Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 12
sem honum var dæmdur undanfærslu-
eiður, eins og hann g-at vænzt, hefur
hann ef til vill talið óþarft að verja
sig. Þó verður að telja, að honum
hefði veitzt auðveldara að afla sér
manna til eiðvættis, ef vitað var,
að hann hefði skörulega færzt und-
an áburðinum. Ráunin varð líka sú,
að hann féll á eiðnum. 1 Mælifells-
annál*) segir svo ,,um það galdra-
rykti, sem Árni prestur Jónsson hafði
fyrir orðið. Var honum dæmdur tylft-
areiður, og átti hann að hafa fjóra
leikmenn til fangavotta, tvo úr Húna-
vatnsþingi og aðra tvo úr Hegranes-
þingi. Reið hann um sumarið til
þeirra presta, sem honum voru nefnd-
ir til eiðvættis, og .... fékk engan
þeirra, að fráteknum einum . . . . “
Nú horfði þunglega fyrir Árna
presti, er hann átti víst að verða
dæmdur frá kjól og kalli, ef ekki
yrði enn freklegar að honum búið.
Tók hann þann, sem nálega mun eins-
dæmi um íslenzkan prest, en var
löngum fangaráð umkomulitilla
manna, þeirra er kusu ekki að leggj-
ast út, að hann strauk að heiman,
kom sér í enskt skip í Austfjörðum
og kom aldrei aftur til Islands. Þetta
var árið 1680. Árið eftir skrifaði
hann heim og kvað sér örðugt að
vinna fyrir sér, því að ,,sér sé þar
tíðkað erfiði ótamt." Ekki varð vist
hans löng í Englandi, því að hann
andaðist ári síðar, 1681.
Þegar hvarf Árna prests fréttist,
var lýst eftir honum á alþingi, en
vafalaust hafa valdsmenn í Húna-
þingi þegar í stað tilkynnt sýslu-
*) Höfundur Mælifellsannáls (fyrra
hlutans) var Ari prestur Guðmundsson á
Mælifelli og prófastur í Skagafirði frá
1680. Hefur honum verið gerkunnugt um
málarekstur þennan, liklegast verið á
prestastefnuni sjálfur. Hann er í engum
vafa um fjölkynngi prestskonunnar á
Hofi, svo sem siðar verður greint.
mönnum hvarf hans. 1 lögþingisbók-
inni 1680 er skráð lýsing hans á
þessa leið:
Auðkenni Árna Jónssonar, sem var
prestur að Hofi á Skagaströnd í
Húnavatnsþingi og nú rómast fyrir
galdraáburð burt vikinn, eftir skrifi
valdsmannsins Guðbrands Arngríms-
sonar: Lágur maður, herðamikill,
dökkhærður, brúnsíður, dapureygður,
svo sem teprandi augum, með ódjarft
yfirbragð, hraustlega útlimi. Mundi
vera um fimmtugs aldur. Óskar
valdsmaðurinn svo sé við hann breytt
af yfirvöldum þessa lands, þar fram
kemur, sem löglegt og forsvaranlegt
vera megi.
Nú er séra Árni úr sögunni, en
eftir sat kona hans, Galdra-Imba.
Þó að hún hefði ekki sætt ákæru
fyrir- galdra, var það almannaróm-
ur, að hún hafi átt engu minni sök
en maður hennar á því, sem hann
varð nú að flýja heimili, embætti
og ættjörð fyrir. Svo segir í Mæli-
fellsannál: „Kona hans • Ingibjörg
meintist helzt völd af því, sem manni
hennar var kennt; hún var Jónsdótt-
ir. Var þá mælt hún hefði verkmeist-
ari verið til þessa, ásamt djöflinum,
sem hún síðar sýndi merki til.“ Munn-
mæli herma, að hún hafi ekki vitað,
eða þótzt vita, er maður hennar
strauk. Hún elti hann og rakti spor
hans að sjó i Loðmundarfirði. Þar
varð hún að láta staðar numið. En
hvort sem Ingibjörg hefur komið í
Loðmundarfjörð á hlaupum eftir
manni sínum, og auðvitað neytt fjöl-
kynngi sinnar til þess að rekja slóð
hans, þá er það víst, að þangað kom
hún og þar bar hún beinin. Þuríður,
dóttir þeirra hjóna, giftist sem sé
austur þangað og bjó í Nesi í Loð-
mundarfirði; fór móðir hennar til
hennar, þegar hún var ein orðin og
var hjá henni til dauðadags.
10
HEIMILISPÓSTURINN