Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 21

Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 21
dagspóstinum á veggjunum. Það var einkennilegt og undursam- legt að vera einhversstaðar í heiminum. Vera á lífi, geta hreyfst gegnum tíma og rúm, morgunn, miðdegi og nótt: að anda og borða og hlæja og tala og sofa og vaxa. Að sjá og heyra og þreifa á. Að ganga um jörðina undir sólinni. Að vera á staðnum. I heiminum. Ég var feginn að heimurinn skyldi vera til, svo að ég gæti líka verið til. Ég var aleinn, og þess vegna var ég hryggur út af öllu, en ég var líka glaður. Það er hvort sem er það sama. Ég var svo glaður út af öllu að ég var hryggur. Ég var svo glaður og hryggur út af öllu, að mig langaði til að láta mig dreyma um það: um staðina, sem ég hafði aldrei augum lit- ið. Töfraborgir heimsins: New York, London, París, Vín, Kon- stantinopel, Róm, Kairo. Stræt- in, húsin, lifandi fólkið. Dyrn- ar og gluggana allsstaðar. Og járnbrautarlestirnar á nóttunni, og skipin á hafinu á nóttunni. Myrkt, þungbúið hafið. Og björt augnablik allra liðnu áranna, borgirnar, sem lágu grafnar undir tímanum, staðina, sem voru máðir og orðnir að engu: hina forðum lifandi og eilíflega dánu og eilíft lifandi, af því að lífið á jörðinni er eilíft. — Ó, Jesús, grjð 1919 dreymdi mig draum einn dag: mig dreymdi að hinir lifandi lifðu eilíflega. Mig dreymdi endalok hringrás- arinnar og hrörnun og dauða. Mig dreymdi hið eilífa augna- blik sólarinnar á himninum og hlýjunnar í heiminum. Þá flaug spörfuglinn ofan úr trénu og settist á höfuð mitt og reyndi að gera sér hreiður í hárinu, og ég vaknaði. Ég opn- aði augun, en hreyfði mig ekki. Ég hafði enga hugmynd um að spörfuglinn var í hárinu fyrr en hann fór að syngja. Aldrei á ævi minni hafði ég heyrt fuglasöng svona greinilega, og það sem ég heyrði var mjög óvænt og nýtt, en jafnframt mjög eðlilegt og gamalt. Fugl- inn söng bara, en það sem mér heyrðist hann syngja var, gráttu, gráttu, gráttu, ó, gráttu, það er ekkert annað að gera en gráta. Og samt flutti fuglinn þessi sorglegu skilaboð með mesta gáska. Það hafði verið þögn og kyrrð í heiminum og allt í einu heyrði ég söng og tal spörfuglsins. Andartak, meðan ég var í svefnrofunum, virtist þetta allt harla eðlilegt: fugl- inn í hári mínu, sem talaði til mín, og hin kynlega mótsögn milli efnis skilaboðanna og flutnings þeirra. Á annan bóg- inn sorg, á hinn bóginn gleði. Þá varð mér ljóst, að það var eitthvað bogið við þetta. Það var ekki eðlilegt, að smáfugl væri að róta í hári manns. Ég spratt því upp og flýtti mér niður í bæinn, og spörfugl- inn, sem varð skelkaður, flaug eitthvað út í buskann. Heimurinn hafði rétt fyrir sér. Ungfrú Gamma hafði rétt fyrir sér. Krikor bróðir minn hafði rétt fyrir sér. Það sem mér bar að gera, var að láta klippa mig, svo að spörfuglar reyndu ekki að gera sér hreið- ur í hári mínu. I Mariposastræti var arme- niskur rakari að nafni Aram, sem var eiginlega bóndi, eða ef til vill járnsmiður eða ef til $ $ ? HEIMILISPÖSTURINN 19

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.