Vinnan - 01.09.1945, Síða 11
varðar mig um, hvaða álit Farrell hefur á mér?
Hvað getur hann gert fyrir mig?
— Margt. Ef honum finnst þú efnilegur, getur
hann útvegað þér starf, sem eitthvað er upp úr
að hafa.
— Hann getur ekki útvegað mér neitt, sem er
nokkurs virði, væni minn.
— Ég mundi nú samt ekki slá hendinni á móti
því, sem Jiann gæti útvegað mér, ef hann vildi,
sagði ég móðgaður.
— Jæja, sagði Ríkliarður. — Ekki liugsarðu nú
Irátt. Og fyrst þú gerir þig ánægðan með svona
lítið, skal ég sjá um, að Farrell láti þig hafa vinnu,
þegar liann er orðinn undirmaður minn. Meira
að segja ágæta atvinnu.
— Farðu til fjandans! sagði ég. Ég var að reikna
flatarmálsfræðina fyrir hann. — Heyrðu mig, fífl-
ið þitt, sagði ég. — Hefurðu aldrei Iieyrt getið um
flatarmálsfræði? Ég er nærri viss um, að þú kannt
ekki einu sinni að margfalda. Hvað er sjö sinnum
þrettán?
—Æ, reiknaðu það fyrir mig, sagði Ríkharður.
— Og segðu mér titkomuna í fyrramálið.
Þegar ég hafði tómstundir til, framkvæmdi ég
útreikningana fyrir hann, og Farrell fann ekki
nema tvær slæmar villur hjá honum. En Farrell
var líka snjallasti maðurinn í þjónustu Ameríska
stálbyggingafélagsins. Hann hafði stjórnað bygg-
ingum og járnbrautalagningum bæði á Kúbu og í
Mexíkó um tuttugu ára skeið. Þegar mánuður var
liðinn, liætti hann að skipta sér af Ríkharði, en lét
allt sitt önuglyndi I)itna á mér. Hann var alltaf
að finna að við mig, og ég gat aldrei gert honum
til geðs. Hann ráðlagði mér að læra spænsku hjá
skrifara einum, sem liann nefndi og vann í skrif-
stofu sykurframleiðendafélagsins.
— Spænsku? sagði Ríkharður, þegar ég stakk
upp á því við Jiann, að liann tæki tíma með mér.
— Ég lield nú síður. Ég var tuttugu og tvö ár að
læra ensku. Og þeir, sem eiga erindi við mig,
verða að kunna ensku eða hafa túlk með sér.
— Þá það, sagði ég. —• Reyndar var það nú Farr-
ell, sem stakk npp á þessu.
— Ekkert minntist hann á það við mig, ságði
Ríkharður. — Sennilega finnst honum ég full-
kominn eins og ég er. Og nú verðurðu að liafa
mig afsakaðan, því ég er nefnilega að fara og fá
mér neðaníðí.
Það var svo sem auðséð, að maðurinn var að
fara í liundana.
I janúarmánuði komu nokkrir af framkvæmda-
stjórum Sameinaða sykurframleiðendafélagsins.
Það átti svo að heita, að þeir væru í viðskiptaer-
indum, en þeir komn bara til að skemmta sér.
Hitt höfðu þeir að yfirvarpi. Þeir komu á
skemmtisnekkju.
Jósep Prossert átti snekkjuna, og ég man ekki
betur en að liann tiafi þá verið forseti Sameinaða
sykurframleiðendafélagsins. Þetta var í fyrsta
skipti, sem ég sá einn af þessum voldugu heims-
frægu auðjörlum. Hann var ekki að neinu leyti
sérkennilegur maður, frernur gildvaxinn, með
gisið hárstrý á höfðinu og yfirlætislegur í tali.
Hann vissi ekkert um Kúbu nema það, sem að
viðskiptum laut. Ég kynntist lronum talsvert, því
liann var eftir í snekkju sinni, þegar hinir fram-
kvæmdastjórarnir brugðu sér til Santa Inez, og
Farrell bað okkur Ríkharð að vera lionum til
skemmtunar.
Herra Prossert var mjög alúðlegur. Hann
spurði mig margra spurninga. Ég var vel að mér í
minni grein og liefði getað leyst úr liérumbil öll-
um skynsamlegum spurningum — ég á við þær
spurningar, sem búast má við að þaulreyndur
verkfræðingur beri fram. En spurningum þessa
manns gat ég ekki svarað öðru vísi en: — Því mið-
ur veit ég það ekki, Jierra minn. Við höfum ekki
aflað okkur neinna upplýsinga um það mál. Og
lierra Prossert horfði undrandi á mig. Þá skeði
það, að Ríkltarður leysti skyndilega frá skjóðunni.
— Eftir því sem ég kemst næst, munu það vera
um níu milljónir teningsfeta, sagði hann. — Það
vildi svo til, að ég var að reikna það út í gær-
lcveldi. Ég gerði það bara svona að gamni mínu,
en ekki í neinum sérstökum tilgangi. Hann roðn-
aði af lítillæti.
— Jæja, sagði herra Prossert undrandi, sneri sér
að honum og horfði hvasst á hann. — Það er ekki
komið að tómum kofunum hjá yður, herra Rík-
harður! Þér gætuð þá ef ti! vill frætt mig um
fleira?
Og Ríkharði vafðist ekki tunga um tönn. Fjarri
því. Hann vissi allt. Hann vissi upp á hár burðar-
þol sérhverrar brúar í landinu, þekkti hvert ein-
asta ræsi, vissi um meðalregnmagnið síðustu tutt-
ugu árin, mundi íbúatölu sérhvers þorps og kunni
nafn á hverjum hól og hæð. Hann hafði kynnt sér
framleiðslukostnað og launamál í landinu. Herra
Prossert var ekki fyrr húinn að bera fram spurn-
ingu en Ríkharður hafði svarað henni.
Þegar við fórum, kinnkaði Prossert kolli til
mín, fremur kuldalega, en tók hjartanlega í hönd-
ina á Ríkharði. — Gaman að kynnast yður, sagði
hann. — Mjög gaman að kynnast yður, herra Rík-
liarður. Verið þér sælir og þakka yður fyrir.
— Ekkert að þakka, herra minn, sagði Rík-
VINNAN
185