Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 3

Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 3
vinnan Tlmarit Alþýðusambands íslands 6. tbl. 35. árg. 1985 Rltnefnd: Ásmundur Stefánsson (ábm.), Guðmundur Hallvarðsson, Guömundur Þ. Jónsson og Guðrlður Elfasdóttir. Rltstjórn: Sigurjón Jóhannsson. Afgrelðsia og auglýsingar: Grensásvegi 16,108 Reykjavlk. Slmi 83044. Setning: Alprent. Prentun: Blaðaprent. Starfsfóljí stofnana ASÍ Starfsfólk ASÍ: Ásmundur Stefánsso^i. forseti ASÍ Kristín Mántylá, skrifstofustjóri Björn Björnsson. hagfrædingurog umsjónarmaötir Reiknistofu ASÍ Bolli B. Thoroddsen, hagrædingui Sigurþór Sigurðsson. hagræðingur Lára V. Júlíusdóttir, lögfræóingur ASÍ Ingibjörg Haraldsdóttir. gjaldkeri Baldur Magnússon. umsjónarmaður Reiknistofu Guðlaug Halldórsdóttir, fulltrúi Ragnhildur IngóMsdóttir, fulltrúi Áslaug Ásmundsdóttir. ræstingar Fólk i hlutastiirfum, eða ráðið til skemmri tima: Sigurjón Jóhannsson. Vinnan Helgi Guðmundssön. MFA Kristjana Kristinsdóttir, Sögusafn Starfsfólk MFA: Tryggvi Þór Aðalsteinsson, fcamkvæmdastj. Snorri S. KonráðSson, fræðslufulltrúi Þráinn Hallgrímsson, fræðslufulltrúi Listasafn alþvðu: Þorsteinn Jónsson. forstöðumaður ^Guðmtmdur Konráðsson, starfsmaður Þessar þrjár stofnanir eru til húsa að Grepsásvegi 16, 108 Revkjavtk Sími ASI': 83044, pósthólf'8720 Sími MFA: 84233. pósthólf 8476 Sími Listasafns alþvðu: 81770. pósthólf 8720 Forystugreinin: Kröfur um kauptryggingu að hafa ekki skipst á skin og skúrir í kjaramálum síðustu misseri. Fremur má segja að við höfum búið við samfellda súld, rigningu og hret. Forsendur febrúarsamninganna á síðasta ári stóðust ekki. Verðhækkanir urðu meiri en búist var við. Ríkis- stjórnin hafðist ekki að og kaupmáttur féll. í samning-' unum voru engin kauptryggingarákvæði. Nóvembersamningarnir, sem gerðir voru í far samn- ings ríkisstjórnarinnar við opinbera starfsmenn, skil- uðu litlu. Kauphækkun var að sönnu stór en þegar á öðrum ársfjórðungi var kaupmátturinn Iakari en fyrir samninga. Með samræmdum stjórnvaldsaðgerðum var árangrinum eytt. í samningunum voru engin kaup- tryggingarákvæði. M eð samningunum í sumar var reynt að treysta forsendur með því að leggja fram áætlun um verðlags- þróun. Forsætisráðherra gaf þjóðinni yfirlýsingu í 17. júní-ávarpi um að ríkisstjórnin axlaði ábyrgðina og verðlagi skyldi haldið innan marka. Við afgreiðslu samninga tók fólk mark á þessari yfirlýsingu og trúði orðum forsætisráðherra. En ríkisstjórnin lagðist fyrir og beið þess sem verða vildi og hún bíður enn þótt allt sé yfir dunið. íslensk stjórnvöld ráða ekki gengisbreyt- ingum úti í hinum stóra heimi. íslensk stjórnvöld ákveða ekki gengi dollara á móti pundum og þýskum mörkum, en þeim ber skylda til þess að bregðast við með raunhæfum aðgerðum svo sviptingar í útlöndum færi ekki allt úr lagi hér heima. Slík vinnubrögð hafa engin verið af hálfu stjórnvalda að undanförnu. Þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar hafa verðlagsforsendur samninganna brugðist. Kaupmáttur hefur því fallið. í samningunum voru engin kauptryggingarákvæði. T A il þess að tryggja kaupmáttinn eru tvær aðferðir. Sú fyrri felur í sér að með samningum sé tryggt að kaup fylgi verðlagi. Sú síðari felur í sér að gerðar séu ráðstaf- anir til þess að halda verðlagi í skefjum. Reynslan sýnir okkur að stjórnvöld hafa hafnað síðari leiðinni. Ríkis- stjórnin hefur reynst tilbúin til yfirlýsinga en ekki til þess að axla ábyrgðina í reynd. í dag eru lán tryggð þannig að þau elti verðhækkanir og fyrirtækjum er tryggður réttur til að hækka verðlag til jafns við kostnaðarhækkanir og þau búa raunar við frelsi til þess að gera betur. í reynd er nær allt í þjóðfé- laginu verðtryggt nema kaupið. Sá sem lifir á kaupi á sitt undir því að treysta megi stjórnvöldum til þess að halda verðlagi í skefjum. Því trausti hafa stjórnvöld brugðist. ▼ erkalýðshreyfingin hefur Iýst sig reiðubúna til þess að skoða allar leiðir til þess að tryggja kaupið. Aðferðin er ekki heilög. Það er árangurinn sem skiptir máli, ekki kauphækkun í krónutölu heldur kaupmátturinn. Reynslan sýnir að kauphækkun sem ekki er tryggð er lítils virði. Henni má eyða á augabragði. Trygging aukins kaupmáttar verður meginmál næstu samninga. Um þá kröfu verðum við öll að sameinast. Ásmundur Stefánsson. VINNAN 3

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.