Vinnan


Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 13
HERMANN GUÐMUNDSSON : ÁRAM ÓT Það ár sem nú er liðið hefur fyrir margra hluta sakir verið hið viðburðaríkasta fyrir verkalýð þessa lands. Fyrir utan venjuleg fundarhöld og margvíslega fé- lagsstarfsemi, sem á hverju ári setur sinn svip á hags- munabaráttuna, þá urðu ýmsir atburðir, og þá ekki sízt sú árás er gerð var á lífskjör almennings með tollahækk- unarlögunum á s.l. vori, þess valdandi að ýms verkalýðs- félög, ogð þar á meðal stærsta verkalýðsfélag landsins, Dagsbrún, sögðu upp sarnningum við atvinnurekendur og gerðu kröfu til kauphækkunar. Til stórfeldra átaka kom milli atvinnurekenda og rík- isstjórnarinnar annars vegar og verkalýðssamtakanna hinsvegar, og stóðu þau yfir í alllangan tíma en lyktaði með sigri verkalýðssamtakanna. Að tiltölulega skömmum tíma liðnum frá því að þess- um átökum lauk sögðu atvinnurekendur upp samning- urn sínum við nokkur stærstu verkalýðsfélögin, og var þá allt útlit á að til nýrra átaka rnundi draga, en atvinnu- rekendur sáu sitt óvænna áður en út í hart var komið og framlengdu óbreytta áður uppsagða samninga. Aukaþing Alþýðusambandsins var haldið á s.l. hausti og var það 20. þing A.S.Í. Til þessa þings var boðað vegna þess, að óttast var alvarlega að yfirvofandi væru nýjar árásir á kaup og kjör launþega svo og til þess að heildarsamtökin gerðu sínar ráðstafanir af tilefni þeirra klofningstilrauna innan verkalýðssamtakanna, sem áberandi höfðu verið í launadeilunum á s.l. sumri og haldið var markvisst áfram, og síðast en ekki sízt til að ræða um lausn á dýrtíðarmálunum. Þetta þing varð hið jákvæðasta. Gerði það merkar samþykktir í dýrtíðarmálunum, vísaði öllum klofnings- tilraunum á bug og hét á alla launþega að bindast öfl- ugum samtökum til að hindra allar tilraunir til kaup- lækkana. I lok ársins skeði sá atburður, sem óséð er um, hverj- ar afleiðingar hafi. Samþykkt voru á Alþingi lög, sem lækka og binda vísitölu þá er kaupgjald er greitt eftir, og hafa launþegarnir nú þegar fengið að kenna áþreif- anlega á lagasetningu þessari, þar sem kaup er nú greitt jneð vísitölu 300 en hefði ella verið 328. í frumvarp- inu er ákvæði um að lagður skuli 31/2% söluskattur á alla verzlun og fleira, og leggst hann á söluverðið. Þá eru ýmis önnur atriði í frumvarpinu, sem eru miður hagstæð verkalýðnum, en rúm leyfir ekki að þau séu rakin hér. Lög þessi þýða stórfellda kauplækkun og árás á samn- ingafrelsi, og eitt hið alvarlegasta við þau er það, að samkvæmt þeim er kaupgjald tekið úr tengslum við verðlag. Fari svo, sem líklegt er, að verðlag hækki en laun standi í stað, þannig að þau nægi ekki til framfærslu, þá mun skapast óánægja, sem fær framrás í samningsupp- sögnurn verkalýðsfélaga, og þar með átök í þjóðfélag- inu, sem verkalýðurinn hefur ekki óskað eftir, en aðrir kallað fram. Það er því við óvenjulegar aðstæður sem hið nýja ár gengur í garð. Ófriðlega lítur út, hvernig sem úr rætist, og sjáanlegt er eins og svo oft áður, að lífs- nauðsyn ber lil að samtök verkalýðsins séu treyst. eru staðráðin í að framkvæma hana þrátt fyrir alla örðugleika. Hin átján sambönd er mynda C. T. A. L. eru ásamt G. I. 0. og einstökum félögum í Kanada höfuðstyrkur lýðræðishugsjónarinnar í Ameríku. Með þann styrk að baki átti C. T. A. L. sinn stóra þátt í stofnun Alþjóða- sambands verkalýðsfélaga (W. F. T. U.), sem eru fyrstu allsherjarsamtök heimsverkalýðsins. Með þennan styrk að baki hefur C. T. A. L. barizt fyrir og mun halda áfram að berjast fyrir alþjóðlegri einingu verkalýðs- samtakanna, en gegn sundrungartilraunum A. F. L. í krafti þessa styrks mun C. T. A. L. halda áfram baráttu sinni fyrir heimsfriðnum, en gegn erindrekum stríðs- æsingamannanna. Minnugir baráttu þessara níu ára fyrir lýðræði gegn fasisma, fyrir friði gegn árásaröflunum, fyrir frelsi og framförum fólksins gegn þjóðlegu afturhaldi og alþjóð- legu hringavaldi, fyrir réttindum verkalýðssarntakanna gegn harðstjórum, er reyna að kúga þjóðir Suður- Ameríku undir ok erlendra auðhringa, skora ég á ykkur félagar í Suður-Ameríku að vernda einingu samtaka Frh. á bls. 13. VI N N A N 3

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.