Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Qupperneq 28

Vinnan - 01.09.1945, Qupperneq 28
ári, sé um þaU að ræða. Uppsagnarfrestur vinnuveitanda og vinnuþiggjanda er gagnkvæmur, 3 mánuðir. Ymis merkileg ný- mæli eru í samningnum, sem ekki verða rakin hér nánar. Alþýðusambandið annaðist samningana fyrir hönd Verzlun- armannafél. Vestmannaeyinga en Vinnuveitendafélag Islands fyrir hönd Félags kaupsýslumanna í Eyjum. Félagsdómur um samúSarverkfall Verkalýðsfélögin í Eyjum hófu öll samúðarverkföll til stuðn- ings verzlunarfólkinu í kaupdeilu þess og kaupmanna. Náðu verkföllin til allra þeirra atvinnurekenda, er verzlunarfólkið átti í deilu við. Einn stærsti atvinnurekandinn, Einar Sigurðsson, eigandi Vöruhúss Vestmannaeyja og Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja, höfðaði mál fyrir Félagsdómi gegn Vélstjórafélagi Vestmannaeyja og krafðist þess að verkfall vélstjóranna við Hraðfrystistöðina yrði dæmt ólöglegt. Félagsdómur felldi úr- skurð sinn þann 18. júlí og dæmdi verkfallið lögmætt. Félagsdómur í Erlingsmálinu Þann 4. júlí s.l. felldi Félagsdómur úrskurð í svonefndu Er- lingsmáli. En mál þetta er þannig til komið, að Erlingur Frið- jónsson á Akureyri hefur lengi verið að reyna að fá forgangs- réttarákvæði félagsbundinna manna dæmt ógilt í kjarasamningi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Var málinu vísað frá í héraði og frávísunin síðan staðfest í hæstarétti. Fór málið síð- an fyrir Félagsdóm en hann sýknaði Verkamannafélag Akur- eyrarkaupstaðar algjörlega af kröfu Erlings. Nýr kjarasamningur í Súgandafirði Þann 1. júlí s.l. voru undirritaðir samningar á Suðureyri í Súgandafirði milli verkalýðsfélagsins „Súgandi“ og atvinnurek- enda þar. Samkvæmt samningunum hækkaði grunnkaup karla í almennri dagvinnu úr kr. 1.90 í kr. 2.10 á klst. Grunnkaup kvenna hækkaði úr kr. 1.40 í kr. 1.50 á klst. Grunnkaup drengja 14—16 ára hækkaði úr kr. 1.40 í kr. 1.50 á klst. Grunnkaup í almennri skipavinnu hækkaði úr kr. 2.30 í kr. 2.50 á klst. og í kola-, salt- og sementsvinnu úr kr. 2.60 í kr. 2.75 á klst. svo og við útskipun hraðfrysts fiskjar. Á allt þetta kaup kemur svo 50% álag í eftirvinnu og 100% álag í nætur- og helgidagavinnu. — Mánaðarkaup kvenna er kr. 310.00, en karla kr. 400.00. Al- menn ákvæði samninganna eru í samræmi við Vestfjarðakjör. Endurskoðun sambandslaganna Á sambandsþinginu s.l. haust var samþykkt að kjósa 4 menn í nefnd, til að endurskoða lög sambandsins milli þinga, en miðstjórn falið að skipa fimmta manninn, er vera skyldi for- maður nefndarinnar. Þingið kaus í nefndina þau Stefán Og- mundsson, Sigurjón Á. Olafsson, Sigurð Guðnason og Jóhönnu Egilsdóttur. Á fundi miðstjórnar 24. maí s.l. var Þorsteinn Pét- ursson skipaður formaður nefndarinnar. Mun nefndin nú taka bráðlega til starfa. Samningur milli Alþýðusambands íslands og Búnaðarfélags íslands Mánudagskvöldið 13. ág. s.l. komst á samkomulag milli nefnda Alþýðusambandsins og Búnaðarfélagsins um grundvöll að víð- tæku samstarfi verkamanna og hænda. Er þessa nánar getið á öðrum stað í blaðinu. Taxti bifreiðastjóra á Hvammstanga Verkamannafélagið „Hvöt“ á Hvammstanga hefur sett taxta fyrir vörubifreiðir: Kr. 22,00 á klst. í dagv., kr. 25.00 í eftirv. og kr. 27.00 í nætur- og