Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Page 24

Vinnan - 01.09.1945, Page 24
kaupstöðum norðanlands fengu um 1870 aðeins 64 sk. á dag, mun lægra en kaup kaupamanna í sveitum. „Var það mikill hjárænuskapur verkamanna, að gera sig ánægða með slíkt,“ segir Þorv. Thor- oddsen. í Reykjavík og öðrum kaupstöðum var svo liátt- að um 1890, að verkamenn, er hjá kaupmönnun- um unnu, höfðu engan reglulegan vinnutíma. Urðu þeir stundum að vinna frá því í býti á morgnana til 9—10 á kvöldin. Engan matar- eða kaffitíma höfðu þeir, en urðu að stelast til að rífa í sig matinn standandi undir pakkhúsveggjum eða á bryggjunni. Daglaunin voru frá 2 kr. 50 aur- ar fyrir karla, en 1,50 fyrir konur, og unnu þær þó oft sömu verk og karlar (báru á börum móti jæim o. s. frv.). Daglaun þesi voru hin sömu hjá vinnu- veitendum, hversu langur sem vinnudagurinn var. — Á þessari tíð var hin illræmda ,,milliskrift“ í al- gleymingi. Þ. e. vinnulaun aldrei greidd í pening- um, heldur greitt einvörðungu í vörum, er reikn- aðar voru hærra en peningaverðið var. Ef einhver dirfðist að mögla, sem var víst fátítt, var bent á „statusinn" í bókunum, sem í fæstum tilfellum var góður, sem geta má nærri. Þó var meðferðin á kvenfólkinu einna hrak- smánarlegust. Þær voru næstum einu flutninga- tækin í kaupstöðunum fyrir aldamótin. Útlendingar undruðust mjög, er þeir sáu kven- fólkið rogast með kol- og saltpoka á bakinu og við vatnsburð og annað álíka þægilegt. Fyrir þessa þrælavinnu fékk svo kvenfólkið helmingi lægra kaup en karlar. „Þjóðólfur“ kemst svo að orði um þessi mál: „Hið sanna er, að verstu ævi í þessum höfuðstað vorum eiga gamlir, þægir útigangshestar og þar næst gamalt, heilsulaust kvenfólk, sem félaust og munaðarlaust er að reyna að liafa ofan af fvrir sér.“ (Þjóðólfur 32. árg. 1880). Lengra verður þessi þáttur úr sögu verkalýðs á íslandi ekki rakinn. Um sögu verkalýðshreyfing- ar á þessum tíma er ekki að ræða; hún var ekki vöknuð til lífsins. Nú hófst ný öld, hin tuttugasta, með byltingu í atvinnuháttum við sjó, hækkandi kaupgjaldi, vegna þeirra samtaka verkamanna, er þá hófust, og mjög auknum réttindum. Hefðu samtök verkalýðs til sjós og lands ekki komið til sögu, rnundu lífskjör hins vinnandi manns ekki hafa tekið miklum breytingum frá því sem var á „gömlu öldinni“, hinum „góðu, /----------------------------------------------N SKRÝTLUR V;_____________________________________________/ Ekki róðalaus Prestur nokkur var eitt sinn að predika blaðalaust. Allt í einu fór hann út af laginu, það kom fát á hann, og hann fann ekki rœðuþráðinn á ný. En til þess að bjarga sér ár klípunni sagði hann: — Það er eins og mér finnist talsverð sviðalykt hérna inni. Það skyldi þó ekki vera kviknað í einhversstaðar hér nálægt. Allir kirkjugestir þustu át. Vildi öllum vel, en sjálfum sér bezt Kolbeinn og Sveinn voru að tala saman um daginn og veginn. Meðal annars rœddu þeir um veikindi, og segir þá Kolbeinn: — Þegar ég er veikur, fer ég óðar til lœknis, því lœkn- arnir þurfa að lifa eins og aðrir. Frá lœkninum fer ég beint í lyfjabúðina og kaupi meðul, því lyfsalarnir þurfa að lifa ekki síður en aðrir. Og þegar ég kem heim, helli ég meðulunum samstundis niður. Sveinn, undrandi: — Hvers vegna gerirðu þetta, maður? Kolbeinn: — Ja, sjáðu til, mig langar nefnilega til að lifa líka. Gat ekki gert að því Frá Elínborg er að lesa í blaði og segir upp úr lestr- inum við Agást bónda sinn: — Hugsaðu þér nú annað eins, Ágúst minn! í hvert skipti, sem þú dregur andann, deyr einhver einhvers staðar í heiminum. Agást: — Ja, ekki get ég gert að því. Það verður að hafa það. Eg get ekki hœtt að anda af þeim sökum, því þá dey ég sjálfur. Gaman eða alvara? Dísa litla var oft báin að kalla á mömmu sína um nóttina, en hán svaraði ekki. Loks missir Dísa þolin- mœðina og hrópar: — Segðu mér ná í alvöru mamma! Ertu sofandi, eða ertu bara að leika símastálku? gömlu dögum“, sem ýmsir „góðir borgarar“ harma, af skiljanlegum ástæðum. Það er hollt, einkum hinni ungu kynslóð, sem lítt þekkir baráttu frumherjanna, að rifja upp sögu liðna tímans og læra af dýrri reynslu geng- inna kynslóða, að efla samtök hins vinnandi fólks á íslandi. 198 V I N N A 1N

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.