Vinnan - 01.09.1945, Síða 17
ara verkefna upp í hendur stéttarinnar. Verka-
lýðssamtökin þurfa á næstu árum að koma sér
upp sínum sumardvalarhúsum á lientugum og
fögrum stöðum víðsvegar um landið. Slík sameig-
inleg heimkynni myndu verða til aukinnar kynn-
ingar og treysta félagsböndin um leið og þau
veittu verkafólkinu tækifæri til hvíldar og hress-
ingar í fríum sínum.
Óvíða á landinu á verkalýðshreyfingin það
greiðan aðgang að hentugu húsnæði, að það
standi ekki verulega í vegi fyrir öflugu félags-
starfi. Á nokkrum stöðum er þegar vaknaður á-
hugi fyrir því, að verkalýðsfélögin eignizt sín eig-
in samkomuhús. Þessi hugmynd á að grípa um
sig. Hvarvetna þar, sem verkalýðsfélag er einhvers
um komið, þarf það að hefja undirbúning hús-
byggingar. Umráð yfir hentugu fundarhúsi skap-
ar verkalýðsfélögunum ótal möguleika til félags-
legra athafna, sem þeim eru að öðrum kosti að
mestu lokaðir. Má í þessu sambandi drepa á ýmis-
konar fræðslustarfsemi og menningaraukandi
skemmtanir, s. s. leikstarfsemi o. fl.
Einstaka verkalýðsfélag hefur ltomið sér upp
vísi að bókasafni. Hér er um mikið nauðsynjamál
að ræða, sem auðvelt ætti að vera að leysa, þegar
félögin hefðu fengið sinn samastað. Bókasafn og
lestrarsalir er svo nátengt húsnæðismálum félag-
anna, að engin von er til þess að það verði leyst
fyrr en félögin ráða yfir eigin húsnæði. í bóka-
safni verkalýðsfélags eiga fyrst og fremst að vera
allar bækur og rit um félagsmál og verkalýðsbar-
áttu.
Þá eru það sjálf atvinnumálin. I þeim efnum
eiga verkalýðsfélögin mikilvægu hlutverki að
gegna. Og mörg þeirra hafa þegar tekið til ó-
spilltra mála, rannsakað atvinnuskilyrði og at-
vinnuþörf síns umhverfis, gert tillögur til um-
bóta og komið þeim á framfæri við rétta aðilja.
En þetta þarf að verða ennþá almennara. Yfirleitt
eiga verkalýðsfélögin ekki að telja sér neitt óvið-
komandi, sem horfir til framfara og bættra af-
komu- og menningarskilyrða fyrir alþýðuna. Þau
þekkja bezt hvar að þeim kreppir í þeim efnum.
Ég liefi hér bent á örfá verkefni, sem kalla á
bráða lausn af hendi verkaiýðssamtakanna. Og
áfram mætti halda, því óteljandi eru þau félags-
legu viðfangsefni, sem varða verkalýðsstéttina.
En grundvailarskilyrði skjótra og markvissra
framkvæmda á þessum sviðum, sem öðrum, er að
verkalýðurinn standi trúan vörð um samtök sín
í hvívetna, hrindi af höndum sér öllum hugsan-
legum sundrungartilraunum og verndi fjöregg
samtaka sinna, hina stéttarlegu samheldni.
s h
SKRÝTLUR
v_____________________________________________J
Æ sér gjöf lil gjalda
Þórarinn: — Nú á konan þín afmœli á morgun, Pétur
minn! Hvað ertu að hugsa um að gefa henni?
Pétur: — Það er ekki fullráðið enn þá. Hún gaf mér
kaffikönnu á afmœlisdaginn minn í fyrra, svo mér var
hálfvegis að detta í hug að gefa henni tóbakspípu.
í rakarastofunni
Viðskiptavinurinn: — Hvers vegna eruð þér alltaf að
segja þessar œsilegu draugasögur meðan þér klippið
fólk?
Hárskerinn: — Það er miklu auðveldara að klippa
viðskiptavinina, þegar hárið rís á höfðinu á þeim.
RÓ3, sem dugði
Kvöld eitt var danska kímniskáldið Wessel í leikhúsi.
Rétt fyrir jraman hann stóð maður, hár vexti og ábúð-
armikill, og skyggði á þá, sem voru fyrir aftan hann.
Menn báðu hann ítrekað að setjast, en hann daufheyrð-
ist við slíku bœnakvabbi. Loks stóðst Wessel ekki mátið
og sagði:
— Lofið manninum að standa. Þetta er klœðskeri,
og honum er nýnœmi á að fá að rétta úr sér.
Beljakinn settist samstundis.
Allt fyrir ástina
Eitt sinn var kona Wessels að ávíta hann fyrir það,
að hann kœmi ölvaður heim á hverju kvöldi. En Wessel
varð ekki orðfall og sagði:
— Ó, þú mín heittelskaða! Það er af eintómri ást
til þín að ég drekk. Því að þegar ég er fullur, sé ég þig
tvöfalda.
Fljótur að átta sig
Einhverju sinni var Wessel gestkomandi hjá óðals-
bónda uppi í sveit. Vildi honum sú skyssa til, að hann
velti um koll rauðvínsglasi. Húsbóndinn þykktist við
og spurði, hvort þetta væri venja í sarnkvœmislífi Kaup-
mannahafnar.
■— Og ekki vil ég nú segja það, svaraði Wessel. —
En komi það fyrir, lœtur húsbóndinn sem hann sjái
það ekki.
Engin undantekning
Sigga: — Heldurðu, að það sé til óheilla að gifta
sig á föstudegi?
— Arni: — Það er enginn efi á því. Eða því skyldi
föstudagur vera undantekning frá reglunni?
VINNAN
191