helgidagav. Miðast þetta gjald við bifreiðir með vélsturtum. Fyrir minni bifreiðir greiðist tveimur krónum lægra á klst. Nýtt sambandsfélag Verzlunarmannafélag Siglufjarðar hefur gengið í Alþýðusam- bandið. Félagar eru 42. Formaður félagsins er Garðar Guð- mundsson. Nýtt sambandsfélag Verkamannafélagið „Ægir“ í Þverárhreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu var tekið í Alþýðusambandið á fundi miðstjórnar þann 12. júlí s.l. Félagar eru 30. Stjórn félagsins skipa: Ágúst Jónsson, form., Karl Björnsson og Pétur Aðalsteinsson, með- stjórnendur. Nýr samningur við A. B. F. á Skagaströnd Almenna byggingafélagið h.f., sem hefur tekið að sér marg- víslegar framkvæmdir á Skagaströnd, undirritaði kjarasamning við Verkalýðsfélag Skagastrandar þann 25. júlí s.l. Samkvæmt samningnum er dagvinnukaup kr. 2.20, eftirvinnukaup kr. 2.80 og nætur- og helgidagavinnukaup kr. 3.35. Er þetta sama kaup og uni var samið áður við hafnarvinnu á staðnum, en kaupið gildir í allri vinnu, sem A. B. F. lætur framkvæma. — Alþýðu- sambandið annaðist samninga fyrir verkalýðsfélagið. Samningur um vörzlu Olfusárbrúar Þann 31. júlí s.l. var undirritaður samningur um kjör brúar- varðanna við Ölfusárbrú. Samningurinn er milli verkamanna- félagsins „Þór“ í Sandvíkurhreppi og vegamálastjóra. Brúar- verðir skulu framvegis vera sex og hafa þrískiptar vaktir í sólarhring. Grunnlaun eru kr. 550.00 á mán. Áður voru brúar- verðirnir aðeins fjórir og unnu 12 tíma í sólarhring og höfðu í laun kr. 420.00 á mán. — Alþýðusambandið annaðist samn- ingana fyrir verkamannafélagið. Báran á Hofsósi semur Þann 1. júlí s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur á Hofsósi milli verkakvennafélagsins „Báran“ og atvinriurekenda. Samkvæmt samningnum hækkar dagvinnukaup úr kr. 1.40 í kr. 160 á klst. Dagvinnukaup telpna á aldrinum 14—16 ára er kr. 1.23 og hélzt það óbreytt. Að öðru leyti er samningurinn óbreyttur frá því sem áður var og gildir hann til 1. júlí 1946. Verkalýðsráðstefna í Stokkhólmi Um miðjan júlí var háð ráðstefna verkalýðssambandanna á Norðurlöndum í Stokkhólmi. Alþýðusamband íslands átti tvo fulltrúa á þessari ráðstefnu, þá Hermann Guðmundsson, forseta sambandsins og Eggert Þorbjarnarson, formann fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Á ráðstefnunni voru rædd ýmis sameiginleg áhugamál verkalýðshreyfingarinnar á Norður- löndum og afstaða hennar til stofnunar alþjóðasambands verka- lýðsfélaga, sem stofna á í París í sept. n.k. Samningur við síldarverksmiðjur ríkisins í Húsavík Þann 12. júlí s.l. var undirritaður samningur milli Verka- mannafélags Húsavíkur og Síldarverksmiðja ríkisins. Grunn- kaup verkamanna í almennri dagvinnu er kr. 2.25 á klst. I skipavinnu er kaupið kr. 2.60 á klst. og í boxa- og katlavinnu kr. 3.00 á klst. og sama í salti og kolum. Eftirvinna greiðist með 50% álagi og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnu- kaup. — Mánaðarkaup fastráðinna verkamanna er kr. 468.00 og þróarmanna, pressumanna, kyndara og kolalempara kr. 514.80. Eftirvinnukaup hinna síðasttöldu skal vera 10% hærra en annarra verkamanna. — Samningurinn gildir til 1. júní 1946 og er uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara. 202 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.