Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 23
klipping, sem ég hafði nokkurn-
tíma fengið, miklu verri en
þær sem ég fékk ókeypis í rak-
araskólanum handan við veð-
hlaupabrautina, en hann sagði
mér söguna af vesalings Miska,
frænda sínum, og enginn af
rakarasveinunum handan við
veðhlaupabrautina hefði getað
sagt slíka sögu. Þó að þeir
hefðu lagt allir saman, hefðu
þeir ekki getað það. Það kæmi
mér ekki á óvart, þó að allir
rakaranemar í heiminum gætu
ekki sagt sögu sem væri hálf-
drættingur á við söguna af vesa-
lings Misak, frænda hans, og
sirkustigrisdýrinu. Ég fór út úr
rakarastofunni herfilega illa
klipptur, en mér var sama um
það. Hann var hvort sem er
ekki rakari. Hann lézt aðeins
vera rakari. Hann lézt aðeins
vera rakari, til þess að friða
konuna sína. Hann gerði það
einungis til þess að heimurinn
væri ánægður. Það eina sem
hann langaði til, var að lesa og
tala við heiðarlegt fólk. Hann
átti fimm börn, þrjá drengi og
tvær stúlkur, en þau voru af
sama sauðahúsi og konan, og
hann gat ekki talað við þau.
Þau langaði ekki til að fræðast
um annað en hve mikið hann
græddi.
Vesalings Misak, frændi
minn, sagði hann við mig,
fæddist fyrir löngu síðan í
Moush og hann var mesti
prakkari, enda þótt hann væri
ekki þjófóttur. Honum var upp-
$ S $
HEIMILISPÖSTURINN
21