Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 16

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 16
JOSEPH METCALF: Voveiflegt ferðalag Fært í letur af George E. Stuart-Reid. Það var verið að ljúka við vatnsveituna. Hið mikla vatns- veitumannvirki, þekkt undir nafninu Sand-, Bulk- og Palmet- áastíflan, um 70 km. norðvestur af borginni Port Elizabeth í Höfða-nýlendu, var fullgerð í júlí 1906, eftir meira en fjögurra ára stranga vinnu heils herskara manna, hvítra og svartra. Þegar vígsludagurinn rann loks upp, vildu allir, sem ein- hverja hlutdeild höfðu átt að verkinu, fá tækifæri til að sjá ávöxt erfiðis síns. Ef allt væri í lagi, átti þetta að gerast á þann hátt, að stóra, tilbúna tjarnarstæðið í miðjum St. Ge- orgs-garðinum í Port Elizabeth fylitist tæru, glitrandi vatni úr vatnsveitunni frá stíflunni. I Sandárdalnum biðu meira en hálf miljón rúmmetrar af vatni bak við hinn mikla, tuttugu metra háa stíflugarð, eftir því að fá útrás gegnum risavaxn- ar flóðgáttirnar. Við byggingu stíflunnar, er hófst 1902, höfðu tvö þorp, tólf bújarðir með hús- um og stórt landsvæði smátt og smátt færzt í kaf, eftir því sem stíflan hækkaði og vatnið dýpk- aði. Án þess að fara frekar út í tæknileg atriði, skal ég geta þess, að leiðslan var úr venju- legum vatnsleiðslupípum, er voru sex feta víðar við stífluna og þrengdust svo smátt og smátt að útrásinni í St. Georgs lysti- garðinum; þar voru þær aðeins fjögur fet í þvermál. Borgin Port Elizabeth hafði átt í miklum örð- ugleikum með neyzluvatn fram að þessu, og þúsundir íbúanna höfðu fylgzt með byggingu stífl- unnar af mikum áhuga, því von- ir stóðu til, að veitan myndi ráða bót á vandræðunum. Vatnsleiðlan til borgarinnar var útbúin rennslisjöfnunar- ,,hönum“ með vissu millibili, til þess að hafa hemil á rennslinu. Þennan dag, 4. júlí 1906, er vatn- inu var hleypt í leiðsluna í fyrsta sinn, var vörður við hvern þess- ara „hana“, er fengið hafði skýrar og ákveðnar fyrirskipan- ir um starf sitt. Á þeim tíma, er áætlað var að f yrsta gusan kæmi inn í lysti- garðstjörnina, fór fólk að flykkj- ast saman á tjarnarbakkanum, með borgarstjórann, James Mclllwraith, í fararbroddi. Þarna var líka hljómsveit Prinz Alfreds herdeildarinnar, slökkvi- liðið, hafnarstjórnin og hluti af sjálfboðaliðshersveit héraðsins, undir stjórn Gee höfuðsmanns. Þegar fór að votta fyrir fyrsta vatnslekanum út úr vatnsleiðsl- unni, hóf hljóðfærasveitin leik sinn með laginu „Líf á öldum 14 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.