Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 24
ur alveg á brúninni, með hendur fyr-
ir andlitinu, og ég átti í miklu basli
með að fá hana til að snúa sér við
vegna hugaræsings hennar. Þetta
var örðug aðstaða, en barnaleikur
á móts við það, sem síðar kom. Með
þolinmæði og lagni tókst mér loks
að laða hana frá brúninni. Við fór-
um svo upp á efri brúnina og hvíld-
um okkur og reyndum að koma ró
á taugarnar. Það tók nokkurn tíma
að róa hana og búa hana undir nið-
urgönguna, sem ég hugsaði nú til
með vaxandi kvíða.
Allir, sem gengið hafa á fjöll, vita,
að það er miklu auðveldara að fara
upp heldur en niður, þar sem bratt
er. Mér varð fljótt ljóst, að þetta
hlaut að hafa mikla örðugleika í
för með sér, og eftir hina miklu
geðshræringu, sem vesalings konan
mín hafði orðið fyrir, hraus henni
hugur við að hætta sér niður bratta
klettana. Degi var tekið að halla.
Þessir tveir klukkutímar, sem fylgd-
armaðurinn hafði tiltekið, voru næst-
um á enda. „Við verðum að fara
til baka,“ sagði ég. „Komdu, vertu
hughraust, elskan mín. Ég ætla að
fara á undan, fet fyrir fet. Þú skalt
styðja höndum á axlirnar á mér
og ég skal hjálpa þér.“
Niðurgangan var hræðileg, og því
neðar sem við komum, kom leiðin
mér ókunnuglegar fyrir. Ég hafði
búizt við að sjá grasbrekkuna og
litla lækinn, en í stað þess komum
við niður í grýtta urð, sem ég minnt-
ist ekki að hafa séð áður. Skyndi-
lega varð mér Ijóst, að við vorum
villt. Mér varð á víxl heitt og kalt
af geðshræringu, og bölvaði heimsku
minni, að hafa flanað út í þetta flakk
án fylgdarmanns. Eftir afstöðu sól-
arinnar gat ég mér þess til, að við
hefðum fjarlægzt selið og farið snið-
hallt áleiðis að vatninu. Ég setti
konuna mína á öruggan stað og fór
að rannsaka aðstæður. Mér varð
brátt ljóst, að til þess að komast að
selinu, yrðum við að fara yfir dá-
lítið gil, því hinum megin við það
kannaðist ég við einkennilega kletta,
sem ég hafði tekið eftir á leiðinni
upp. Þegar ég fór að leita að leið
niður, fann ég engan auðveldan stað,
en við ítarlegri leit, fann ég stað,
sem mér virtist vel fær. Ég gerði
ráð fyrir, að þegar við værum kom-
in niður, gætum við auðveldlega
komizt fram hjá klettum, er skög-
uðu fram á leiðinni, og upp hinum
megin.
Það kom samt í ljós, að þarna var
miklu örðugra að komast niður en
ég hafði gert mér í hugarlund. Eftir
að hafa runnið og skrikað nokkrum
sinnum — sem í hvert sinn jók á
hræðslu konunnar minnar —, urðum
við að stanza, því að ógemingur
var að halda áfram. Við vorum nú
á mjórri syllu, sem skagaði eins og
hilla út yfir hengiflugið niður að
vatninu. — Ég skil enn ekkert í,
hvað varð af leiðinni niður, sem ég
þóttist hafa fundið!
Ég stóð með annan fótinn á kletta-
syllunni, en hinn fótinn dálítið hærra
uppi. Konan mín stóð, titrandi og
óttaslegin, dálítið fyrir ofan mig,
studdi sig á axlir mér og hélt dauða-
haldi um hægri handlegg minn. Það
var gersamlega óhugsandi, að snúa
aftur sömu leið upp hliðina, þvi að
konan mín varð máttlaus af skelfingu
við að sjá hyldýpið fyrir neðan okk-
ur. Báðar leiðir virtust algerlega ó-
færar. Við vorum í vonlausri að-
stöðu, og aðeins örþrifaráð gátu
bjargað okkur.
Stórir svitadropar stóðu á enni
mér og ég fann, að ég var að smit-
ast af titringi og taugaæsingu konu
minnar, og vissi því, að ég mátti
ekki vera lengi í þessari stöðu.
Já, og nú þyrmdi hún yfir mig, hin
22
HEIMILISPÓSTURINN'