Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 30

Heimilispósturinn - 16.02.1951, Page 30
sterkan whiskísjúss, því að mér var líka orðið kalt. Ég hafði verið frakkalaus allan tímann. Allt til þessa hafði ég ekki veitt stúlkunni sérstaka eftir- tekt. I fyrsta lagi hafði verið dimmt og svo hafði öll athygli mín beinzt að biluðu vélinni. En nú, þegar ég fór að virða hana fyrir mér, virtist mér hún vera eldri en ég hafði haldið, og hún var ekki heldur eins fríð og mér hafði sýnzt. Framkoma hennar var ekki allskostar eðlileg. Hún var af- undin og kuldaleg við okkur, enda þótt við ættum slíkt alls ekki skilið. Hún reyndi að halda sig í skugganum, og ef ég hefði ekki fært lampann til, hefði hún aldrei komið nálægt arninum. Hún var alltaf að herða á vesl- ings Williams, svo að hann hafði varla frið til að drekka úr glas- inu. Þegar hann var farinn út til þess að koma bílnum í gang, spurði ég hana, hvort hana vant- aði ekki peninga, en hún kvað það ekki vera. Síðan óku þau af stað, og ég fór inn aftur. Það vildi svo til, að í svefn- herberginu var bók með lýsingu á héraðinu og landabréfi yfir það. Ég leit á landabréfið og fór að velta því fyrir mér, hvaðan stúlkan hefði komið. Vegurinn fram hjá sumarbústaðnum virt- ist sem sé vera mjög fáfarin og þýðingarlítil samgönguleið. Það var vegur, sem maður myndi aka, ef maður vildi forð- ast fólk. Ef maður æki stolinni bifreið, til dæmis að taka. Ég ákvað að athuga bifreiðina nán- ar. Ég fór aftur út og öslaði snjóinn að bílskúrnum. Það var niðamyrkur, en svo mikið stilli- logn, að loginn á kertinu, sem ég hélt á í hendinni, blakti ekki. Ég opnaði bílskúrinn og smeygði mér meðfram bifreið- inni, sem fyllti næstum út í hann. Ég bjóst til að opna aft- urhurðina og tók í snerilinn, en þá var eins og hurðinni væri ýtt upp innan frá, og eitthvað datt út og lenti á mér. Ég missti kertið og það slokknaði á því. Ég vissi ekki í fyrstu, hvað þetta gat verið, og fór að þreifa á því. Það var maður — dauður maður. Hann hafði aug- sýnilega legið upp að hurðinni. Ég kom honum aftur upp í bif- reiðina og lokaði hurðinni. Ég fór að leita að kertinu á gólfinu og fann það eftir langa mæðu. Ég kveikti á því og opn- aði síðan þá bílhurðina, sem var andspænis. Þetta var hár og grannur maður, dökkur yfirlitum og klæddur í hermannafrakka. Það var ekki erfitt að finna dánarorsökina. Hann hafði fengið skot í bakið, rétt undir hægra herðablaðinu. Það voru engin skjöl í vösum hans og ekkert skraddaramerki á fötunum. Peningaveski með níu sterlingspundum var allt og sumt, sem ég fann. Þetta var allt bæði óhugnanlegt og dular- fullt. Hver hafði drepið hann? Tæplega stúlkan, því að þá hefði hún ekki verið að aka með hann um allar jarðir; og ef einhver annar hafði myrt hann, hvers- vegna hafði hún ekki minnzt á það? En hvernig sem í öllu lá, þá var hún farin, og ég gat ekk- ert aðhafzt. Það var auðvitað enginn sími í sumarbústaðnum. Ég læsti því bílskúrnum og fór í rúmið. Þá var klukkan orðin tvö. 28 HEIMILISPÓSTURINN.

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.