Vinnan


Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 16
neinir frumskógahættir lengur. Hin stórfellda tækni- þróun síðustu aldar krefst heilskyggni og rýni einstakl- inganna, annars lenda öll yfirráð í hendur harðsvír- uðustu og óprúttnustu einstaklinga þjóðfélagsins, sem vart hafa yfirsýni dýrsins. Þetta er stærsta harmsaga síðustu tíma og orsök þess að heimurinn er eitt stórt sláturhús. En því lagast þetta ekki? hrópar áhorfandinn, við sem alltaf erum að kjósa og kjósa okkar beztu menn. Svona tala þeir yfirleitt, sem vilja losna við að hugsa. i kosningum ræður sá mestu, sem flesta hefur pen- ingana. Þeir skruma af hinum fyrirfram sviknu loforðum og fólkið gleypir. Þessi - áróður er rekinn undir alls konar góðvildar- og sakleysissvip, allt frá þeim, sem eiga að reka erindi Krists og niður í loddarann. Eg las fyrir skemmstu 2 greinar í íslenzku tímariti, sem fjölluðu meðal annars um öfugstreymi í þjóðlífinu og þá einkum í hinurn andlegu málum. Þarna var ýmis- legt sem maður segir óvitlaust, en varazt að minnast á orsakir eða úrbætur. Ritstjórinn komst þó loks að þeirri niðurstöðu, að mannkynið þyrfti að komast í nýja „sveifluhæð“. Kreppan er eins og vindurinn, ný sveifluhæð, er lausnarorðið, sem garðarollur peningavaldsins jarma á. Þær ganga í kumblinu og borga fyrir sig með því að blekkja almenning. Þær varast að koma inn á hinar raunverulegu orsakir, en í þess stað segja þær okkur sögur austan og utan úr heimi af mönnum, sem hafi svo mikil ráð á andanum, að þeir geti hina ótrúlegustu hluti, láti grafa sig lifandi í jörðu án þess að saka, gangi á vatni o. s. frv. Ég vil alls ekki rengja þessa hluti, því ég er þeirrar trúar, að manninum sé ekkert ómáttugt, sem hann raun- verulega ætlar sér að gera. Einhverntíma las ég sögu eftir ferðalang, sem sá ein- setumann austur í Tíbet ganga á vatni yfir á. Ferða- manninum þótti þetta mjög merkilegt. Rétt þar hjá fékk hann sig ferjaðan yfir ána fyrir 2 aura, en þá fékk hann eftirþanka af því, að einsetumaðurinn hafði sagt honum að öll æfi sín hefði farið í að þjálfa sig upp í þessa íþrótt. Nei, okkur vantar ekki fyrst og fremst svona vil- mundarhopp, enda eru allar svona sögur sagðar í tómu blekkingarskyni til að að draga huga fólksins frá dag- skrármálunum. Ólæs maður þarf fyrst að læra að lesa áður en hann fer að hugsa fyrir bókasafni. Samskonar „taktik“ var notuð, þegar verið var að nauðga íslenzku þjóðinni í flugvallarmálinu, þá hreyktu borgarablöðin sínu stærsta letri til þess að segja frá því að Rússar væru að fremja nauðganir á hernámssvæði sínu í Þýzkalandi. Það er nú einu sinni svo, að það er enginn annars bróðir í leik, þess vegna er það eitt af kjörorðum sós- íalismans, að alþýðan verði að frelsa sig sjálf. Einstakl- ingseðlið og hagsbótahvötin eru sterk og eiga að vera það. Einhver mun nú kannske segja að hér sé verið að túlka kapitalisma, en svo er þó ekki. Annars skal það tekið fram, að sósíalistum hefur aldrei dottið í hug að henda kostum kapitalismans fyrir borð, heldur bara ókostum hans. Hjá kapítalismanum eru áðurnefndar hvatir blindar. Þær eru eins og holskeflan sem brotnar og steypist yfir, án þess að hugsa um afleiðingar. Allt, sem hægt er að framkalla með valdi og verð- mætum, er leyfilegt, aðeins smáglæpir krefjast endur- gjalds. Þetta stefnir nú til þess að líf okkar og hnöttur hangir á þræði. Hvað eru eiginhagsmunir? Þetta er spurning, sem hver einstaklingur ætti aldrei að láta sér úr hug ganga. Eiginhagsmunahvötin krefst nú annarra sjónarmiða en í óbyggðu landi með frumstæða menningu. Er ég vissulega að sjá hag mínum borgið, þó ég fengi tækifæri til að brjóta undir mig líf og eignir ein- hverra manna? Það stendur einhvers staðar og kannski með réttu, að sá sem annan kúgar, geti aldrei orðið frjáls. Oftast er örstutt þar til endurgjaldið kemur og kannski með rentum, sem ekki fæst risið undir. Hvar stend ég þá og mínir afkomendur? Sagan mun gefa svarið. Sósíalisminn kennir, að allir menn eigi sameiginlegra hagsmuni, enda þarf ekki nema skímu af skynsemi til að sjá hve hagsmunir einstaklinga og þjóða eru saman tvinnaðir. Allt bendir til að maðurinn geti ekki þrifist lengur á jörðunni, ef hann hundsar þennan sannleika. Það er búið að reyna að höggva á hnútinn, hann þarf að leysast. Sósíalisminn leggur einnig áherzlu á það, að allir verði að vinna hver eftir sinni getu og framleiðslan sé rekin með hagsmuni alþjóðar fyrir augum, en ekki spá- kaupmennsku. Nú hrópar kapítalisminn í eyrað á mér, að með þessu móti verði allir þrælar ríkisins og allir steypist í sama mótið undir andlegu og líkamlegu ófrelsi. Æðsta þrá mannsins er að, geta sér orðstír, er haldi nafni hans á lofti, þótt hann sjálfur hverfi. í kapítalisku þjóðfélagi þarf hann til þessa vald og auð. Þó er það fyrst og fremst valdið, sem hann þráir. en í okkar þjóðskipulagi er vart hægt að greina vald og auð sundur. Kapítalisminn setur samkeppnina á odd- inn, en hverskonar samkeppni? Sú samkeppni Kirðir ekkert um að hverju eða um hvað er kept, tekur aldrei tillit til þess hvernig keppi- nautarnir standa að vígi, hafi annar eða einhver keppi- nauturinn auð og vald til að sigra, eru allar leiðir jafn löglegar. 6 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.