Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 23

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 23
upp á klettana þarna, myndum við fá ágætt útsýni yfir vatnið, held ég. Við skulum fara og reyna.“ Svo lögðum við af stað niður hlíð- ina og stukkum stein af steini og yfir læk, sem kom hoppandi niður hlíðina, gengum upp grasbrekkuna hinum megin, þar til við komum að rótum klettanna, sem við ætluð- um að klífa. Við nærsýn reyndust þeir talsvert hærri og brattari en við höfðum gert ráð fyrir. En þrátt fyrir það héldum við ótrauð áfram og hentum gaman að byltum og skrámum, sem við fengum af þyrn- óttum gróðri, er óx í klettunum. Loks komumst við upp, en sáum þá, að enn hærri klettar byrgðu útsýn niður á vatnið, langt fyrir neðan. En loftið var svo hressandi, að við fundum ekki til þreytu og við héld- um lengra og lengra áfram og tókst að síðustu að komst upp á litla há- sléttu. En ennþá urðum við fyrir vonbrigðum, því við sáum aðeins mjóa ræmu af vatninu og fjöllin hin- um megin. Sléttan tók brátt enda, en nokkrum fetum neðar sáum við syllu, sem teygðist fram i áttina til yatnsins. Það virtist sjálfgerður hlutur, að stökkva niður á sylluna, og það gerð- um við, eins og tvö glöð börn að leik. og við hlupum eftir flötu kletta- riðinu, sem smátt og smátt mjókk- aði, svo að ég stöðvaði konuna mína. „Það getur verið hættulegt fyrir þig að fara lengra," sagði ég. „Seztu hérna niður, meðan ég athuga stað- inn betur." Hún settist á dálítinn hnúsk, veif- aði vasaklútnum sinum eins og blæ- væng, til að fá dálítinn svala, og kallaði á eftir mér stríðnislega: „Farðu varlega. Hvað ætti ég að gera, ef þú tækir upp á velta ofan fyrir og ég væri hér einsömul eftir?" Ég áleit öruggara að fara á fjóra fætur og þannig skreið ég fram á syllubrúnina og leit niður fyrir. Ég hrópaði upp yfir mig af óttabland- inni undrun, því að flata klöppin, sem ég lá á, skagaði talsvert fram yfir hamrana neðan undir, og ég hafði á tilfinningunni að ég héngi í lausu lofti yfir vatniriu, sem lá dökkt og dimmúðugt óralangt fyrir neðan mig, í þröng fjallanna. Það var líkt eins og að horfa niður í brunn. Örsmár depill hreyfðist niðri á vatninu. Það var bátur. Rétt á eftir kom lítill, hvítur hnoðri í ljós við bátinn og virtist fljóta á burt. Skömmu síðar heyrðist skothvellur, sem bergmálaði aftur og aftur frá hamraveggjunum allt í kring. Af því hve langt leið milli reyksins og hvellsins varð mér ljóst, hve hátt uppi við vorum yfir Konungsvatninu. Ég sneri mér við, því að konan mín hafði staðið á fætur og kom nú hlæjandi til mín. Ég kallaði til hennar að bíða mín, svo ég gæti að- stoðað hana. En hún gegndi mér ekki, heldur kom til mín skríðandi á fjórum fótum, eftir hinni mjóu syllu. Ég fylgdi henni þegjaridi fram á brúnina. Hún hallaði sér fram og leit niður .... Ég sá strax á skelfingarsvip henn- ar, að ég hafði gert rangt í því, að láta hana koma fram á brúnina, því hún náfölnaði, og ég heyrði hana súpa hveljur af geðshræringu. Svo brast hún í ákafan grát. „Komdu til baka, elskan min,“ sagði ég. „Lok- aðu augunum; ég skal hjálpa þér." Ég hélt um mittið á henni og fann, hvernig hún titraði af grátinum." „Ég þori ekki að snúa mér við; ég dett út af brúninni," veinaði hún. „Vertu ekki að þessari heimsku, það er alls engin hætta," sagði ég hughreystandi. „Sjáðu til, ég held fast utan um þig.“ Hún hafði dregið sig saman í hnip- 21 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.