Heimilispósturinn - 16.02.1951, Síða 7
Jason Robards, Steve Brodie og Audrey Long í myndinni „Einskis svifist".
ir okkur? Hánn Aage Lorange
spilaði það í gamla daga í
Sjálfstæðishúinu.“
Myndir þú velja þér annaö lífs-
starf, ef þú mœttir nú byrja á
nýjan leik?
Nei, ábyggilega ekki, — og
þó? Mér hefur alltaf þótt hálft
í hvoru leiðinlegt að þurfa að
svíkja Geir Zoega gamla og
helzt vildi ég mega hlaupa yfir
þann kafla ævi minnar.
Hvernig var þaö?
Jú. Ég var þá í menntaskól-
anum, ætlaði að ganga mennta-
veginn, eins og það heitir, verða
stúdent og síðar apótekari,
eins og forfeður mínir. Vetur-
inn, sem ég var í þriðja bekk,
þótti ég alldrungalegur í fyrstu
tímunum, og kvisaðist, að ég
væri að spila á kvöldin. Rektor
kallaði mig þá fyrir sig og
harðbannaði mér að spila. Sam-
komulag fékkst þó um, að ég i
mætti spila á laugardagskvöld-
um, en alls ekki önnur kvöld.
Ég hélt þetta loforð dyggilega
til að byrja með, en svo féll ég
í freistni og sveik það. Prófinu
lauk ég um vorið, en næsta vet-
ur áræddi ég ekki í skólann. —
Mér féll alltaf illa að þurfa að
svíkja rektor, því hann var
okkur svo góður, . . . en mér
er sama. Ég held ég myndi þó
herða mig upp og svíkja Geir
gamla á ný. Jú. Ég myndi
ábyggilega gera það.
S.
HEIMILISPÖSTURINN
5