Vinnan - 01.09.1945, Page 22
öðlast hann nrðu þeir að greiða 6 rd. í útsvar.
Með öðrum orðum: eignin hafði kosningarrétt.
Árið 1855 voru 140 tómthúsmenn í Reykja-
vík. 6 þeirra greiða 6 rd. í útsvar, 134 eru rétt-
lausir á vettvangi landsmálanna.
Árið 1847 var kosningaréttur bundinn við 10
hundraða fasteign. Þá höfðu jafnvel sumir em-
embættismennirnir ekki kosningarétt, ef þeir áttu
ekki hina áskildu eign.
Um þessar mundir höfðu Vestmannaeyingar
engan fulltrúa á þingi, vegna þess, að aðeins 2—3
menn í héraðinu áttu 10 hndr. fasteign. —
Það var ekki fyrr en 1915 að verkafólk hlaut
kosningarétt samkvæmt lögum. —
Þá skal vikið að kaupgjaldsmálum, vinnutíma
o. fl., en fara verður fljótt yfir sögu.
Á 19. öld er talið, að kaupgjald fari mjög vax-
andi að peningaverði, en minna verði úr liækk-
uninni þegar miðað sé við kaupmagn og umreikn-
að sé í landaura. Fæði er og talið fara batnandi og
viðurgjörningur allur.
í byrjun aldarinnar var kaup mjög lágt, ef það
var nokkuð. Þá voru harðindi mikil og siglinga-
teppa. í sveitum þeim, er mest svarf að á Norður-
landi, komust fáir í vist nema sem matvinnungar.
Þar sem kaup var greitt í Eyjafjarðarsýslu árin
1807—1812, var talið að karlar fengju 100 álnir,
en konur 60. Alinin var þá reiknuð á 4l/c> rd., svo
karlar höfðu í árskaup 5 rd. 60 sk., en konur hálfu
minna. En óvíða höfðu hjúin kaup og sumsstaðar
hvorki kaup né föt, jafnvel hvorki sokka né vett-
linga.
Árferði fór batnandi um 1816 og fór þá lieldur
að rakna úr, a. m. k. hjá karlmönnum, ,,en víða
var farið mjög illa með vinnukonur og það langt
fram eftir öld; þær fengu sumstaðar ekkert kaup
og lítið sem ekkert til fata“.
Magnús Stepliensen átelur þetta harðlega 1820:
„Ótal dæmi sýna oss, að margar korna þær nú
naktar og berar úr margra ára vinnuvistum, hvar
fleiri ára kaup ei hrekkur þeim til slitfata svo
vinnufærar séu og þoli út að fara, svo hefi ég
margar í vist fengið löngum.“
Verða þær svo á efri árum lúnar, örvasa og
heilsulausar að felast hreppanna volaða og misk-
unnarlitla framfæri.“
Almennt vinnumannskaup á Suðurlandi var 10
— 12 specíur árið 1830, eða 40 álnir á landsvísu.
Árið 1842 var talið sanngjarnt kaup handa meðal-
manni 5 vættir eða 100 álnir (án fata). En um
1850 höfðu duglegir vinnumenn á Vesturlandi 6
vættir, en vinnukonur helmingi minna.
Sex árum síðar segir séra Arnljótur Ólafsson,
að varla fáist vinnumenn fyrir manna en 15 specí-
ur, en þeir vilji hafa 20—25. Þá jafngiltu 15 specí-
ur 160 álnum á landsvísu, en kaupmátturinn
gagnvart erlendri vöru mun minni, svo ekki er
um mikla kauphækkun að ræða. Þá mun kaup
þetta ekki hafa verið greitt nema þar sem vinnu-
fólksskortur var og geta aðrir ekki um svo hátt
kaup á þessum tínra.
Árið 1864 telur Tryggvi Gunnarsson árskaup
vinnumanns norðanlands 26 rd. og árskaup
vinnukonu 14 rd„ en það var- eftir meðalverði
landaura það ár ekki nema 100 álnir fyrir karl-
menn og nærri 54 álnir fyrir kvenfólk.
Helzt þetta kaupgjald næstum óbreytt um land
allt víðasthvar, langt fram eftir öldinni.
Eins og fyrr er að vikið, réðu bændur kaup-
gjaldinu að mestu. Höfðu stórbændur um sig
hirð vinnufólks og söfnuðu miklu fé á þeirra
tíma mælistiku, en kotungar stunduðu einyrkju-
búskap í sárri fátækt.
Um 1870 var hæsta vinnumannskaup á Suður-
landi 48 krónur og auk þess fjögur föt og kindar-
fóður (Sig. Sigurðsson). Sumir vinnumenn sunn-
anlands höfðu hálfan hlut sinn um vetrarvertíð-
ina í árskaup. Þóttu það hin mestu kostakjör, ef
skiprúm voru góð, og miklu betra en 48 kr. I
hlut vinnuveitandans féll svo hálfur vertíðarhlut-
urinn og vinna verkamannsins allt árið utan ver-
tíðar. Vinnukonukaup var 16 krónur á ári að
meðaltali, eða frá 12—20 kr. auk 3—4 föt og kind-
arfóður eitt.
Var bændum að sjálfsögðu nauðugur einn kost-
ur að láta vinnufólki í té þessi föt, annars hefði
það mátt ganga nakið til vinnu, því ekki hefði árs-
kaupið hrokkið fyrir nauðsynlegasta fatnaði. Svo
kvörtuðu sveitarstjórnir sáran yfir því, að fénað-
ur vinnufólks væri ekki tíundaður til skatts!
I daglaunavinnu að vorinu var kaupið 1 kr. og
fæði. Kvenfólk réðst sem matvinnungar á vorin
fram að slætti.
Kaup norðanlands mun hafa verið svipað víð-
asthvar. Hermann Jónasson telur vinnumanns-
kaup alm. kr. 100 á ári, en vinnukonukaup 30 kr.
Þó telja sumir þetta fullhátt áætlað. En þess ber
að gæta, að af þessu kaupi fengu vinnumenn eng-
in föt, en allt til handa og fóta. Um þetta leyti
var kaup lægra sunnanlands. í Árnessýslu var
1882 vinnumannskaup 80 kr. og frí föt. 10—12 ár-
um síðar var sama kaup greitt í Skaftafellssýslum
(föt að auki) og vinnukonukaup 20 kr.
Fram yfir miðja öldina var konum óvíða greitt
kaup, nema þá helzt slett í þær klútum eða öðru
fánýtu dóti úr kaupstað. Vinnumannskaup var þá
196
VINNAN