Heimilispósturinn - 16.02.1951, Qupperneq 21

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Qupperneq 21
CARL HOFF : Á heljar þremi Sönn saga. Við konan mín vorum í brúðkaups- ferð okkar, er atburður þessi gerðist. Eftir nokkurra vikna yndislegt ferða- lag í Sviss og nokkurra vikna dvöl í Miinchen, höfðum við ákveðið að hverfa aftur til Dússeldorf, því að frídagar mínir voru að enda og mér var áhugamál að ljúka við nokkrar myndir á vetrarsýninguna. Konan mín lét þó í ljós mikla löngun til að halda áfram suður til Bæheims-há- lendis, og þar eð henni tókst auð- veldlega að telja mig á mál sitt, héldum við fagran septembermorgun til Salzburg og þaðan til Berchtes- gaden, yndislegs fjallaþorps nærri hinu fagra Konungsvatni (Königs- See). Fyrsti dagurinn í Berchtesgaden varð okkur mikil vonbrigði, allt var hulið í þoku og skýjum og það rigndi mikið. En þegar við opnuðum glugga- hlerana næsta morgun, blöstu fjöllin við sjónum okkar í tæru morgun- loftinu. Það var hrífandi sjón, og að morgunverði afloknum lögðum við af stað niður að Konungsvatni, í fjaðralausum léttivagni. Ekillinn var piltur úr þorpinu, skemmtilegur og sí-masandi. Hann þekkti alla stað- háttu, örnefni og munnmæli í ná- grenninu. Konan mín hafði nýlesið mjög rómantíska skáldsðgu, er nefnd- ist „Uppi í hálendinu", og var áköf í að fræðast um ,,Alm‘‘-kofann (sel- ið), sem höfundurinn hafði valið að leiksviði fyrir síðasta atriðið í bók sinni. Drengurinn benti með svipu- skaftinu á lítinn depil, hátt uppi í fjallshlíðinni, er virtist vera á efstu takmörkum gróðurbeltisins, þar sem ■"blikandi hvítur snjórinn tók við og bar við blátt loftið. „Hann er hátt uppi,“ sagði hann, „5000 fet yfir sjávarmáli." Hann fræddi okkur um margt fleira í þessu sambandi, og við afréðum að ganga upp að selinu daginn eftir. Við réðum okkur því fylgdarmann, keyptum mat í nestið, létum það niður í körfu, sem Bæ- heimsbúar spenna á bak sér og bera eins og bakpoka. Að þessu loknu gengum við til svefns og báðum for- sjónina að gefa okkur gott veður daginn eftir. Við fengum bænheyrslu; veðrið var ljómandi fagurt og ökuförin út að vatninu, í svölu og tæru morgun- loftinu, ákaflega hressandi. Þetta var rétt fyrir sólarupprás. Þegar við komum nær vatninu, varð útlitið þó fjarri því að vera upplífgandi. Vatn- ið er langt og mjótt og umlukt há- um og bröttum fjöllum, svo að sólar- geislarnir ná ekki niður á það fyrr en sól er komin hátt á loft, og svona snemma dags var vatnið dimmt og illúðlegt. Morgunkælan fyrir sólarupprásina kom konu minni til að skjálfa, og hún var föl og guggin þegar við stig- um upp í bátinn, þar sem fylgdar- maðurinn beið okkar, ásamt ræðar- anum, sem ætlaði að róa með okk- ur að staðnum, þar sem uppgöngu- leiðin hófst. „Hvað er að þér, — ertu hrædd?“ spurði ég konu mína, því að hvert HEIMILISPÓSTURINN 19

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.