Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 13

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 13
Það er ljóst af því, sem áður er sagt, að Ingibjörg var talin ram- göldrótt fyrir norðan, en einkum fór þó orð af fjölkynngi hennar á Aust- fjörðum. Eru þar enn í dag ýmsar sagnir um hana, og hafa sumar ver- ið prentaðar í þjóðsagnasöfnum (Ó- lafs Daviðssonar, Sigfúsar Sigfússon- ar, Magnúsar Bjamasonar). Hafa menn haldið áfram að búa til sög- ur um hana eftir hennar dag, og tengt stundum við menn, sem uppi voru löngu síðar en hún. Fróðlegt er t. d. að bera sagnirnar um flótta séra Árna undan konu sinni við það, sem hér hefur verið sagt um flótta hans undan galdraáburði, er hann gat ekki af sér borið. Verður nokk- urra sagna um Ingibjörgu getið hér. Tvær sagnir um Galdra-Imbu eru einstæðar að því leyti, að þær hafa verið komnar á loft og skrásettar nálega samtímis því, er atburðirnir gerðust, er þær lýsa. Þær eru í Mæli- fellsannál, sem áður hefur verið vitn- að til. Galdra-Imbu sinnaðist eitt sinn við presta tvo og „hleypti vanheilsu" á þá, „er hún fékk eigi það hún um- bað“. Annar þeirra var Halldór prest- ur Eiríksson á Hjaltastað, „lifði viku, andaðist síðan af þeim verk, hann fékk í fótinn. En hinum prestinum batnaði aftur, eftir það hann hafði legið þeilt ár, þvi Ingibjörgu voru boðnir tveir kostir: annað hvort fara I eldinn eða láta presti batna“. Þessi sögn er merkileg að því leyti, að sjá má með nokkurri vissi, hvern- ig hún er komin til séra Ara á Mæli- felli. Séra Halldór dó 1698, Ingibjörg hefur dáið áður en manntalið var tekið, árið 1703, en séra Ari and- ast 1707. Annáll séra Ara hefur byrj- að á árinu 1672; hvenær hann byrj- aði að rita annálinn ,vita menn ekki, en hann er ekki kominn að árinu 1679, þar sem þessi frásögn stendur, fyrr en eftir dauða séra Halldórs, 1698, og þegar hann deyr, nær ann- állinn til ársloka 1702. Þetta er því skrifað skömmu eftir atburðinn, sem lýst er, ef til vill að Ingibjörgu lif- andi eða þá nýlátinni. Nú var kona séra Halldórs Þorbjörg, dóttir séra Hallgríms Jónssonar í Glaumbæ, er prófástur var í Skagafirði næstur á undan séra Ara á Mælifelli og ná- grannaprestur hans; hefur séra Ari því verið nákunnugur séra Hallgrími og heimili hans. Það er auðséð, að Þorbjörg hefur kennt Ingibjörgu um dauða manns síns, og hefur hún skrif- að ættingjum og vinum í Skagafirði um það, hvernig dauða hans hafi að borið. En varla hefði séra Ari borið lifandi eða nýlátna konu svo voðalegum sökum, ef hann hefði ekki þótzt hafa örugga heimild. Á þetta bendir og, að séra Halldór er nafn- greindur, en hinn presturinn ekki. Hin sögnin í Mælifellsannál er á þessa leið: „Eitt sinn falaði hún kú snemm- bæra að manni þar (þ. e. eystra), hverja hann mátti eigi missa, en bauð henni að taka einhverja af hinum sex, sem hann átti, fyrir ekkert; það vildi hún eigi, en um morguninn eftir lágu þær allar dauðar." Hér skal að lokum getið nokkurra sagna um Galdra-Imbu, er gengið hafa á Austurlandi. Þau Ingibjörg og séra Árni áttu dóttur, er Þuríður hét; hún var væn kona og kvenskörungur. Þuríður var ( jafnsnjöll foreldrum sínum i kunn- áttu, en neytti þess aldrei illa. Sagt er, að séra Árni hafi strokið frá Imbu til þess að forða lífi sínu, en þær mæðgur eltu hann austur í Loð- mundarfjörð, að Nesi, og dvöldust þar, en hann að Seljamýri, næsta bæ. Séra Árni leitaði fulltingis Árna prests Sigurðssonar að Skorrastað, HEIMILISPÓSTURINN 11

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.