Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.10.2001, Side 11

Bæjarins besta - 31.10.2001, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 11 Frá Menntaskólanum á Ísafirði Innritun í grunn- deild tréiðna Innritun er að hefjast í grunndeild tréiðna fyrir vorönn 2002. Grunndeild tréiðna er 2ja anna nám í undirstöðuþáttum tréiðnaðar, meðferð efna og meðhöndlun áhalda samhliða áföngum í almennu bóknámi og sérgreinum. Brautin veitir styttingu á námssamningi í tréiðnum og aðgang að framhaldsdeildum. Þeim sem hafa hug á innritun er bent á að gefa sig fram við skrifstofu skólans fyrir 1. desember nk. Nánari upplýsingar veitir Snorri Hermannsson, deildarstjóri tréiðna í síma 450 4400. Lágmarksþátttaka er skilyrði þess að grunndeild tréiðna verði starfrækt næstu ár. Skólameistari. „Ég taldi mig vera að leggja gott til þegar ég ákvað að gefa steinbítsveiðarnar frjálsar en það kom í ljós að ég hafði verið of bláeygur og þeir sem ég taldi mig vera að hjálpa töldu þetta ranga ákvörðun. Þegar mikill meirihluti var kominn á þá skoðun ákvað ég að bregðast við og breyta rangri ákvörðun í rétta.“ Þetta sagði Árni M. Mathi- esen sjávarútvegsráðherra þegar hann svaraði fyrirspurn frá Hálfdáni Kristjánssyni frá Flateyri á aðalfundi Lands- sambands smábátaeigenda í síðustu viku. Hálfdán spurði meðal ann- ars hvers vegna ráðherrann hefði verið að hringla með steinbítinn. Lagði Hálfdán til að ráðherra frestaði öllum hugmyndum um breytingar á smábátakerfinu í eitt ár og að tíminn yrði notaður til samn- inga við LS. Árni sagði steinbítsmálið vera lífsreynslu sem hann eftir á að hyggja hefði ekki viljað hafa sloppið við að reyna. „Mér var talin trú um að þessi ákvörðun að gefa steinbíts- veiðarnar frjálsar gæti riðið baggamuninn fyrir þau byggðarlög sem byggðu mest á smábátaútgerðinni. Það kom í ljós að þetta var rangt og ég tók þau mistök á mig. Sem betur fer hafði ég tíma til þess að breyta þessari ákvörðun þar sem að fiskveiðiárið var ekki byrjað.“ „Kom í ljós að ég hafði verið of bláeygur“ Sjávarútvegsráðherra um „hringlið“ með steinbítinn Á sumum bensínstöðv- um er mönnum boðið að dæla sjálfir á bíla sína og fá þá afslátt af verði elds- neytisins. Á Ísafirði hefur þetta aldrei tíðkast og hafa menn spurt sig hvers vegna. Að sögn Heimis Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra markaðs- sviðs þjónustustöðva hjá Olíufélaginu hf., er ekki ósennilegt að þetta verði tekið upp hér vestra á næstu mánuðum. „Það hefur reyndar engin ákvörðun verið tekin ennþá en þetta er þróunin. Við erum að velta því fyrir okkur að innleiða þetta kerfi á stöðum vítt og breitt um landið“, segir Heimir. „Við byrjum á að skoða minnstu staðinu þar sem kerfið myndi hjálpa umboðsmönnunum hvað mest. Stöðin á Ísafirði er það stór að hún myndi koma seinna. En þetta er í skoðun. Við áttum okkur á því að þetta er eitthvað sem þarf að vinna í og það verður gert fljótlega“, segir Heimir Sigurðsson hjá Olíufélaginu hf. Í athugun en ekki alveg á næstunni Sjálfsafgreiðsla á bensíni á Ísafirði ásamt afslætti Listaháskóli Íslands með kynningu á Ísafirði Sýning á Túskildings- óperunni hápunkturinn – fjöldi nemenda úr öllum deildum skólans kemur vestur Sendinefnd á vegum Listaháskóla Íslands sótti Ísafjörð heim fyrir skömmu og voru í henni þær Mist Þorkelsdóttir, deildarforseti tónlistardeildar skólans, Ragnheiður Skúladóttir, deildarforseti leiklistar- deildar og Jóna Finnsdóttir, framkvæmdastjóri. Erindi þeirra var fyrst og fremst að undirbúa kynningu hér