Heimilispósturinn - 16.02.1951, Síða 8
*
Þáttur af Arna presti
og Galdra-Imbu
Á Völlum í SvarfaSardal var um
miðja 17. öld prestur einn, er Jón
hét Egilsson (dáinn 1660). Faðir séra
Jóns var Egill prestur á Bægisá
Ólafsson, en móðir Oddný Sigfús-
dóttir prests á Þóroddsstað í Köldu-
kinn Guðmundssonar. Séra Sigfús
var bróðir Ólafs prests Guðmunds-
sonar á Sauðanesi, og voru þeir bræð-
ur merkisprestar og kynsælir og höf-
uðskáld á sinni tið. Kona séra Jóns
var Þuríður, dóttir Ólafs bónda i
Núpufelli Jónssonar prests í Laufási;
var Ólafur merkur maður og fór
stundum með sýsluvöld í umboði ann-
arra. Hann var vel ættaður, fjórði
maður í karllegg frá Finnboga lög-
manni Jónssyni. Kona Ólafs og móðir
Þuríðar var Halldóra eldri, dóttir
Árna á Grýtubakka Magnússonar,
og er það karlleggur til Lofts ríka
Guttormssonar. Son áttu prestshjón-
in á Völlum, er Árni hét. Hann varð
prestur, fyrst á Ríp, þá í Viðvík, á
Fagranesi og loks á Hofi á Skaga-
strönd. Séra Árni mun fæddur um
1630.
Handan við Svarfaðardalsá, á
Tjörn, var um sömu mundir prest-
ur sá, er Jón hét, sonur Gunnars
bónda í Tungu í Fljótum og Ingi-
bjargar, dóttur Ólafs Ormssonar frá
Hraunum í Fljótum. Kona séra Jóns
á Tjörn var Helga Erlendsdóttir
prests Guðmundssonar á Felli í
Sléttahlíð. Dóttir þeirra hét Ingi-
björg. Hún varð kona séra Árna frá
Völlum.
Frá þvi er sagt, að þá er Ingibjörg
var á barnsaldri, hafi faðir hennar
6
eitt sinn tekið hana á kné sér og
kveðið þetta við hana:
Augun eru eins og stampar,
í þeim sorgarvatnið skvampar;
ofan með nefinu kippast kampar,
kjafturinn eins og á dreka.
Mér kemur til hugar, kindin mín,
að koma þér niður hjá Léka.
Léki þessi var nafnkunnur galdra-
maður; var Ingibjörgu síðar, þegar
hún hafði aldur til, komið fyrir hjá
honum til náms, og varð hún vel
fær í fjölkynngi. Hún var síðar köll-
uð Galdra-Imba.
Séra Árni var einnig kenndur við
fjölkynngi, en kona hans þó miklu
meir. Voru mikil brögð að þessu, þá
er þau voru komin að Hofi á Skaga-
strönd. Stóð mönnum um þær mimd-
ir mikill ótti af galdramönnum, voru
galdramál á hverju ári bæði mörg
og flókin, og galdrabrennur aldrei
tíðari, því að á ánmum 1667—77
voru 11 menn líflátnir fyrir galdra,
en alls 25 á galdrabrennuöldinni (1625
—1685).
Svo kom, að sóknarmenn þóttust
ekki lengur mega við una, en þá
var það séra Ámi, en ekki kona
hans, sem hafður var fyrir sökum.
Þetta var árið 1679. Þrír lögréttu-
menn höfðu borið prest galdri, Jón
Egilsson, Halldór Jónsson og Sigurð-
ur Jónsson, og enn fjórði maður, Ivar
Ormsson.
Gísli biskup Þorláksson hélt 5. maí
1679 prestastefnu að Spákonufelli um
galdraáburð þennan og nefndi tólf
HEIMILISPÖSTURINN