Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 26

Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 26
RALPH STRAUS: Herbergi á fjórðu hœð. JOHN CHESTER hefði aldrei átt að skipta sér af stjórnmálum. Það er skoðun mín, að hann hefði heldur átt að skrifa skáldsögur og verða frægur rithöfundur, byggja sér marmarahöll og gifta sig. 1 stað þess var hann kosinn á þing 'fyrir tuttugu og fimm árum eins og allir vita og hefur setið á þingi síðan, ávallt hand- genginn ríkisstjórninni, þótt hann hafi aldrei tekið sæti í henni. Ef til vill hafa forsætisráðherrarn- ir litið svo á, að Chester væri svo önnum kafinn við að segja sögur í miðdegisverðarboðum að hann hefði ekki tíma til að sinna öðru, en ég er þó nærri þvi viss um, að hann hefur sjálfur hafnað ráðherrastöðu. Hann er einmitt þannig maður — hann hef- ur svo mikinn áhuga á öðrum að hann gleymir að hugsa um sjálfan sig. Hann er hermannlegur ásýndum. Hvíta ýfirvaraskeggið minnir á yfir- hershöfðingja og föt hans eru eins og hermannaföt í sniðinu. Mér finnst hann ekki hafa breyzt neitt í tuttugu ár. Hann þekkir alla og fer um allt. Enginn maður í Norðurálfu er eins vinmargur og hann. Og hann er einn af þeim mönnum, sem fólk trúir fyr- ir ýmsu, og það er sennilega ástæðan til þess, að hann kann slík fim af sögum. Ég borðaði með honum fyrir einni eða tveim vikum í þinghúsinu. Heimsfrægur maður, fyrrverandi ráð- herra, sat einn við næsta borð. Chester hafði verið óvenju þögull, og ég var að velta því fyrir mér, hvað amaði að honum. En þegar hinn frægi stjórnmálamaður stóð upp og íór„ hló Chester sínum sérkennilega hlátri, sem ávallt boðaði, að hann ætlaði að fara að segja sögu. „Merkilegasti maður Englands,“ sagði hanri og leit á borðið, sem nú var autt. „Svo hef ég heyrt.“ „Hann er eini maðurinn, sem gat ráðið Farringhamgátuna. Réði hana strax. Stórmerkilegur maður. Já. Og þó . . .“ Hann þagnaði og leit á mig eins og ég hefði andmælt honum. „Stundum," hélt hann áfram og sneri upp á yfirskeggið, „er ég að velta því fyrir mér, hvort hann hafi vitað meira um málið en hann lét uppi. Hann gœti hafa heyrt um það vegna stöðu sinnar.“ „Vegna þess að hann var forsætis- ráðherra ?“ „Alveg rétt.“ „Þú gerir mig forvitinn,“ sagði ég. John Chester tæmdi glas sitt. '„Hefur þú þá aldrei heyrt um Farr- ingham málið? Jæja, það er varla von. Það er svo margt af þessu tagi, sem verður að þagga niður. Og svo eru líka liðin þrjátíu ár síðan atburð- urinn skeði. Ég kveikti mér i vindli og bjóst til að hlýða á frásögn Chesters. * „Já,“ sagði hann, „frú Farringham var fögur ekkja, sem hafði mikið yndi af að ferðast til framandi landa. Hún var rík og ferðaðist heimsálf- anna á milli eins oft og við skrepp- um bæjarleið. Hún hafði aldrei þjón- 24 HEIMILISPÓSTURINN ???

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.