Heimilispósturinn - 16.02.1951, Side 17

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Side 17
hafsins“, sem var nokkuð við- eigandi, eftir atvikum. Þegar síðustu hljómarnir voru að deyja út og áhorfendurnir að búa sig undir að hrópa fagnað- arópin, fossaði vatnið fram úr leiðslunni í stríðum straum og með miklum beljanda. En í öld- um hins beljandi vatnsflaums gat að líta líkama hvíts manns, í rifnum og tættum lörfum, er kastaðist hingað og þangað í löðrinu. Það var ógerningur, að loka fyrir leiðsluna í snatri, því að ef það hefði verið gert, hefði það að líkindum sprengt pípurn- ar í allri leiðslunni. En nokkrir hugaðir menn tóku höndum saman og óðu út í beljandi flauminn, sem fór sí-hækkandi, og tókst að ná hinum meðvit- undarlausa og hálf-drukknaða manni á þurrt land. Þegar búið var að lífga mann- inn, kom í ljós, að þetta var Joseph Metcalf, múraraverk- stjóri, er unnið hafði við Sandár- vatnsveituna frá því að stíflu- byggingin hófst. Eftirfarandi frásögn er lýsing Metcalfs sjálfs á því, hvernig það atvikaðist, að hann birtist borgurum Port Elizabeth á svo óvæntan og á- hrifamikinn hátt. Starf mitt við hið hátíðlega tækifæri, er vatninu skyldi hleypt í leiðsluna í fyrsta sinn, var að gæta aðal eftirlits-opsins á stífluveggnum, — þar var þrýstingsmælirinn líka staðsett- ur — svo engir af svertingj- unrnn kæmu þarna nær en ör- uggt mætti teljast. Veggurinn er alltaf sleipur á þessum stað, og dálítil regnskúr, sem kom rétt um leið og flóðgáttin var opnuð, gerði svæði það, er ég gætti, mjög hættulegt, af því að ég varð líka að hafa augun ým- ist á þrýstingsmælinum eða mannþyrpingunni í kringum mig. Eg var á járnuðum stígvél- um, sem voru hál á sléttri steyp- unni. Allt í einu og áður en ég áttaði mig, skrikaði ég til, missti fótanna og kastaðist niður um opið í stífluveggnum. Ég reyndi í ofboði að ná taki á járnkengj- unum í veggstiganum, sem ligg- ur frá brún stíflunnar og niður að botni á eftirlits-opinu, en fing- urnir megnuðu ekki að stöðva fall mitt; til þess var hraðinn of mikill, og ég stakkst niður í sex feta djúpan vatnsflauminn með fæturna á undan, og hreifst með ógurlegum hraða og krafti burt frá ljósi og lofti inn í myrk- ur og kulda vatnsleiðslunnar. Enginn hafði séð, þegar þetta varð — það er að segja, enginn hvítur maður — og þótt svo hefði verið, gat enginn mann- legur máttur bjargað mér úr þessu ginnungagapi. Til allrar hamingju fyllti vatn- ið ekki alveg leiðsluna; það var nærri því sex þumlunga loftrúm fráyfirborðivatnsins upp í mæn- inn á leiðslunni. Ég hugsaði því fyrst um sinn ekki um annað en að halda mér á floti. Ég ótt- aðist samt mjög hvað gerast myndi, þegar leiðslan mjókkaði og fimm feta leiðsla tæki við af byrjunar-víddinni, og þó enn meira síðustu fimm kílómetr- ana, þar sem leiðslan var að- eins f jögur fet í þvermál — það er að segja, ef ég lifði þá svo lengi. Ég vissi, að menn þeir, er gættu rennslisjöfnunartækj- anna, höfðu fengið strangar fyr- irskipanir um að láta leiðslurn- HEIMILISPÓSTURINN 15

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.