Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 9
starfsemi sinnar. Hefur það, síðan skólinn var stofn- aður 1929, varið til hans 900000,00 kr. Frá Brunnsvík fórum viS mjög hrifnir yfir, hversu snilldarlega sænska verkalýSssambandiS sér fyrir þeim meSlimum sínum, sem áhuga hafa og vilja njóta þeirrar kennslu, sem skólinn lætur í té og mjög mikilsverð er þeim, sem ætla að helga verkalýSshreyfingunni krafta sína aS meira eða minna leyti. Heimsókn til Noregs Strax eftir komuna til Stokkhólms frá Brunnsvik fór- um viS að þreifa fyrir okkur um möguleika á að kom- ast til Noregs, því auðvitað vildum við nota tækifærið og fara þangaS, úr því við vorum komnir svo nærri landinu. Eftir tiltölulega litla fyrirhöfn og skamman tíma fengum viS fararleyfi til Noregs. ÞangaS fórum við með járnbrautarlest, en þar sem það var næturlest, gátum við eigi notið þeirrar miklu fegurðar, sem sögð er vera á þessari leið, nema að litlu leyti. Til Osló vorum við 24 klukkustundir, vegna tafar, sem við urðum fyrir í landamærabænum Carlottenberg. í Osló dvöldum viS tæpa viku og vorum þann tíma gestir norska verkalýðssambandsins. Svo sem aS líkum lætur, sáum við æði margt í Osló og nágrenni, sem bar með sér menjar þeirrar hörm- ungar, sem Norðmenn hafa orðið að þola á styrjald- arárunum, en þar sem gefnar hafa verið góðar lýsingar af Noregi nú og á styrjaldarárunum, bæði í blöðum og útvarpi og það af mönnum, sem dvalið hafa þar árum saman, þá tel ég eigi ástæðu til að fara lengra út í þá sáhna, en lýsa heldur ýmsum atriðum, sem snerta ein- göngu norska verkalýðinn. I upphafi hernáms Þjóðverja í Noregi voru verka- lýSsfélögin raunverulega gerð áhrifalaus, með því að þau voru sett undir eftirlit og svipt forustumönnum sínum, en í stað þeirra settir kvislingar, sem síðan rændu öllum þeim sjóðum verkalýðsfélaganna, er þeir komust yfir. Nú, þegar hernáminu er lokið, hefur verkalýðshreyfingin norska endurheimt marga forustu- menn sína, en því miður ekki nærri alla, margir hafa falliS fyrir hendi árásarþjóðarinnar. Hið endurheimta frelsi Noregs og þar með verka- lýðshreyfingarinnar, er nú dyggilega notað af norska verkalýðssambandinu. Endurreisn verkalýðsfélaganna er mikið verk, svo bætast og mörg og margvísleg önn- ur störf ofan á, því þótt höfuðstarf norskrar verka- lýSshreyfingar verSi á næstunni skipulagslegs eSlis, þá kalla nú aS brýn vandamál í kaupgjaldsmálum og öSru. Berlega urSum viS varir viS, aS allmikillar óánægju gætir meSal verkamanna út af þeirri litlu uppbót, sem þeir fá á kaup sitt vegna dýrtíSarinnar, en þaS er 30%. Voru komnar fram kröfur um aS dýrtíSaruppbótin yrSi hækkuS um helming, eSa upp í 60%. Atvinna virtist vera nægjanleg, sáum viS aS víSa var auglýst eftir verkamönnum og þá sérstaklega skóg- arhöggsmönnum. Þrátt fyrir þetta eru ekki nærri allir í starfi, því vegna vöntunar á vinnuíatnaSi og skófatnaði geta ekki nærri allir horfið til þeirrar vinnu, sem á boSstólum er. Okkur var sagt, aS svo væri fólk yfirleitt máttvana og aS öSru leyti illa á sig komiS eftir ógnir hernáms- áranna, aS nauSsynlegt hefði verið að geía 3—4 vikna sumarleyfi í flestum starfsgreinum, svo fólkið gæti safn- að kröftum áður en þaS byrjaSi fyrir alvöru störf sín aftur undir venjulegum skilyrSum. Þráít fyrir þessa erfiSleika og aSra fleiri, virtist okk- ur norskur verkalýSur bjartsýnn á framtíSina, og ég held að hann megi líka vera það. Svo samstillt og ein- huga þjóð, sem NorSmenn eru nú, hlýtur aS sigra alla örSugleika, hversu stórir sem þeir eru. Ferðin heim Frá Osló fórum viS aftur til Stokkhólms, því þang- aS urSum viS aS komast þar sem eini möguleikinn á aS komast til Islands var sá, að fljúga þaðan heim. Hermann Guðmundsson, Elsa Nygaard, Strand Johanson, atvinnumálaráSherra NorSmanna, og Eggert Þorbjarnarson■ VINNAN 183

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.