Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 20

Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 20
WILLIAM SAROYAN: Frœndi rakarans. UNGFRÚ Gamma sagði að ég þyrfti að láta klippa mig, móðir mín sagði, að ég þyrfti að láta klippa mig, Krikor bróðir minn sagði, að ég þyrfti að láta klippa mig: allir vildu að ég léti klippa mig. Höfuð mitt var of stórt í augum heimsins, sjö og sjö áttundu, ef til vill átta og sjö áttundu. Of mikið svart hár, sagði heimurinn. Allir sögðu: Hvenær ætlar þú að fá þér klippingu? I bænum okkar bjó burgeis að nafni Huntington, sem var van- ur að kaupa kvöldblaðið af mér á hverjum degi. Hann var tvö hundruð og fjörutíu pund að þyngd, átti tvo Cadillac-bíla, sex hundruð ekrur af vínviði og yfir milljón dollara í bankanum, og auk þess var hann með lítið, bersköllótt höfuð efst á sér, þar sem allir gátu séð það. Hann var vanur að sýna utanbæjarmönn- um höfuðið á mér. Þarna getið þið séð Kaliforníu, var hann vanur að segja. Þarna sézt hvað loftslagið er heilnæmt. Þarna er nú hár á höfði, var hann van- ur að öskra. Ungfrú Gamma var gröm út af því hve höfuðið á mér var stórt. Ég nefni engin nöfn, sagði hún einn dag, en ef viss piltur í þessum bekk fer ekki til rak- ara á næstunni og lætur klippa sig, verður hann sendur í betr- unarskóla. Hún nefndi engin nöfn. Hún leit bara til mín. Hvað á þetta að þýða? sagði Krikor bróðir minn. Mundu eftir Samson, sagði ég. Mundu eftir hvað Samson varð reiður, þegar þeir sviptu hann hárinu. Það er annað mál, sagði Krikor bróðir minn. Þú ert eng- inn Samson. Ekki það? sagði ég. Hvemig veiztu, að ég er það ekki ? Hversvegna heldurðu, að ég sé það ekki? Mér þótti gaman að því að heimurinn var gramur út í mig, en dag nokkurn reyndi spörfugl að gera sér hreiður í hárinu á mér, og þá flýtti ég mér til rak- ara. Ég lá sofandi í grasinu und- ir valhnotutré í garðinum okk- ar, þegar spörfugl flögraði of- an úr trénu og fór að grafa sig inn í hárið á mér. Þetta var á hlýjum vetrardegi og heimur- inn var í svefni. Það ríkti þögn um gervallan heiminn. Enginn þaut framhjá í bifreið, og það eina sem maður heyrði, var hlý og svöl, fagnandi og þunglynd- isleg kyrrð veruleikans. Heims- ins. Ó, guð, það vár sælt að vera lifandi einhversstaðar. Það var dásamlegt að eiga lítið hús í heiminum: stórar svalir, þar sem hægt var að sitja langa sumardaga. Herbergi með borð- um og stólum og rúmum. Slag- harpa. Ofn. Myndir úr Laugar- 18 HEIMILISPÖSTURINN 9 9 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.