Heimilispósturinn - 15.12.1950, Blaðsíða 31
í þessu Iá,“ sagði hann og brosti.
„Það er ofur einfalt mál. Eins og ég
sagði þér frá áðan, er það staðreynd,
að tvær konur koma að kvöldi dags
til gistihúss í París. Það er ekkert
efamál: Þær komu háðar, og frú
Farringham fékk herbergi á fjórðu
hæð, sama herbergið og dóttirin sá
að var autt um miðnættið. Nú ætla
ég að taka það strax fram, að það
var ekkert einkennilegt við þetta
herbergi; það var aðeins venjulegt
hvefnherbergi í stóru gistihúsi. Hitt
var kynlegt, að frú Farringham hafði
verið í herberginu klukkan hálf átta,
en um miðnætti var hún hvorki þar
né í nokkru öðru herbergi gistihúss-
ins. Af því leiðir, að á þessu tíma-
bili hefur hún annaðhvort farið sjálf
út eða það hefur verið farið með
hana út úr gistihúsinu."
„En gistihússtjórinn og dyravörð-
urinn . . .“
,,Ég heyri að þú vilt ekki láta mig
segja þér söguna eins og ég vil segja
hana,“ sagði John Chester brosandi.
„Ég ætlaði að fara að sýna þér,
hvernig þú gazt ráðið gátuna. Það
gerir ekkert til. Ég skal skýra mál-
ið fyrir þér strax. Nokkrum mínút-
um eftir að dóttirin fór upp í her-
bergi sitt, hringdi bjallan í herbergi
frú Farringham. Þegar þjónustu-
stúlkan kom, lá frúin hreyfingarlaus
á gólfinu. Stúlkan 'nringdi á dyravörð-
inn og dyravörðurinn sótti gistihús-
stjórann. Gistihússtjórinn lét sækja
lækni. Sem betur fór var læknir í
gistihúsinu. Læknirinn kom og rann-
sakaði sjúklinginn. Frú Farringham
var dáin.“
„Dáin!“ endurtók ég.
,,Dáin,“ sagði John Chester. „Nú
er það alltaf óskemmtilegt þegar ein-
hver deyr í stóru gistihúsi, en þetta
tilfelli va rsvo óhugnanlegt, að í stað
þess að hringja í lögregluna hringdi
læknirinn í eina af stjórnarskrifstof-
unum, og var svo heppinn að ná tali
af háttsettum embættismanni.
Þér kann að þykja það furðulegt,
sem síðan gerðist, og það hljóta að
hafa legið til þess alveg sérstakar
ástæður. Áður en klukkustund var
liðin, var hópur manna, kominn til
gistihússins. Sumir virtust vera eft-
irlitsmenn, aðrir verkamenn. Ef þú
hefðir getað horft á þá, þá hefðir þú
komist að þeirri niðurstöðu, að verið
væri að flytja mikið af húsgögnum.
Og það var líka verið að því. Meðal
annars var legubekkur borinn niður,
settur á flutningavagn og ekið burt
í flýti. Ef þú hefðir verið staddur á
fjórðu hæð, hefðir þú séð að ný hús-
gögn voru flutt inn í herbergi frú
Farringham, og þú hefðir furðað þig
á einkennilegri lykt þar í ganginum.
Og ef þú hefðir rekist á gistihús-
stjórann, mundi hann hafa frætt þig
á því, að klaufskur þjónn hefði fellt
niður lyfjakassa, sem átti að fara á
heimssýninguna.
Og ef þú hefðir litið inn í skrifstofu
gistihússtjórans, hefðir þú séð þrjá
eða f jóra menn i alvarlegum samræð-
um við þjónustustúlkuna og dyra-
vörðinn, og síðar við ökumanninn,
sem af hendingu hafði verið staddur
með vagn sinn fyrir utan gistihús-
ið. Dyravörðurinn, þjónustustúlkan
og ekillinn fengu greiddar miklar
fjárupphæðir og var sagt að bíða
frekari fyrirskipana. Þeim hafði líka
verið veitt góð tilsögn í leiklist."
,,Ég botna alltaf minna og minna
í þessu.“
„Og,“ sagði John Chester, „var
það aðeins eitt orð, sem hvíslað hafði
verið í símann, sem kom öllum þess-
um ósköpum af stað!“
Enn þagði hann stundarkorn. „Frú
Farringham hafði verið á ferðalagi
i Austurlöndum. Kemur þér ekkert í
hug í sambandi við það?“
„Þú átt við —“ sagði ég; en hann
29
HEIMILISPÓSTURINN
? $ $