Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.10.2001, Síða 2

Bæjarins besta - 31.10.2001, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 LEIÐARI Þarna liggja rætur, menning og þekking Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan Ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Selma Rut Sófusdóttir, Hlíðargötu 40, sími 456 8269. Frá útgefendum: Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is• Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 862 1874, netfang: blm@bb.is • Blaðamaður: Sigurður Pétursson, sími 456 3139, netfang: siggip@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Fréttavefur: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. Þær systur Bryndís og Helga Birna Jónsdætur á Ísa- firði hyggjast opna verslun í Aðalstræti á Ísafirði í byrjun næsta mánaðar. „Í búðinni verða seldar ýmsar vörur fyrir konur og karla. Upphaflega ætluðum að selja nærfatnað en þess konar búðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur í bænum að undanförnu og þess vegna var fallið frá þeirri hugmynd“, sagði Bryndís. Verslunin verður þar sem raftækjasala Pólsins var áður. „Við tökum yfir allan trévöru- lager Pólsins og komum til með að selja þær vörur ásamt öðru“, segir Bryndís. Ný verslun í Aðalstræti Ísafjörður Sögur herma hvernig mörgum samfélögum frumbyggja var útrýmt. Hvernig „siðmenntaði“ maðurinn sölsaði undir sig lendur þeirra, upprætti siðmenningu þeirra og, þegar best lét, skammtaði þeim skít úr hnefa og kom þeim fyrir sem sýn- ingargripum á afmörkuðum landsvæðum. Heimildir geyma einnig frásagnir um veiðimannasamfélög við sjávarsíðuna. Hvernig stoðum var kippt und- an lífsafkomu fólksins, hvernig því var bannað að nýta sér gjafir náttúrunnar, sem það hafði lifað á öldum saman. Gjafir, sem það hafði aldrei gengið nær en dygði til framfærslu vegna þess að græðgi var óþekkt hugtak; hvernig troðið var upp á fólkið lífsvenjum, sem það kærði sig ekkert um; hvernig líf þess var lagt í rúst jafnvel til þess eins að þóknast fólki sem ekkert þarfara hafði með tíma sinn og pen- inga að gera en að leggja stein í götu þessara náttúrubarna undir yfirskyni dýraverndar. Nýverið féllu þau orð á Alþingi að eðlilegt væri að hinar dreifðu byggðir hefðu forgang til nýtingar nálægra auðlinda. Þetta má orða svo að skynsamlegt sé að náttúrugæðin séu nýtt af því fólki sem næst þeim býr. Þessu viðhorfi hefur skotið upp áður. Hins vegar er málið svo hápólitískt að þingmenn hefur skort áræði til að taka það til vitrænnar umræðu. Byggðastefna hefur um árabil verið ein af skraut- fjöðrum stjórnvalda. Hver ríkisstjórnin af annarri hefur sett sér það markmið að efla landsbyggðina, fjölga þar fólki og störfum á vegum hins opinbera. Afraksturinn er kunnur. Opinberum störfum fækkar stöðugt á landsbyggðinni en fjölgar margfalt í Reykjavík. Orð eru tíðum eitt og efndir annað. Í leiðara BB hefur því verið haldið fram að árangursríkasta byggðastefnan fælist í því að leyfa landsbyggðarfólkinu að vera í friði fyrir ofstjórn stjórnvalda og fá að búa í sátt og samlyndi við um- hverfi sitt, hafandi rétt til nýta á skynsamlegan hátt þau gæði sem landið og hafið úti fyrir gefa þeim. Að íslenskir stjórnmálamenn skuli við upphaf 21. aldarinnar telja sér trú um að besta leiðin til að styrkja landsbyggðina sé að byrja á því að leggja þær byggðir í auðn sem ennþá lifa að nafninu til, er með ólíkindum. Og síðan komi þeir í hlutverki hins opinbera leikstjórnanda og skipi íbúunum í alls kyns hlutverk sem eru á skjön við allan raunveruleika. Íbúa sjávarþorpa dreymir um framfarir ekki síð- ur en aðra landsmenn. Enginn þeirra mælir gegn fjölbreytni í atvinnulífi. Það er hægt að bæta og breyta sviðsmyndinni. En að láta sér detta í hug að rústa sjálfa undirstöðuna og ætla sér að gera þessi pláss að einhverju allt öðru en þau eru í dag, er hrein og klár heimska. Þarna liggja rætur, menning og þekking, sem íslenska þjóðin hefur ekki efni á að kasta frá sér. Mál er að íslenskir stjórnmálamenn vakni af dvalanum. s.h. Lögreglan á Ísafirði tók ölv- aðan ökumann á leiðinni milli Ísafjarðar og Hnífsdals um hálffjögurleytið aðfaranótt laugardags. Hann var stöðv- aður við reglubundið eftirlit þar sem lögreglan var að stöð- va bíla og athuga með réttindi og ástand ökumanna. Að öðru leyti var liðin helgi afar róleg og tíðindalítil hjá Ísafjarðarlögreglu. Ölvaður öku- maður tekinn Ísafjörður Byggðarlög í sókn og vörn – landsbyggðarkjarnar Samfélagið hæfilega stórt en hefur þjónustu á við stærra bæjarfélag – segir m.a. í nýrri greiningu Byggðastofnunar