Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Page 20

Vinnan - 01.09.1945, Page 20
HARALDUR GUÐNASON: Kjör verkafólks á íslandi á 19. öld Frumherjar verkalýðshreyfingarinnar á íslandi hverfa smátt og smátt af vettvangi hinna skipu- lögðu samtaka, samkvæmt óhagganiegu lögmáli lífs og dauða. Þeir hafa skilað arfi í hendur hin- um yngri — þeir hafa brotið ísinn. Hin unga kyn- slóð á að varðveita arfinn og ávaxta liann. — Það er ekki ástæða til annars, en spá góðu um, að yngri kynslóðin verði þeim vanda vaxin að vernda fjöregg verkalýðssamtakanna. En hinu er ekki að leyna, að talsvert gætir þess, ag yngra fólkið geri sér ekki ljóst, hversu miklar fórnir brautryðjendastarfið kostaði, baráttu við sótsvart afturhald, útilokun frá atvinnu, hatur og illgirni svokallaðra „betri borgara", sem litu á hverja réttarbót til handa hinum snauðu, sem stórglæp. Menn taka nú ali-há laun fyrir verk sín, og finnst ekkert sjálfsagðara og halda að svona hljóti það alltaf að verða. En „svona“ verður það bara ekki nema fram fari ör þróun atvinuveganna með nýjustu tækni. Og þá Jiróun verður verkalýðurinn að efla. Það getur orðið dýrt spaug að gleyma því, að hér á iandi eru til all-sterk öfl bak við tjöldin, sem umfram allt vilja koma á lágu kaupi og löng- um vinnutíma, ella stöðva atvinnutækin. Á fyrri öldum voru þeir einráðir, sem vildu að kaupið væri lágt og vinnutíminn langur. Verka- fólkinu datt aldrei í hug að mögla. Þá datt eng- um í hug að gera „stræk“, þá voru engin verka- lýðsfélög, engir „bolsar“, allir hlýddu, hugsuðu sitt og hafa án efa bölvað oft — hátt og í hljóði. — Við skulum nú lyfta tjaldi fortíðarinnar lítið eitt og skyggnast um bekki. Þar skulurn við bregða upp ljósi staðreyndanna og afla okkur fræðslu um, hvernig búið var að hinni vinnandi stétt íslands á 19. öldinni, þ. e. fólki, er hafði framfæri sitt af vinnu hjá öðrum. — Á síðasta fjórðungi 18. aldar hófst hin mesta óáran á íslandi og náði hámarki í móðuharðind- unum 1783—1785. Mun þá vart hafa verið um kaup að ræða hjá þorra vinnufólks, þótt gott ef það svalt ekki heilu hungri. Þá er mjög kvartað yfir því, að vinnufólk fáist ekki til landbúnaðarvinnu, en jafnframt er því gefið að sök heimtufrekja, uppivöðslusemi, sum- arvinna þess sé rándýr og loks lendi þessi lýður á sveitinni. Er hinum þvermóðskufullu vinnuhjúum ógn- að með gapastokk og tugthúsi. Þá er, ekki síður en nú, ákafar kvartanir út af því, að fólkið flykkist að sjónum, en vilji ekki vinna í sveit, svo þar horfi til auðnar. Skúli Magn- ússon telur, árið 1784, að vinnufólksleysið sé aðal- mein landbúnaðarins. Til sönnunar því nefnir hann, að bændur á 20 hndr. jörð hafi aðeins 2 vinnumenn og smala, en bændur á 10 hndr. jörð hafi engan vinnumann. Á sarna tíma er rætt um, að bátar í verstöðvunum sunnanlands standi uppi vegna mannleysis, t. d. 180 bátar í Gullbringu- sýslu. Um flóttann úr sveitunum segir Olafur Steph- ensen í Gömlum félagsritUm: „Þessir álíta iðjuleysi fyrir lukku, og erfiði fyrir straff, og meina sig fá himin höndum tekið, kom- ist þeir frá hinni mæðusömu landvinnu til hægð- ar þeirrar, er við sjó megi hafa heilum vikum og mánuðum saman, þá annað tveggja fisklaust er, eða ógæftir falla, svo sjóinn þurfti ei að sækja, ekki aðgætandi hversu þeir fá sitt eða sinna líf framdregið eða hvað iðjuleysi ætíð á eftir fylgi, sem er örbirgð, hungur, klæðleysi." Björn prestur Halldórsson í Laufási skrifar Jóni Árnasyni bókaverði á þessa leið 29. jan. 1855: „Orðugur finnst mér búskapurinn verða; mikið stafar það af vinnufólkseklu og ræktarleysi og hirðuleysi hjúa, sem hér er orðið yfirgnæfandi. Kaupgjald flýgur líka upp með hverju ári, og ég sé ekki að maður geti haldið við bú eftir nokkur ár, ef slíku fer fram og drottinn tekur ekki í taum- ana með duglegu hallæri, bæði til að lækka of- dramb hjúa og allan ofvöxt eyðsluseminnar. Það er oft nærri komið að mér að biðja í kirkjubæn- inni: Gef oss mátulegt hallæri og næga drepsótt til að gera landhreinsun og benda hverjum til hvað hann er.“ Þessi pistill guðsntannsins þarfnast ekki skýr- inga. — Áður en lengra er haldið, er rétt að minnast ör- 194 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.