Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 10

Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 10
Atvinnuleysissjoðir í Danmörku: Ríkisstjórnin vill draga stórlega úr bótaréttindum „Ríkisstjórnin hyggst nota atvinnuleysis- sjóðina til að brjóta verkalýðshreyfing- una niður innan frá!“ Þannig lýsir Bent Moos, formaður Sambands starfsfólks í veitinga- og gistihúsum í Dan- mörku, tillögum ríkisstjórnarinnar um breytta fjármögnun atvinnuleysissjóðanna. í Evrópu hafa verkalýðsfélögin tapað félögum eftir því sem atvinnuleysið hefur aukist. í Dan- mörku hefur félögunum á hinn bóginn fjölgað. Aðalástæðurnar eru að þar er framlag ríkisins til sjóðanna mikið og félagar þeirra njóta atvinnu- leyisbóta um ótakmarkaðan tíma. Þessu ætlar stjórn Schliiters að breyta. Hún ætlar að þrefalda iðgjöld sjóðfélaga — samtímis því að upphæð bóta til þeirra sem verið hafa lengi atvinnulausir verður helminguð. Til- gangurinn er meðal annars sá að draga úr út- gjöldum ríkisins vegna atvinnuleysisbóta, en þau nema núna um það bil helmingi af fjárlaga- halla danska ríkisins (u. þ. b. 80 af 160 milljörð- um ísl. kr. á ári). Aðferðin er tvíþætt: 1. Bætur sjóðanna verða helmingaðar sem þýðir að þær verða lægri en framfærslueyrir sem sveitarfélögin veita þeim sem ekki eru í verkalýðsfélögum. Áhrifum þessa lýsir Anne Lindberg, atvinnulaus afgreiðslu- stúlka í Kaupmannahöfn, á bls. 11. 2. Samtímis þessu ætlar stjórnin að létta kostnaðinn af atvinnuleysissjóðunum af ríkiskassanum og færa hann yfir á sjóðfé- laga. Bent Moos, formaður Sambands verkafólks í veitinga- og gistihúsum, lýsir af- leiðingum þess á bls. 13. Texti: Gösta Nydren. - Myndir: Marianne Gröndahl. Hið félagslega öryggisnet Samanburður á Svíþjóð og Danmörku Hið félagslega öryggisnet sem atvinnuleysingjar í Skandinavíu verða að reiða sig á er þrenns konar: at- vinnuleysissjóðir félaganna, stefna stjórnvalda í at- vinnumálum og framfœrslulífeyrir sveitarfélaganna. /Svíþjóð er rétturinn til bóta takmarkaður við 300 daga atvinnuleysi en á hinn bóginn rekur ríkið öfluga atvinnustefnu sem fólgin er í starfsþjálfun, umskól- un, styrkjum til fyrirtækja o. fl. /Danmörku er þessu öfugt farið. Atvinnustefna stjórnvalda er máttlaus en bótarétturinn er ekki tímabundinn — að svo komnu máli. Atvinnuleys- ingjar eiga rétt á tímabundnum störfum áþriggja ára fresti en það veitir þeim réttindi til áframhaldandi aðildar að stéttarfélagi og atvinnuleysissjóði. Nú gætir þeirrar tilhneigingar í Svíþjóð að stjórn- völd dragi úr afskiptum sínum af atvinnumálum en í Danmörku er stefnt að því að takmarka bótarétt- inn. I báðum löndum greiðir ríkið stærstan hluta af út- gjöldum atvinnuleysissjóðanna, atvinnurekendur og sjóðfélagar minna. Sjóðfélagar greiða iðgjöld í sérstakan sjóð. Ríkið greiðir í þann sjóð eftir því sem þörfkrefur og þegar bæturnar koma til útborgunar. ÍSvíþjóð greiðir ríkið eftir á en í Danmörku fyrirfram. / Svíþjóð greiðir ríkið 34% áf útgjöldum sjóðanna, atvinnurekendur 61% og sjóðfélagar 5%. Iðgjald hvers sjóðfélaga er mishátt, frá 20—275 isl. kr. á mánuði, að meðaltali 60 kr. (stéttarfélagsgjaldið er u. þ. b. 500 kr. á mánuði). / Danmörku greiðir ríkið 72%, atvinnurekendur 13% og sjóðfélagar 15% af útgjöldum sjóðanna. Ið- gjald sjóðfélaga er 784 ísl. kr. á mánuði og er óháð tekjum og stéttarfélagi (stéttarfélagsgjaldið er nokk- urn veginn sama upphæð). Tillögur stjórnar Schlúters um breytta fjármögn- un sjóðanna verða lagðar fyrir nefnd sem skipuð er fulltrúum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þegar hún hefur skilað áliti leggur ríkisstjórnin end- anlegar tillögur sínar fyrir þingið sem greiðir at- kvæði um þær. Það getur ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, 1986, þ. e. tveimur árum fyrir næstu þingkosningar. 10 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.