Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 7
hann hefði ekki séð kvenna-
bát róið framhjá, og stóri mað-
urinn sagði, að hann hefði séð
kvennabát róið framhjá daginn
áður. Veiðimaðurinn spurði,
hvort hann gæti ekki fengið
ræðara, og aftur fékk hann
munaðarlausan dreng til þess að
róa með sér. Stóri maðurinn
bauð honum að neyta matar
með sér, en veiðimaðurinn hafði
svo hraðan á, að hann gaf sér
aðeins tíma til að borða einn
munnbita. Síðan hélt hann ferð-
inni áfram.
Þeir réru lengi með ströndum
fram, unz þeir komu að stórum
tjaldstað, þar sem hafið lá
spegilslétt fyrir framan. Sjór-
inn var lygn inni á litla vogin-
um fyrir framan tjaldstaðinn,
en utar gáraði örlítið. Hann
vissi nú, að konan hans var á
þessum tjaldstað, og hann vissi
að gárarnir þýddu það, að hún
sat í sorgum. Þeir lögðu að
landi, og þegar þeir spurðu
fólkið, sem kom til þess að tak*,
á móti þeim, fengu þeir það
svar, að maðurinn, sem bjó í
stærsta tjaldinu, hefði rænt
konunni og hefði hana þar hjá
sér. Þegar veiðimaðurinn frétti
þetta, reisti hann tjald sitt við
hliðina á stóra tjaldinu og varð
þannig nábúi konu sinnar, án
þess að hann gæti nokkru sinni
heimsótt hana, því að margir
menn héldu vörð um tjaldið og
gættu þess, að enginn kæmist
inn, því að maðurinn, sem hafði
rænt konunni, var höfðingi
þeirra og þeir voru hræddir við
hann. Lengi bjó veiðimaðurinn
þannig, en þegar hann sá, að
hann fékk engu áorkað, fór
hann að hugsa til heimferðar.
Hann setti bát sinn á flot, bar
$ $ $
farangur sinn á hann, og þegar
hann skipaði ræðurum sínum í
bátinn, sagði hann:
„Haldið bátnum landföstum."
Síðan gekk hann heim að tjald-
inu, sem kona hans var í, og
sagði við varðmennina, að hann
óskaði aðeins eftir því, að mega
þrýsta hönd konu sinnar. En
mennirnir álitu, að þeir mættu
ekki leyfa honum það. Þeir fóru
að deila um þetta og að lokum
fékk hann leyfi til að þrýsta
hönd konu sinnar. Þannig komst
hann inn í tjaldið, og um leið
og hann rétti konu sinni aðra
höndina, tók hann föstu taki
um tjaldsúluna með hinni. Um
Ieið og hann snerti hönd konu
sinnar, sögðu varðmennirnir:
,,Nú hefirðu þrýst hönd konu
þinnar; þú hefur snert hönd
hennar.“
En hann náði í hönd konu
sinnar og kippti henni að sér.
Síðan greip hann hana í fang
sér og snaraðist svo snöggt út
úr tjaldinu, að allir varðmenn-
irnir féllu um koll. Síðan hljóp
hann niður að bátnum með
konu sína. Um leið og hann
lyfti henni út í bátinn, þaut ör
framhjá honum, án þess að
hæfa. Maðurinn, sem örina sendi,
þóttist svo viss, að hann hafði
ekki haft nema þessa einu ör
með sér. Þegar maðurinn sneri
aftur, til þess að sækja aðra,
lagði veiðimaðurinn ör á streng
og skaut manninn. Þannig drap
veiðimaðurinn manninn, sem
hafði rænt konu hans. Því næst
gekk hann upp að tjaldinu og
drap hund hans. Síðan bar hann
lík mannsins og hundsins, með
örvunum í, út í bátinn, lét frá
landi og reri af stað.
Þegar hann hafði róið spöl-
5
HEIMILISPOSTURINN