Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 3

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 3
KARLMENN! 1 þessum liluta ritsins er lestrarefni fyrir karlmenn. HEIMILIS PósTuRINN 1. HEFTI REYKJAVÍK JAN.-FEBR. 1951 „Hann Aage Lorange spilaði það“ Viðtal við Aage Lorange hljómsveitarstjóra. ; Aage Lorange, listamaðurinn góðkunni, fœddist í Stykkis- hólmi 20. september 1907. Hann fluttist ungur liingað til Reykjavíkur og hefur nú í tvo áratugi verið einn vinscel- asti hljómlistarmaður bœjarins. Aage er kvœntur Stellu, dótt- ur Tómasar heitins Jónssonar, kaupmanns. Þau eiga tvœr dœtur. Mynd af Aage er á kápu. Lorange? Hvernig stendur á þessu annarlega nafni þínu ? Ástæðan er sú, að Fransmað- ur nokkur vildi fremur bjarga lífi sínu með því að flýja norð- ur til Danmerkur en láta það í brimróti frönsku stjórnarbylt- ingarinnar. Forfeður mínir áttu svo heima í Danmörku, unz fað- ir minn, þá ungur lyfjasveinn, réð sig til Möllers, apótekara í Stykkishólmi. Lorange kvænt- ist svo Emilíu, dóttur Möllers, og settist að hér á íslandi. Hann varð skammlífur, andaðist árið, sem ég fæddist, en þá voru komnir í heiminn tveir eldri bræður mínir, sem báðir eru á lífi og stunda nú verzlunarstörf, Harry í Kaupmannahöfn, en Kaj hér. — Þarna hefur þú það. Þetta er þó ekkert nema nafnið eitt, því ég er íslendingur í húð og hár, reykvískur Snæfelling- ur, nánar tiltekið. Móðir mín rak lyfjabúðina í nokkur ár í Stykkishólmi eftir lát föður míns, en svo fluttist hún með okkur drengina til Reykjavíkur, að því er mig minnir árið 1916. Síðan hef ég átt heima hér. Hvadan hefur þú músikina í lölóöinu? Líklega úr báðum ættum. Móðir mín er mjög músikölsk, lærði ung að leika á hljóðfæri, vann fyrir okkur með kennslu HBIMILISPÓSTURINN 1

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.