á kostum og göllum Ísafjarðar Í nýrri úttekt Byggðastofn- unar, Byggðarlög í sókn og vörn, 2. Landsbyggðarkjarnar, er á kerfisbundinn hátt metin staða nokkurra byggðakjarna utan Reykjavíkursvæðisins, eins í hverjum landshluta. Markmið þessarar greiningar er að finna staðbundin sókn- arfæri varðandi atvinnu og bú- setu á landsbyggðinni. Áður hefur Byggðastofnun gert hliðstæða úttekt á stöðu ís- lenskra sjávarbyggða. Þættir- nir sem metnir eru sérstaklega í þessari nýju greiningu eru styrkur og veikleikar, ógnanir og tækifæri. Fjallað er um byggðarlög sem eiga það sameiginlegt að byggja atvinnu sína öðru fremur á verslun og þjónustu og eru verslunar- og þjónustu- kjarnar og miðstöðvar stjórn- sýslu, hvert á sínu landsvæði. Á Vestfjörðum er þannig gerð úttekt á stöðu mála á Ísafirði. Í inngangi segir, að Ísafjörður sé þar „sjálfvalið byggðarlag, meðan Vesturbyggð gegnir mun takmarkaðra hlutverki á suðurfjörðunum og er auk þess áður talin með sjávar- byggðum.“ Auk Ísafjarðar er í grein- ingunni fjallað um Sauðár- krók, Akureyri, Húsavík, Eg- ilsstaði, Selfoss, Reykjanes- bæ (þéttbýliskjarna), Akranes og Borgarnes. Um hvert þess- ara byggðarlaga er fjallað í almennri greiningu en síðan eru gerðar rækilegri úttektir á þáttum eins og stöðu verslun- ar, iðnaðar, upplýsingatækni og nýsköpunar, ferðaþjón- ustu, sjávarútvegi, samgöng- um og fjarskiptum, húsnæðis- málum, félagslegu umhverfi, menntamálum og umhverfis- þáttum. Í hinum almenna inngangs- kafla um Ísafjörð segir m.a.: „Ísafjörður er sjálfvalinn staður fyrir starfsemi sem snertir Vestfirði í heild sinni. Sameining sveitarfélaga og jarðgöngin hafa aukið vægi Ísafjarðar og styrkt Ísafjörð sem stjórnsýslumiðstöð. Ísa- fjörður er vel staðsettur gagn- vart sjávarauðlindum. Á Ísa- firði er tiltölulega fjölbreytt atvinnulíf. Orkubú Vestfjarða er öflugur vinnuveitandi með höfuðstöðvar á Ísafirði. Svæð- ið er í vaxandi mæli einn vinnumarkaður. Búsetuskilyrði eru að mörgu leyti góð. Samfélagið er hæfilega stórt en hefur þjón- ustu á við stærra bæjarfélag. Fjarlægðir eru litlar og fljót- legt að afgreiða mál. Fjárhagsleg staða Ísafjarðar var góð fram á miðjan áratug- inn. Síðan hefur hallað undan fæti hjá sveitarfélaginu af ýmsum ástæðum, en þó fyrst og fremst vegna breytinga í atvinnulífi og fækkunar íbúa. Skuldir vegna félagslega íbúðakerfisins eru miklar en að mestu í skilum. Ísafjörður var árið 1999 meðal mest skuldsettu sveitarfélaga á landinu. Sameining sveitarfé- laganna er stundum talin hafa veikt stöðu Ísafjarðar fjár- hagslega.“ Greining Byggðastofnunar er nær 200 síður. Nánar er greint frá úttekt stofnunarinn- ar á Ísafirði og einstökum þátt- um hennar á www.bb.is. Kirkjukórinn með tónleika Holtsskóli Kirkjukór Önundarfjarðar heldur tónleika í Holtsskóla í Önundarfirði, mánudaginn 5. nóvember kl. 20:30. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs Brynjólfi Árnasyni fyrrum organista, en hann starfaði um árabil sem organ- isti við Holtskirkju og víðar í kirkjum í Önundarfirði og Dýrafirði. Stjórnandi kórsins er Maria Yolanda Kowalczyk. Málefnalegt þing Fjórðungssambandsins um samgöngumál „Menn vilja ná samstöðu og gefa þannig þingmönnum okkar sterkt vopn í hendur“ – segir Ólafur Kristjánsson, stjórnarformaður sambandsins Samstaða einkenndi auka- þing Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði á föstudag en þar var einungis fjallað um sam- göngumál. Gísli Eiríksson verkfræðingur flutti ítarlegt yfirlitserindi og lagðar voru fram áherslur einstakra sveit- arfélaga í samgöngumálum. Samþykkt var að taka sam- an helstu áherslubreytingar og kynna þær Vegagerðinni á Ísa- firði að undangenginni kynn- ingu í sveitarstjórnum. Síðan skal stjórn FV vinna drög að endurskoðaðri samgöngu- áætlun, sem lögð verði fram til frekari umræðu á Fjórð- ungsþingi á næsta ári. Formaður stjórnar Fjórð- ungssambands Vestfirðinga, Ólafur Kristjánsson bæjar- stjóri í Bolungarvík, var mjög ánægður með þingið. „Ég man ekki eftir eins málefnalegu Fjórðungsþingi. Sumar áher- slur einstakra sveitarfélaga í fjórðungnum falla kannski ekki alveg saman en allar sveitarstjórnirnar eru stað- ráðnar í því að vinna áfram í samræmi við stefnumótun sambandsins í vegamálum frá 1997. Ég fann að menn vilja ná samstöðu um þessi mál og gefa þannig þingmönnum okkar Vestfirðinga sterkt vopn í hendur til að bæta samgöng- ur á Vestfjörðum.“ Frá aukaþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál sem haldið var á föstudag. 44.PM5 19.4.2017, 09:462

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.