Vinnan


Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 21

Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 21
vöruverðiö. Samkv. áætlun stjórnarinnar á þessi skattur að gefa 19 milljónir í ríkissjóð og má telja víst, að með þessum hætti verði teknar á ári a. m. k. milli 20 og 30 milljónir króna af almenningi, í hækkuðu vöruverði. Þá eru með lögunum framlengdar þær gífurlegu tolla- hækkanir, sem ríkisstjórnin fékk samþykktar á síðasta þingi, og annars áttu að falla úr gildi um áramótin. Með hækkandi verðlagi á erlendri vöru verður þessi tolla- byrði stöðugt þyngri og eykur því meir verðbólguna. Sem sagt: Akvæði laganna miða að því að auka verð- bólguna. Hinsvegar skera þau niður launin. En vaxandi verðbólga og lækkuð laun þýðir auðvitað aukna dýrtíð, þ. e. meiri erfiðleika fyrir almenning að kaupa daglegar þarfir sínar. Það breytir engu um þennan ;,tendens“ dýrtíðarlag- anna, þó ríkisstjórnin hafi, með sérstökum ráðstöfun- um, sem styðjast við önnur lög, látið auglýsa nú um ára- mótin ofurlitla lækkun á nokkrum vörutegundum. Þrátt fyrir allt það auglýsingagum, nemur lækkun framfærslu- vísitölunnar aðeins 2%% á móti ö1/4% launalækkun- inni. En það, sem mestu skiptir í því efni er, að þetta er aðeins herbragð af hálfu ríkisstjórnarinnar: Með auknum niðurgreiðslum úr ríkissj óði lækkar hún verð á nokkrum vörutegundum, um leið og dýrtíðarlög- in taka gildi, í von um að henni takist þannig að telja launþegunum trú um, að dýrtíðarlögin leiði til allsherj- ar verðlækkunar, og að launþegarnir, í þeirri trú, sætti sig við niðurskurð vísitölunnar. Geri launþegarnir það, mun ríkisstj órnin áreiðanlega ganga á lagið og draga aftur úr niðurgreiðslunum og jafnvel fella þær alveg niður, þegar hún þyrði að ganga svo langt. Akvæði til að tryggja áframhaldandi rekstur sjávar- útvegsins eru engin í lögunum, önnur en fiskábyrgðin, sem sett er fyrir frumkvæði Sósíalistaflokksins. Hins- vegar er óvíst að hún ein dugi, ef haldið er áfram sama sníkjulífinu á útveginum og verið hefur. Formúlan um að „stemma stigu fyrir atvinnuleysi og auka framleiðslu til gjaldeyrisöflunar" er aðeins mál- skrúð, sem ekki styðst við nein ákvæði laganna — enda er þessi ríkisstjórn og stofnanir hennar þekktust 'fyrir áhuga sinn á því að stöðva allar lífrænar framkvæmdir í landinu. Hinn raunverulegi tilgangur laganna. Hinn raunverulegi tilgangur lag- anna er ekki sá að vinna gegn verð- hólgu og dýrtíð o. s. frv., heldur hinn: Að ráðast á lífskjör alþýðunnar. Ahuginn fyrir þessu skein mjög í gegnum ræður ráð- herranna við útvarpsumræðurnar frá efri deild Alþingis. Fulltrúar allra stjórnarflokkanna: Stefán Jóhann, Bjarni Ben. og Eysteinn voru innilega sammála um það, að al- þýðan byggi við allt of góð kjör. „Allar vinnustéttir hafa haft prýðilega góð kjör,“ sagði Stefán Jóhann. Og hann bætti við: „Hjá kauplækk- un varð ekki komist.“ „Menn fá rneira fyrir vinnu sína, en hún gefur af sér,“ sagði viðskiptageníið Eysteinn — og er þá sjálf- sagt enn að brjóta heilann um það, hvaðan hinni ný- ríku millj ónerastétt Reykjavíkur sé kominn auður sinn! „Yerkamenn hafa fengið miklar kauphækkanir,“ sagði Bjarni Ben. — og var helzt á honum að heyra, að slíkt hefðu verið náðargjafir örlátra valdhafa, sem nú væri sanngjarnt að leituðu „sparisjóðs“ síns hjá verkalýðn- um. Sem sagt: Þessir samherjar telja að almenningur lifi of góðu lífi. Lífskjör hins vinnandi fólks verði að rýra. — Og til þess voru dýrtíðarlögin sett. En þessir herrar voru líka sammála um annað: Að í þessu efni gangi lögin miklu skemmra en þeir hefðu óskað. Stefán Jóhann skýrði frá því, að innan stj órnarliðsins hefðu verið uppi kröfur um að fara með vísitöluna langt niður fyrir 300 stig, en hefði verið horfið frá því vegna „óvissu um hvort fram myndi ganga“ — þ. e. vegna hræðslu við verkalýðssamtökin. Eysteinn orðaði þessa sömu hugsun þannig, að ekki hefði orðið „hægt að fara svo langt niður með vísitöl- una, að endarnir kæmu saman fyrir bátaútveginn.“ Bjarni kvaðst hafa viljað ganga svo langt um niður- færslu vísitölunnar, að fiskábyrgðar þyrfti ekki með — „en svo langt var ekki hægt að komast í einum áfanga,“ sagði hann. Það er ástæða til, að verklýðssamtökin veiti þessum ummælum athygli og festi sér þau í minni. Valdhafarnir eru af ráðnum huga og með útreiknuð- um bardagaaðferðum, að ráðast á lífskjör hins vinn- andi fólks. Þeim þykir of skammt farið í fyrsta áfang- anum — en treystu sér ekki til að stíga skrefið stærra. Nú veltur á öllu fyrir þeirn að fá verkalýðinn til að sætta sig við þennan fyrsta áfanga. í því skyni er beitt allskonar auglýsingakúnstum og bókfærslubrellum, til þess að telja fólki trú um, að innihald og framkvæmd dýrtíðarlaganna verði því létt í skauti. Takist þannig að sætta fólkið við „fyrsta áfangann“ verður áreiðanlega fljótt lagt á þann næsta. Verkafólkið og samtök þess mega þess vegna ekki láta villa sér sýn — heldur meta aðfarir valdhafanna eins og þær raunverulega eru — sem árás á lífskjör al- þýðunnar — og svara þeim samkvæmt því. r " VERK AMENN! Sendið Vinnunni greinar um áhugamál __________________________________________ VINNAN 11

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.