum upp á þennan leik. „Aðsóknin hefði þó mátt vera betri. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta er skemmtilegt fyrr en það hefur prófað, enda sáum við oft sömu mennina koma aftur og aftur. Margir sóru þess dýran eið að koma aftur að spila ef við komum á ný á næsta ári“, segir Vilhelm. Nokkuð var um að vinnu- staðahópar lékju sér saman með þessum hætti. Leikurinn býður óneitanlega upp á tals- verða útrás og gefur mönnum tækifæri á því að ná sér niður á vinum, ættingum eða vinnu- félögum. Að sögn Vilhelms Bernhöft er mjög líklegt að völlurinn verði aftur á Ísafirði á næsta sumri. Frá litboltastríðinu á Ísafirði. Fjórir félagar í felulitabúningum tilbúnir í stríðið. 34.PM5 19.4.2017, 09:406

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.