Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Page 7

Vinnan - 01.11.1985, Page 7
greidda premíu eftir sem áður. í stærri frystihúsunum er þó víða búið að fella þessi störf undir bónuskerfið, sem hef- ur í mörgum tilvikum þýtt hærri kaup- auka en premía, eða svipað og hjá öðr- um sem eru í bónus. Stefnan er sú að mæla premíustörfin og fella þau undir bónuskerfið eftir því sem tök eru á, en það er ekki alltaf hægt — einkum er þetta erfitt í minni frystihúsunum. í sumum tilvikum er premíugreiðsla hærri en bónus, en með nýja samningn- um hækkaði jú premían verulega. Vinnan: í síðasta hefti Vinnunnar er sagt á einum stað: „Jón Kjartansson í Vestmannaeyjum segir að unnið sé að því að koma öllu aðstoðarfólki á ein- hvers konar bónus, því að það skapar óneitanlega togstreitu ef Iaunamunur er of mikill innan sama starfsramma!1 Tókst þetta að einhverju leyti í samning- unum? Bolli: Ég tel að það hafi tekist að rétta hlut þessa fólks, og að launabilið hafi þrátt fyrir allt minnkað verulega. Vinnan: Hvaða hópar hafa þá ástæðu til að vera óánægðir? Bolli: Það eru sérstaklega þeir sem vinna í saltfiski og skreið. Þar er fyrst og fremst að kenna tregðu SÍF að leggja í kostnað sem þurft hefur til að kalla á bónus í þessum greinum fiskvinnslunn- ar. Afleiðingin er sú að heildarstefnu vantar, og það eru alls konar útgáfur í gangi, þar sem verkstjórar hafa breytt einu og kannski okkar fólk öðru. Þarna verður að fá hreinni línur, enda segir í nýja samningnum að staðlar skulu end- urskoðaðir á samningstímabilinu. Þeir sem vinna í saltfiski og skreið fá sömu hækkun á bónusgrunni og aðrir. Ákvæði um premíulaun er ekki að finna í samningi um saltfisk og skreið. í samningnum um bónus við fryst- ingu eru ýmis framkvæmdaatriði betri en í gamla samningnum, t. d. við endur- vinnslu og framkvæmd skoðunar (gæðaeftirlit), þar sem stjórnendur verða að hafa samvinnu við fólkið um þessa hluti. En eftir sem áður setja þeir gæðakröfurnar miðað við markaðinn á hverjum tíma. Þá er breyting á svonefndu sér- vinnslukerfi í borðavinnu, en í því fer „Nú á að vera að mestu jafnræði milli starfanna varðandi bónusgreiðslur“ snyrting fram á einum stað en vigtun og pökkun á öðrum. I fullvinnslukerfinu er þetta allt unnið af sama fólkinu á sama borði. Áður var vandamál að flytja fólk frá t. d. snyrtingu yfir í pökk- un og vigtun vegna þess að bónustekj- urnar gátu Iækkað allmikið. Nú á að mestu að vera jafnræði milli starfanna með því að taka upp bónusgreiðslur fyr- ir nákvæmni í vigtun og vandvirkni í pökkun í sérvinnslunni. Atvinnurekendur töluðu oft um það á samningafundunum að kjör fisk- vinnslufólksins væru mjög bág, að það þyrfti að hækka launin, en sögðu samt að yrðu launin hækkuð verulega myndi það flæða yfir allt þjóðfélagið. Vinnan: Þetta sást m. a. i einhverju viðtali við frystihúseiganda. Erum við ekki sammála um að læknar eða prestar eða einhverjir aðrir slíkir hópar fengju sínar launahækkanir burtséð frá því hvort fiskvinnslufólk lækkaði eða hækkaði í launum? Bolli: Vissulega, og það var athyglis- vert að þegar slitnaði upp úr viðræðun- um með nokkrum þjósti hafði komið fram ný leið, sem fara mætti til að hækka launin án þess að það færi í launahækkunarskriðuna, en það var einfaldlega að koma á svonefndum framleiðnibónus. Við fengum ekki einu sinni tækifæri til að skýra þetta mál, því að viðsemjendur okkar ruku á dyr áður en við höfðum lokið máli okkar. Þann- ig er nú hugarfarið hjá þessu fólki. Framleiðnibónus er velþekkt fyrir- bæri í Járnblendiverksmiðjunni, í Ál- verinu, Áburðarverksmiðjunni, Kísil- gúrverksmiðjunni og víðar. Grundvall- arsjónarmiðið er að fólk fái eitthvað aukalega í sinn hlut, ef vel gengur, og þvi kjörið fyrirkomulag til að bæta kjör fólksins í fiskvinnslunni. Ég vona að menn skoði betur hug- myndina um framleiðnibónusinn sem vænlega leið til að hækka launin. Þetta kerfi er notað í Danmörku og víðar og mér kom því á óvart hver við- brögðin voru þegar bent var á þessa leið. Ég vil að lokum benda á að á ráð- stefnu á vegum Verkamannasambands íslands í apríl 1984 var rætt um að taka hluta af bónuslaununum og setja inn í fastakaupið og gera með því hlut bónus- ins í launum minni. En þetta mætti mik- VINNAN 7

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.