Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 26

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 26
að til þess að ná hríslunni, varð ég að sleppa takinu í glufunni og teygja mig, án nokkurs stuðnings, til hrísl- unnar. Mundi hún þola þessa á- reynslu? Á það varð að hætta, þótt lífið væri í veði. Hún stóðst hana ágætlega. „Reyndu nú, elskan min, að flytja fætuma varlega áfram á eftir mér. Okkur gengur ágætlega og við erum bráðum komin úr ógöngunum." Ég sagði þetta til að tala kjark í hana, þótt hjarta mitt væri þungt af kvíða fyrir því, sem fram undan lá. Þótt örskammt væri, gerðu örðugleikarn- ir það að mílum. Með því að hafa stuðning af kletta- nibbum, glufum og smárunnum á þennan hátt þokuðumst við smátt og smátt nær markinu; í hverri sekúndu var angist heillar klukkustundar. En þegar við höfðum nærri lokið að troða þennan heljarveg, versnaði aft- ur, því að nokkrir grastoppar og hríslur, sem ég ætlaði að styðja mig við, voru svo laus, að þau duttu niður, þegar á þá reyndi. Fram undan var nú ekkert nema sléttur bergveggurinn, grimmúðugur og gárulaus. Endur- minningin um þetta ógurlega augna- blik er ennþá nægileg til að vekja hjá mér svima og hjartaleiða, og þarna á syllunni yfir hyldýpinu fannst mér það sem dauðadómur. Vesalings unga konan min var eins og í leiðslu, þar sem hún stóð i faðmi mínum með lokuð augun og föl eins og liðið lík og hallaðist upp að berg- veggnum. Einkennilegar og ógurlegar hugs- anir flugu sem eldingar um hugann. Myndum við lenda á klettunum í fall- inu og merjast og limlestast, áður en við lentum í vatninu, eða mynd- um við missa meðvitundina áður en við kæmum niður? Myndi vatnið vera mjög kalt? Var stóri fuglinn, sem sveif yfir okkur, að bíða eftir endinum ? Hvar var fylgdarmaðurinn núna; skyldi hann vera að leita að okkur? Þessar hugsanir og margar fleiri, þutu gegnum huga minn. Svona nærri markinu, og samt sem áður svo óralangt frá því — var ekki eilífðin sjálf milli okkar og grænu brekkunnar, þótt aðeins nokk- ur skref væru á milli ? Á þessari skelfingarstund lyftist hugur minn og hjarta í bæn til hins mikla mátt- ar, sem öllu stjórnar. Og bæn mín var heyrð. Fálmandi fingur mínir, sem leituðu í blindni um yfirborð bergsins, rákust allt x einu á eitt- hvað; það voru níðsterkar rótartrefj- ar einhverrar klettajurtar. Ég greip um þær og reyndi styrk þeirra. Þær héldu. Nú tók ég á öllu þreki mínu. Ég greip konuna mína með vinstra armi, og hangandi í rótinni með þeim hægri, flutti ég mig áfram eftir syll- unni. Einni mínútu síðar lá ég á hnjánum í grasbrekkimni, við hlið- ina á konunni minni í yfirliði! Það er ómögulegt að lýsa næstu augnablikum. Þeir einir, sem lent hafa í dauðans greipum, geta gert sér í hugarlund þær tilfinningar, sem gagntaka mann við óvænta og und- ursamlega björgun úr lífsháskanum. Rétt á eftir heyrði ég fjarlægt kall, sem ég tók undir af öllum mætti. Skömmu síðar birtist fylgdarmaður- inn. Hann hafði verið orðinn dauð- hræddur um okkur og farið að leita okkar. Hann tók mig rækilega til bænar, á óhefluðu sveitamáli og benti mér í fáum orðum skýrt og skor- inort á heimsku mína að fara án fylgdar sinnar i slíka glæfraför. Og það átti ég skilið. Ó. Sv. þýddi. „Littu á mig! Það, sem ég er orð- inn, það hef eg orðið af eigin ranfm- leik.“ „Heyrðu góði, ertu að monta, eða ertu að afsaka þig?“ 24 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.