Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 28

Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 28
þóknun. Mæðgurnar voru orðnar ein- ar. Þú fylgist ennþá með?“ „Ágætlega,“ svaraði ég. John Chester horfði upp í loftið. „Jæja þá. Hérna höfum við tvær fyrirmyndarkonur, sem koma til óað- finnanlegs gistihúss í París að kvöldi dags og fá þar gistingu í tveim her- bergjum, þar sem annað er uppi yfir hinni. Gott. Ungfrú Parringham var stundar- korn hjá móður sinni og hjálpaði henni að taka eitthvað smávegis upp úr töskunum. Að því loknu stakk hún upp á því að þær færu að hátta, því að hún var þreytt. „Strax?“ sagði móðirin. „Klukkan er ekki enn orðin níu.“ „Jæja,“ sagði stúlkan. „Ég ætla að halla mér út af í hálftíma uppi i herberginu mínu og svo kem ég nið- ur til þess að hjálpa þér að hátta Þig-“ Og hún fór upp í herbergið sitt á fimmtu hæð. Hún var afar dösuð. Maður verður dasaður á því að ferðast viðstöðulaust 1 tvo daga með járnbraut. Hún lagði sig fyrir í öllum fötunum og var sam- stundis sofnuð. Enn þagnaði sögumaður minn, í þetta sinn til þess að hella í glas sitt. „Ósköp algeng saga, er það ekki?“ sagði hann og deplaði til mín augunum. Ég hafði vit á að láta spurningunni ósvarað. „Já,“ hélt hann áfram, „stúlkan lá í rúminu sínu og svaf. Þegar hún vaknaði, vantaði klukkuna tíu mínút- ur í tólf. Hún fór niður á fjörðu hæð og barði að dyrum á herbergi móð- ur sinnar. Enginn anzaði. Hún fór inn. Það var myrkur í herberginu. Hún kveikti á rafljósinu. Rúmið var autt. Það leit meira að segja út fyr- ir, að enginn byggi í herberginu. Það beið eftir að gestur flytti í það. Auðvitað hlaut henni að hafa skjátlast. Hún fór fram á ganginn. Herbergi móður hennar hlaut að vera við hliðina. En öðru megin við auða herbergið var baðherbergi, og fyrir utan dyr hins stóðu karlmannsskór. Samt var hún þess nærri fullviss, að hún myndi herbergisnúmerið rétt. Hún hringdi á þjónustustúlkuna. „Ég er hrædd um að mér hafi skjátlazt,“ sagði hún. „Ég hélt að þetta væri herbergi móður minnar, en — þetta er fjórða hæð, er það ekki ?“ Stúlkan horfði einkennilega á hana. „Jú, ungfrú, þetta er fjórða hæð, en hvað á ungfrúin við? Það kom engin kona með ungfrúnni til gistihússins. Ungfrúin kom ein síns liðs.“ * John Chester horfði á mig yfir borðið á sama hátt og ég ímyndaði mér að þjónustustúlkan hafi starað á ungfrú Farringham. Það leið næst- um mínúta áður en hann tók aftur til máls. Ég hafði ekki hugmynd um hvað kæmi næst, en mér fannst ein- hvernveginn að ég sæti ekki lengur í borðsal þinghússins. Ég hallaði mér yfir borðið. „Gerðu það fyrir mig að halda áfram!“ „Ungfrúin kom ein síns liðs,“ end- urtók hann. „Já, það sagði þjónustu- stúlkan, og ungfrú Parringham starði á hana. „Yður skjátlast hrapallega," sagði hún. „Það voruð einmitt þér, sem báruð pokann hennar móður minnar upp — sfcóran, grænan poka. Við komum saman, um klukkan hálf átta.“ Þjónustustúlkan virtist ekki botna neitt í neinu. „Á ég að hringja á dyra- vörðinn ?“ spurði hún. Ungfrú Farringham kinkaði kolli. Henni var farið að líða illa. Dyravörðurinn kom upp, og stúlkan þekkti hann, Hún endurtók spurning- una. Maðurinn gapti af undrun. Hann 26 HEIMILISPÓSTURINN 9 2$

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.