Vinnan


Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 12
AF ALÞJÓÐAVETTVANGI v---------------------- > C. T. A. L. eftir Vicente Lombardo Poledano Fyrir níu árum síðan, í september 1938, var Yerka- lýðssamband Suður-Ameríku (C. T. A. L.) stofnað á ráðstefnu Suður-Ameríkuríkjanna, sem haldin var í Mexíkó City, fyrir forgöngu Verkalýðssambands Mexíkó (C. T. U.). Stofnun C. T. A. L. var uppfylling og ár- angur einingarvilja og bræðralagshugsjónar Suður- Ameríku verkalýðsins. Ráðstefnan var heimssögulegur viðburður ekki einungis vegna þess að árangur hennar varð stofnun C. T. A. L., heldur líka vegna þess að þá mættust í fyrsta sinn fulltrúar verkalýðsins í Suður- og Norður-Ameríku og frá nokkrum löndum Evrópu. Stofnun C. T. A. L. var þýðingarmikill áfangi á leiðinni til einingar verkalýðsins í einu alheimssam- bandi. Verkalýðurinn hvarvetna um heim fann hina knýjandi þörf fyrir skipulegt samstarf í baráttunni gegn ágengni fasismans, sem þá var í almætti sínu. Vöntun á einingu og samstarfi lýðræðisaflanna gerði hina glæpsamlegu árás fasismans á spanska lýðveldið mögulega. Með vaxandi ágengni fasismans fyrir augum héldu lýðræðisríkin áfram á braut undanlátsseminnar allt til hins fræga Miinchen-sáttmála. Hrópin um ein- ingu fundu hljómgrunn hjá verkalýðnum, sem sá í ein- ingunni einu leiðina til að stöðva framgang fasismans. Við sem tókum þátt í ráðstefnu Suður-Ameríku verka- lýðsins vorum stoltir af því að frá henni kom fyrsta kallið um einingu verkalýðsins í skipulögðum heims- samtökum, og starfsáætlun Suður-Ameríku verkalýðsins var samræmd sem einn þáttur í allsherjar viðnámi verkalýðsins gegn fasismanum. Allt frá stofnun C. T. A. L. hafa afturhaldsöflin og formælendur undanlátsseminnar við fasismann verið ákveðnir andstæðingar þess, barizt gegn því með rógi og undirferli. Frá byrjun hafa menn eins og William Green og aðrir foringjar A. F. L., sem hafnaði þátt- töku í ráðstefnunni, verið í hópi andstæðinganna. Á stríðsárunum var C. T. A. L. fært um að sameina lýðræðisöfl Suður-Ameríku í stríðinu gegn fasismanum. Það fletti ofan af starfsemi fimmtuherdeildarinnar hvar sem hún skaut upp kollinum og gerði erindreka falang- ista og fasista óvirka. Það einbeitti kröftum sínum að því að vinna stríðið og lét ekki útsendara Francos rugla sig, er töluðu fyrir munn Hitlers um að einbeita verkalýðssamtökunum að launabaráttunni, en láta styrjaldarreksturinn sér óvið- komandi. Við héldum baráttunni áfram sannfærðir um að höfuðáherzluna yrði að leggja á að vinna stríðið, því að ef fasisminn hrósaði sigri, mundu allir ávinn- ingar verkalýðsins jafnt í Suður-Ameríku sem annars staðar verða af honum teknir og lífskjörum hans og réttindum kippt til baka um margar kynslóðir. Við fögnuðum Atlantshafssáttmálanum af heilum hug, og þegar sigurinn yfir fasismanum var unninn, tókum við til að undirbúa þær réttarbætur, er hann átti að færa okkur. Starfsskrá C. T. A. L. fyrir uppbygginguna var sam- þykkt á 3. þinginu, er haldið var í Calí í Colombíu. Höfuðatriði hennar eru: endurreisn og nýsköpun iðn- aðarins í löndum Suður-Ameríku og sköpun pólitísks lýðræðis. Baráttan fyrir bættum lífskjörum almennings í borgum og sveitum og krafan um þjóðnýtingu auð- lindanna til að draga þær úr höndum erlendra auð- hringa. I baráttunni fyrir þessum höfuðkröfum var reynt að koma á bandalagi allra framsækinna afla. Innlent afturhald og erlendir auðhringar sameinuð- ust í árásum sínum gegn þessum fyrirætlunum og nutu þar aðstoðar forystumanna A. F. L. er hrópuðu að fyrir- ætlanir C. T. A. L. væru „kommúnistískar“ og verka- lýðssamtökin ættu ekki að blanda sér í „pólitík“, heldur halda sig einungis að launabaráttunni. Jafnhliða þessu gerði svo A. F. L. ítrekaðar tilraunir til að kljúfa C. T. A. L. og mynda samband undir sinni forystu eða með öðrum orðum undir forystu bandarísku auðhring- anna. Slíka skipan telja forystumenn A. F. L. rökrétta. þar sem Suður-Ameríka hljóti hernaðarlega og fjár- hagslega að standa í skjóli Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það að einstaka svikarar hafa léð þessu fylgi og tekið þátt í klofningsstarfi A. F. L., hafa sam- bandsfélögin staðið af sér allar árásir og verndað ein- ingu sambandsins í baráttunni fyrir bættum kjörum gegn árásum hringavaldsins. Sums staðar eiga samtökin að mæta ofsóknum og kúgun eins og í Brasilíu. Á Cúbu stendur hörð barátta við afturhalds- og sundrungaröflin undir forystu flugu- mann'a frá A. F. L. studdra af ríkisstjórninni, er vill sundra hinum ágætu samtökum verkalýðsins. I Ecuador og Paraguay sæta samtökin ofsóknum af hendi ein- ræðisstjórna. í Honduras og Nicaragua veita lepp- stjórnir erlendra auðhringa verkalýðssamtökunum þungar búsifjar. Þrátt fyrir þessar ofsóknir er fáni C. T. A. L. við hún, því að hann er jafnframt fáni þjóðlegs sjálfstæðis og framfara. Samtökin halda fast við áætlun sína og 2 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.