Heimilispósturinn - 16.02.1951, Blaðsíða 25

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Blaðsíða 25
Cowboykappinn Tim Holt í myndinni „Ræningjabælið“. hræðilega tilfinning, sem kemur yfir mann, þegar kjarkurinn bilar á tæp- um stigum. Við áttum þá að deyja þarna saman og skilja við hina fögru veröld og allan þann unað, sem lífið hafði heitið okkur. Ég litaðist um í örvæntingu, til að leita að einhverj- um möguleikum til undankomu. Fyr- ir ofan okkur var snarbrött og ó- kleif hlíðin — með konuna mína næstum því í yfirliði var sá vegur alófær — og fyrir neðan okkur hyl- dýpi hengiflugsins og vatnið. En á báðar hliðar grimmúðugir og ókleif- ir klettar, þar sem ekki var einu sinni tátylla fyrir fjallafé eða stein- geitur. En með dauðann yfirvofandi er engu að tapa, en allt að vinna. Um líf og hamingju okkar beggja var að tefla. „Við verðum að reyna að komast áfram eftir þessari syllu, þótt tæp sé,‘‘ sagði ég. ,,í>að er bara stutt- ur spotti, og þá komumst við yfir í grasbrekkuna þarna. Komdu, ástin mín, gerðu nú eina tilraun enn. Ég skal styðja þig, og ef þú getur að- eins sett í þig kjark og þor, þá tekst okkur þetta.“ Vesalings litla konan mín var hálf- lömuð af hræðslu, en hún gerði sem hún gat til að hjálpa mér. Með eðlis- ávísun sjálfsbjargarhvatarinnar tókst mér að þoka mér áfram eftir syll- unni. Það var verk, sem enginn hefði unnið, nema til að bjarga sér úr lífs- háska. Með því að teygja fram hægri höndina, náði ég traustu taki í glufu í berginu, en með þeirri vinstri stjórn- aði ég hreyfingu konunnar minnar ofan á sylluna. Þar næst náði ég taki með hægri hendi og þokaðist eitt skref áfram, leitandi með augunum að næsta taki. Eg kom auga á sterk- lega hríslu, sem óx í klettaskoru. „Hafðu augun aftur og hreyfðu þig ekki, fyrir alla guðs muni,“ hvíslaði ég að konunni minni. Hver einasta taug í likama mínum var þanin af áreynslu og ugg, því HEIMILISPÓSTURINN 23

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.