Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 28
A. J. ALAN:
Ævintýrið í sumarhúsinu
EG veit ekki, hvernig því er
háttað með þig, en þegar
kemur fram í febrúar, segir
konan mín venjulega við mig:
„Ertu farinn að hugsa um, hvar
við eigum að vera í sumarleyf-
inu þínu?“ Og auðvitað kveð ég
nei við því, og þá fer hún að
athuga blöðin, þar sem sumar-
hús eru auglýst til leigu.
Þetta gerðist í fyrra, eins og
raunar oftast áður, og loks
rakst hún á auglýsingu, sem
okkur leizt vel á. Það var
sumarbústaður í Norfolk, búinn
húsgögnum og með öllum þæg-
indum, meira að segja bílskúr.
Hún varð strax óð og uppvæg,
og það stoðaði ekki hót, þó að
ég benti henni á, að slíkur bú-
staður hlyti að vera leigður með
afarkjörum. Hún sagði mér að
fara og hitta eigandann og fá
hann til að sýna mér bústaðinn,
hann myndi áreiðanlega gera
það umyrðalaust. En það gera
þeir reyndar ekki alltaf, en
þetta er útúrdúr.
Ég skrifaði eigandanum og
spurði, hvort hægt væri að
koma því svo fyrir, að ég gæti
dvalizt næturlangt í sumarbú-
staðnum, svo að ég gæti kom-
izt að raun um, hvernig mér lík-
aði hann. Hann svaraði mér á
þá leið, að sjálfsagt væri að
verða við beiðni minni, og kvaðst
mundu gera ráðstafanir til að
kona kæmi umræddan dag, til
þess að taka til í húsinu og búa
um rúmin.
Ég kom á áfangastaðinn í
blindbyl, og mér virtist um-
hverfið ákaflega eyðilegt. En
þegar ég kom inn í bústaðinn,
brá mér í brún, því að þar var
hlýtt og notalegt. Konan, sem
eigandinn hafði sent, hafði
kveikt eld í arninum og beið
mín með heitan kvöldverð. Þeg-
ar ég hafði lokið við að snæða
hann, bauð hún mér góða nótt
og fór.
Ég athugaði húsakynnin og
leit síðan út rétt sem snöggvast.
Það var koldimmt, en snjókom-
an var minni en áður. Bílskúr-
inn var um fimmtán metra frá
bústaðnum. Ég gekk í kringum
hann, en fór ekki inn. Mér leizt
þannig til, að fallegt myndi vera
þarna á sumrin, en vetrarríki
mikið. Síðan fór ég aftur inn
og settist hjá arninum. Allt var
kyrrt og hljótt.
Klukkan tæplega ellefu heyrði
ég í bifreið. Ef hún hefði hald,-
ið áfram framhjá húsinu, hefði
ég sennilega ekki veitt henni
eftirtekt. En hún hélt ekki
áfram. Hún virtist stöðvast
nokkru áður en hún kom á móts
við bústaðinn. En það var svo
sem ekkert einkennilegt. Bif-
reiðar eru alltaf að staðnæmast.
Það hljóta að hafa liðið tíu
mínútur áður en ég veitti því
athygli, að bifreiðin hafði ekki
farið af stað aftur. Ég stóð upp
og leit út um gluggann. Það var
hætt að snjóa, og spölkorn í
burtu sá ég framljós á bifreið.
26
HEIMILISPÓSTURINN