Vinnan


Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 14
HALLDÓR PÉTURSSON: Andinn og efnið Mennirnir hafa búið sér tii þessi tvö voldugu hugtök, þótt enginn viti ger um skil þeirra. Meiningin er heldur ekki aS fara aS ræSa þetta á grundvelli vísindanna, heldur láta hina venjulegu túlkun ráSa. Oldum saman hafa máttarstólpar þjóSfélagsins mark- visst túlkaS þessi hugtök á mismunandi hátt, fyrir hin- um ýmsu stéttum þjóSfélagsins. Hinar ráðandi stéttir hafa frá upphafi vega, fylkt sér um efniS, sem varS uhdirstaSan undir valdi þeirra og yfirráSum. I orði hafa þessar stéttir oft talið andann æðri, svona til að „punta“ upp á efnið og ríkidæmiS. Þessir andans menn hafa þó sjaldan komið fram hjá yfirstéttum, heldur hafa þær uppgötvað þá meðal al- þýðustéttanna og látið þá svo vinna í sinni þjónustu og helzt sínum anda. Á þennan hátt hafa þær freistað að blása lifandi anda í sitt nakta takmark. Þessi aðferð var og er sniðug og kemur oft að góðu liði, en þó verða þessar lánsfjaðrir oft tvíeggjaðar, vegna þess hve erfitt er að marka andanum bás. Listin og lífið seitlaði frá þessum mönnum út til endimarka þjóðfélagsins, án þess að til þess væri ætlazt, og gaf frelsisþránni grunn meðal almennings. Enda rak smám saman, að því, að skoðanir þessara andans manna kæmu í bága við plön fjárplógs- og valdamann- anna. Þá voru þeir andlega hengdir, stengdir, brenndir og krossfestir, eða á annan hátt murkað úr þeim lífið. Nú á síöustu tímum hefur andinn verið gefinn frjáls, sem kallað er á engilsaxnesku og hver má gleypa hann sem vill, bara ef þeir ná til hans. EfniÖ er aftur með sérstökum þjóðfélagsháttum sett undir ráð valdastéttanna. Almenningur hefur að þeirra dómi ekkert með slíkt glingur að gera. Þetta Gálgagil, sem valdastéttirnar hafa alltaf viljað mynda og breikka, milli anda og efnis, hefur haldið mannkyninu á heljarþröm. Því virðist ekki mótmælt með rökum, að þjóð með andlega þroskaða einstaklinga og efnalega sjálfstæða, sé það mark, sem beri að keppa að, ef djöfladansinn á ekki að haldast um aldir alda. Þessu verður því aðeins náð, að efni og andi séu látin vinna jöfnum höndum að þessu takmarki og allir njóti þar sama réttar. Þetta vita auðvitað yfirráðastéttirnar, því að enginn frýr þeim vits, en valdadjöfullinn ræður stefnunni. Til þess að einstaklingurinn geti öðlazt menntun. víðsýni og siðfágun þarf hann á þeim verðmætum að halda, sem efnið veitir. Lágmarkskröfur eru trygging fyrir atvinnu og réttum hlut arðsins, sem vinnan gefur. Með því að neita einstaklingnum um þetta, er hægt að útiloka hann frá andlegum og efnalegum verðmæt- um og aðilrnn, sem gerir það, þykist þar hvergi nærri koma, jafnvel grætur krókodílatárum yfir því að slíkt og þvílíkt skuli eiga sér stað. — Til sárabóta er þeim snauða talin trú um að það sé andlegt að vera fátækur og þeirra sé Himnaríki, auðurinn leiði aftur til Helvítis. Til þess að þetta ylli ekki neinum áhyggjum voru gefin út aflátsbréf líkt og hjá ríkisstjórninni, munurinn var bara sá, að páfanum gekk betur við söluna en Stefáni Jóhanni. AlþýSan á bara að vinna möglunarlaust, nógu lengi. fyrir nógu lágu kaupi og ef ekki er vinna, þá bara leita að vinnu með sama jafnaðargeðinu, neita sér um allt þar til hún hreppir hinar 3 lögskipuðu álnir af jörð, hin einu jarðarréttindi hennar. I Himnaríki getur þessi lýður hvílt sig, því að þar er ekkert að gera, nema þá tína blóm á Eilíföarenginu, ekkert matarstaut og engir fátækrafulltrúar til að nauðga fólkinu eftir óteljandi leiðum. Þar anda menn að sér fæðunni og fá fannhvíta vængi í stað bílanna, sem menn þráðu hér. Nei, þar er ekki þörf að kvarta. Eftir óteljandi leiðum er fólkinu haldiö í kreppu fátæktar og menningarleysis, því að væri um raunveru- lega menningu að ræða, léti fólkiö ekki bjóða sér slíkt. Aftur á móti er látið líta svo út á pappírnum að allir hafi sömu aðstöðu og sama rétt. Fyrir síðustu heimsstyrjöld, þegar við atvinnuleys- ingjarnir skiptumst á Stð standa niðri í biösal Alþýðu- hússins og á göngum Natans & Olsens, þá máttum við gera allt mögulegt. Við máttum lifa við allsnægtir, ganga í fínum fötum, fara í leikhús, stunda nám við óæöri sem æðri skóla, byggja okkur hús, gefa út blöð, verða konunglegir embættismenn og ráðherratign þar ekki undanskilin. Okkur vantaði ekkert, bara til næsta máls. Þetta er það, sem þeir kjólklæddu og sjálffæddu kalla vestrænt lýðræði. Þá sjaldan að fólkinu áskotnast einhver hluti 4 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.