Heimilispósturinn - 16.02.1951, Síða 11

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Síða 11
ari klögumálum barna en fullorðinna manna. En á 17. öld voru þetta engin fíflskaparmál. Menn v i s s u, af eig- in reynd, af kenningum presta og yfirvalda, af sjálfri biblíunni, að djöfullinn gekk ljósum logum í heimi hér og lagði freistingar og tálsnörur fyrir breyska menn. Marg- ir voru þeir, er féllu í freistingu og hugðust koma sinu fram eða bæta kjör sín á einhvem hátt með kukli og særingum, enda þótt þeim væri fullljóst, hvaðan það vald var kom- ið og hvað við lá. Á hverju ári voru ýmis galdramál tekin til rannsókn- ar eða dóms, bæði í héraði og á al- þingi, og sum næsta brosleg. En þetta var bláköld alvara. Almenning- ur óttaðist vélabrögð djöfulsins og kenndi honum um hvers kyns ófarn- að, heilsutjón og eignamissi. Kögg- söm yfirvöld töldu skyldu sina að uppræta illgresið, en illræðismenn- imir sjálfir, kuklararnir, trúðu á mátt galdrastafa sinna og særinga, keyptu slíkt með ærnum kostnaði, vitandi vel um þann háska, er þeir lögðu sig í þessa heims og annars. Sem dæmi um lítils háttar galdra- mál skal þetta nefnt, en fjöldi mála var á borð við það: Árið 1681 kom fram dómur í lög- réttu, út nefndur að Esjubergi af valdsmanninum Daða Jónssyni um Guðbrand nokkurn Bjarnason. Voru málavextir þeir, að húsbóndi Guð- brands, Hákon Þorkelsson, bóndi í Saltvik á Kjalarnesi, hafði fundið hjá honum nokkur galdrablöð og spjöld, „hver blöð og spjöld téður Hákon, ó- aðspurðum sýslumanninum brenndi. Er nú valdsmannsins meining hér eft- irtakanleg, að þetta, sem vaxið er, sé helzt af heimsku og grannviti gert, þar hann téðs Hákonar frómlegri kynning vænist“. Var Guðbrandur dæmdur til að „líða alvarlega húð- látsrefsing". „Og sé vel tilheyrilegt, Bill Williams og Barbara Hale. að nefndur Hákon Þorkelsson, til nokkrar kinnroðaminningar, þá refsing á leggi, það framast orkað fær, því ólíðanlegt sé, hvar sem svoddan djöfulskonstar tegund kann upp spyrjast, það henni sé svo heimulega eður heimskulega, án yfir- valdsvitundar, undir stól stungið1'. En Guðbrandur hafði keypt galdra- dótið af norðlenzkum útróðramanni í Engey fyrir fimm merkur smjörs. Furðulegt má þykja, að séra Ámi skyldi ekki hafa uppi neinar varnir á prestastefnunni. En því aðeins hef- ur hann verið borinn þessum sökum, að á honum lá galdraorð, og hefur honum vafalaust verið sjálfum um að kenna, að hann hefur farið með kukl. Mun samvizkan því ekki hafa verið sem hreinust, eða hann hefur talið, að því að eins gæti hann haft uppi varnir fyrir sér, að hann ákærði um leið konu sína. En þar HEIMILISPÓSTURINN 9

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.