Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 8
Skóli sœnska Alþýðusambandsins í Brunnsvik. SVÍÞJ ÓÐARFÖRIN Framh. af bls. 180 Árið 1943 er velta Alþýðusambandsins (í peningum) 136933048.26 kr. og 1944 sennilega mun meiri, en um það eru ekki enn til opinberar skýrslur. I fyrra eru greiddir skattar til sambandsins 4425475,- 00 kr., þar af greiddi t. d. járnbrautarmannasamband- ið 308876,50 kr. Eignir Alþýðusambandsins voru 31. des 1944 29170- 919.26 kr., þar af voru fasteignir 6035363 kr., hitt eru ýmsir sjóðir. Heimsókn til skóla sænska Alþýðusambandsins í Dölunum Á fjórða degi eftir komu okkar til Stokkhólms, bauð forseti sænska alþýðusambandsins okkur í heimsókn til skóla þess, sem sambandið rekur í Brunnsvík, sem er röska 200 km. frá Stokkhólmi. Leiðsögumaður okkar til skólans var Svíi, er hét Per Osterberg. Hefur hann þann sérstaka starfa á hendi hjá sænska Alþýðusambandinu, að annast móttökur erlendra gesta, er sambandið heimsækja. Förin til Brunnsvík var ánægjuleg þótt hiti væri mikill; fegurð sú, sem hvarvetna blasti við, var óvið- jafnanleg. Eftir sex klukkustunda ferð með járnbrautar- lest komum við á ákvörðunarstaðinn. Á járnbrautarstöðinni tók á móti okkur skólastjóri skólans, Thorvald Karlbom. Sýndi hann okkur Brunns- vík, sem er smáþorp er byggir tilveru sína á námu, sem er í nágrenninu. Er staður þessi viðurkenndur fyrir fegurð sína og þá sérstaklega hið geisistóra vatn, sem þarna er. Skólahúsin í Brunnsvík eru 8 að tölu, þar af eru þrjú með skólastofum og fundarsal, hin húsin eru íbúðarhús kennara og nemenda. Skólastjórinn býr í sérstöku húsi út af fyrir sig. í kjallara eins hússins er hvelfing og í henni er bóka- safn skólans, en í því eru 3532 bindi. Er þar saman- komið afar fullkomið safn rita um sögu og þróun verkalýðshreyfingarinnar í Svíþjóð og um allan heim. Sænska verkalýðssambandið heldur árlega í skóla þessum námskeið, sem meðlimir sambandsins eiga að- ganga að. Námsgreinar í slíkum námsskeiðum eru margar og miðast einkum við það, að nemendur fræð- ist um allt það, er má verða þeim til gagns í væntan- legu starfi þeirra fyrir verkalýðshreyfinguna. Nemendur, sem sækja námskeið þessi, eru víðsveg- ar að úr Svíþjóð, og oft frá öðrum löndum og þá sér- staklega Norðurlöndum, jafnvel héðan frá íslandi (þó nokkrir íslendingar sóttu skóla þennan fyrir stríð). Oft gangast hin ýmsu sambönd innan sænska verka- lýðssambandsins fyrir námskeiðum, sem þarna eru haldin. T. d. stóð svo á, þegar við komum til skólans, að bókbindarasambandið var að halda námskeið fyrir meðlimi sína. Að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og settumst á skólabekk og hlustuðum á fyrirlestra og aðra kennslu þann tíma, sem við dvöldum í Brunnsvík. Sænska verkalýðssambandið kostar skólann að öllu leyti og nýtur eigi styrks frá því opinbera til þeirrar 182 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.