vest- ra á því námi sem Listahá- skólinn býður en stefnt er að því að hún verði á Ísafirði seinustu helgina í nóvem- ber. Segir Jóna Finnsdóttir að ætlunin sé að senda 25-30 manna hóp til Ísafjarðar í þessu skyni en þar af verða 12 tónlistarnemar og 8 nem- endur á seinasta ári í leiklist. Standa þeir saman að upp- færslu Túskildingsóperunn- ar eftir Brecht og Kurt Weill sem frumsýnd verður í Nemendaleikhúsinu 26. október. Einnig verða með í för nemendur úr hinum tveimur deildum skólans, þ.e. hönnunar- og arkitekt- úrdeild og myndlistardeild. Að sögn Jónu er verið er að undirbúa dagskrá kynn- ingarinnar en stefnt er að því að hápunktur hennar verði sýning á Ísafirði á Tú- skildingsóperunni, í heild eða í styttri útgáfu, sem yrði væntanlega laugardags- kvöldið 1. desember. Enn- fremur munu nemendur Listaháskólans fá að fara með kynningar inn í kenn- slustundir í Menntaskólan- um á Ísafirði á föstudagsmorg- uninn. Síðan verða þeir vænt- anlega til viðtals eftir hádegi sama dag í Gamla apótekinu fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér hið fjölbreytta starf sem Listaháskólinn stendur fyrir. Jóna segir að kynning af þessari stærðargráðu gæti ekki farið fram nema með víðtækri aðstoð heima- manna. Þess vegna vilja þær stöllur nota tækifærið og þakka öllu því góða fólki sem tók vel á móti þeim og er reiðubúið að leggja þeim lið svo vel megi til takast á kynningu Listaháskóla Ís- lands á Ísafirði í nóvember. Fulltrúar Listaháskóla Íslands kanna jarðveginn á Ísa- firði. Gengið verður til samninga við verktakafyrirtækið Kubb ehf. á Ísafirði um lokafrágang snjóflóðavarna við Sorpend- urvinnsluna Funa í Engidal við Skutulsfjörð. Bæjaryfir- völd í Ísafjarðarbæ telja rétt að semja á grundvelli fráviks- tilboðs sem Kubbur gerði. Auk frávikstilboðsins átti Kubbur lægsta tilboðið í verk- ið þótt mjög litlu munaði á því og tilboði Jónasar Jón- björnssonar í Súðavík. Fjögur tilboð bárust í verk- ið. Kubbur ehf. bauð kr. 14.181.980, Jónas Jónbjörns- son kr. 14.263.565, Norðurtak ehf. kr. 16.907.500 og síðan var frávikstilboð frá Kubbi ehf. kr. 12.352.415. Kostnað- aráætlun var kr. 17.030.400. Í útboðsgögnum var gert ráð fyrir að greiðslur til verktaka verði ekki inntar af hendi fyrr en á næsta ári. Þess vegna þarf, ef til kemur, að gera ráð fyrir framkvæmdakostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2002. Lokafrágangur snjóflóðavarna við Funa Samið við Kubb ehf. Síðasti áfanginn flutn- ingi byggðarinnar Vinnu við nýja þjónustu- miðstöð í Súðavík hefur mið- að vel og er nú unnið að loka- frágangi innanhúss. Að sögn Friðgerðar S. Baldvinsdóttur, sveitarstjóra Súðavíkur- hrepps, er verið að setja upp innréttingar en búið er að leggja allar raflagnir, mála og flísaleggja. Þá er einnig unnið að því að ganga frá utanhúss og hefur verið samið við Atla Pálmason um að leggja stéttir að húsinu. Segir Friðgerður að stefnt sé að því taka húsið í notkun í lok nóvember og eigi þá öllum frágangi að vera lokið nema hvað lóðin verður kláruð næsta sumar. Í hinni nýju þjónustumið- stöð, sem er 790m², verður banki, pósthús, skrifstofa hreppsins, heilsugæslustöð, verslun, aðstaða fyrir veiting- ar og líklega verður þar ben- sínsala. Með nýju þjónustu- miðstöðinni verður lokið síð- asta áfanga í flutningi byggðar í Súðavík. – ætlunin að byggingin verði tekin í notkun í lok nóvember Framkvæmdir við þjónustumiðstöðina í Súðavík Þjónustumiðstöðin í Súðavík. 44.PM5 19.4.2017, 09:4611

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.