Vinnan


Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 27

Vinnan - 01.02.1948, Blaðsíða 27
eftirspurð og með þeini fremstu. Nú . . . skollinn sjálf- ur. kvenmaður getur þó ekki sífellt haldið áfram að vera jafn grannvaxinn. Neytið þess á meðan það helzt og gleymið því síðan. Það sagði Lísa. En hún gat þó aldrei að fullu gleymt grannvöxnum líkama sínum frá duggarabandsárunum, því að myndir af honum héngu ennþá í ýmsum listasöfnum í New York, og hún fór þangað stundum þegar allar aðrar afþreyingar brugðust. „Verð að ná mér í nál og enda,“ tautaði Aspirín Lísa, „og gera eitthvað við þetta nærhald áður en allur skollans flóðgarðurinn brestur. Sniðugur snáði, þessi strákur. Hann hlýtur að hafa notað fótinn.“ 6 Þegar Arthur litli var búinn að bylta sér fram úr rúmfatahrúgunni og risinn á fætur, þá var einn af sniðugustu vasaþjófum New York borgar enn einu sinni kominn á lappir. En hann þurfti ekki að leita að nærbuxunum sínum eins og herra Pétur Duane Van Dyck. Hann var ætíð í þeim. Arthur litli hafði sofið í nærbuxunum sínum þessa nótt eins og allar aðrar. Mönnum, sem stunda sömu átvinnu og Arthur litli, finnst hyggilegast að sofa þannig. Jafnvel vasaþjófum finnst ógeðfellt að verða máske snögglega að leggja á flótta klæddir í ekki neitt. Afbrotamenn eru vissulega gerðir af sómakærara efni en þeir, sem leita sér öryggis innan takmarka laganna. Miklu frekar hefði Arthur litli kosið handtöku og langa fangavist en að þurfa að flýja með beran bakhlutann undan hlæjandi hópi af vörðum laganna. En þrátt fyrir það, þó að Arthur litli svæfi æfinlega í nærbuxunum, var ekki hægt að segja að hann hefði aldrei neinar áhyggjur af þeim. Er hann rölti um her- bergið sitt þennan morgun, þá var hann að hugsa með hryggum huga um það, hve þær væru orðnar lasburða. Þær voru ljótar, svo að ekki væri of mikið sagt. Arthur litli fann til þess, að þær hæfðu honum ekki. Þessi flík, sem hann var í, hafði aldrei verið gerð til þess að hæfa neinum manni. Þó voru þær hlægilegar, er maður hafði náð sér eftir áhrifin af því að sjá þær á manninum. Þrátt fyrir þetta voru þessar nærbuxur eiganda sínum ómetanlegar. Það er bókstaflega satt. Samt er það sann- ast sagt, að þetta voru alls ekki nærbuxur. Þær voru alklæðnaður, sem minnti dálítið á vinnubuxur og huldu öll sannindi viðkomandi Arthur litla allt frá mjó- um hálsinum niður á spóaleggina. Gestur frá Mars myndi hafa átt bágt með að trúa því, að líkaminn innan í þessu væri mannlegur. Samt var það af Arthur litla, sem var sýnilegt, ekki allt saman fráhrindandi. Augu hans voru blá, blíðleg og fjörleg. Arthur litli fór oft með þessi augu á kvik- myndasýningar og þar grétu þau yfir hryggilegum hlutum myndanna og glömpuðu af ánægju er dyggðin sigraði og hlaut sín laun. Hugsanir Arthurs litla snerust nú um nærbuxur. Hann var óánægður með sínar eigin. Hann taldi sig eiga skilið að fá nýjar. „Ekki svo auðvelt að hnupla þeim af lærunum á viðskiptamönnum sínum,“ hugsaði hann gremjufullur. „Skrítið nokkuð. Auðveldara að stela af mönnum buddunni en buxunum.“ Venjulegir hrifsarar voru heppnir. Þeir gátu stolið öllum þeim nærbuxum, sem þeir þurftu á að halda — jafnvel fleiri nærbuxum en nokkur maður gat haft not fyrir. Allt annað með vasaþjófa. Vasaþjófi var alger- lega fyrirmunað að útvega sér nærbuxur á heiðarlegan hátt — með atvinnu sinni. Ojæja, enginn getur heldur búizt við að fá alla hluti. Hann var ánægður með hlut- skipti sitt. Bezt fyrir hvern að halda sér að þeirri iðn, sem hann er hneigðastur fyrir, en vera ekki að þjóta úr einu í annað. Aldrei skylduð þér haga yður þannig. Hrollur fór um Arthur litla, er honum varð hugsað um slík reköld. Hann hét á sjálfan sig að gefa sér nýjar nærbuxur, ef honum gengi vel í dag. Með áheit þetta á bak við eyrað þreif þessi púkalegi peðlingur blaðið frá í gærkvöldi upp af gólfinu og renndi augunum í snatri yfir fréttirnar. Sigurður Kristjánsson íslenzkaði. Gísli forstjóri var í góðu skapi, þegar hann kom frá hádegisverðinum, svo hann kallaði starjsfólkið inn á einkaskrifstofu sína, til að segja því brandara, sem hann hafði heyrt. Allt starfsjólkið hló hástöfum, nema Jórunti bókhaldari, sem stóð grafalvarleg, og horfði rneð með- aumkvun á forstjórann. „Hvað gengur að yður?“ þrumaði forstjórinn. „Hafið þér ekkert vit á kýmni?“ „Eg þarf ekki að hlœja,“ svaraði Jórunn, „því ég hœtti að vinna hér á morgun.“ Skýrgreining Skömmtun er minna og minna af meiru og meiru oftar og oftar. Heimspeki mannætunnar Ekkert skil ég í, hvers vegna svona margir menn eru drepnir í stríðinu, því að það sér hver heilvita mannæta, að ekki er hægt að komast yfir að éta þá alla. VIN N A N 17

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.