Vinnan - 01.11.1985, Page 17
hugsaði ég fyrst og fremst um að standa
mig.
— Datt þér aldrei í hug svona ungri
að víkjast undan svo miklum skyldum?
— Nei, ég held að mér hafi aldrei
gefist ráðrúm til að hugsa um það. Það
rak hvert verkefnið annað, það var verið
að segja upp fólki og maður gerði allt
sem hægt var til að verja réttindi þess.
Ég man að einu sinni var starfsstúlka á
Kleppi rekin fyrir að koma of seint
heim, en það var í hennar eigin frítíma.
Ég rauk upp og fór inn á Klepp til að
tala við fólkið þar. Hún átti samkvæmt
samningum þá rétt á launum í ákveðinn
tíma, fæðispeningum, þvottapeningum
o. fl. Þegar ég gerði forstöðukonunni
þetta ljóst var brottvikningin dregin til
baka.
Einu sinni vorum við ákveðnar í að
gera verkfall. Við fórum þá bæði fram
á kauphækkun og verkfallsrétt viður-
kenndan. Okkur var sagt að við mætt-
um ekki sem starfsmenn á sjúkrahúsum
gera verkfall. En við sögðum að slíkt
stæði hvergi í islenskum lögum. Þá var
okkur öllum hótað brottrekstri, en við
hótuðum á móti aö láta málið fara fyrir
dómstóla. Við sátum og ræddum málin
niður í Alþýðuhúsi, á skrifstofu Fram-
sóknar, því við höfðum þá enga skrif-
stofu. Verkfall átti að hefjast kl. tólf en
kortér yfir ellefu var okkur boðið til
samninga. Við vorum býsna glúrnar og
kynntum okkur vel vinnulöggjöfina,
„Aðalatriöiö aö
skipta störfum og
treysta öörum ...“
enda vissum við að með þekkingu að
vopni ynnist allt betur.
Einu sinni lentum við í harðri deilu
um hvernig ætti að túlka lengd sumar-
fría, þ. e. hvort frídagar ættu að teljast
með í hálfs mánaðar sumarfríi sem við
höfðum samið um. Eggert Claessen var
nokkurs konar kviðdómandi og hann
sagði, eftir að hafa kynnt sér skilgrein-
ingu okkar á málinu, við nefndina frá
ríkisspítölunum að sér fyndist þetta af-
ar ljóst mál. Vikulegir frídagar gætu
ekki talist með orlofi og þegar svo mæt-
ur maður hafði talað þá þorði enginn að
hreyfa mótbárum.
Á þessum árum stóð slagurinn meira
um það sem við köllum í dag mannrétt-
indamál en kaupgjaldsmál. Við lögðum
alla áherslu á að konur væru persónur
og fullgildir samningsaðilar.
Á öllum mínum formannsferli, sem
stóð í 12 ár, þáði ég aldrei laun né
nokkrir aðrir í stjórn, en nú eru allir á
launum hjá félögunum og það er alveg
rétt stefna. Við hjálpuðum líka stúlkum
er unnu á kaffihúsum að stofna félag.
Það var farið ákaflega illa með þessar
stúlkur á stríðsárunum. Þær unnu
margar á vöktum og ég man að ég kom
einu sinni í herbergi vestur í bæ þar sem
stúlkurnar skiptust á að sofa og hvíla
sig — þær urðu að deila herberginu og
rúmfletum á þennan hátt. Það var erfitt
að komast í samband við þessar stúlkur
og þær voru flestar hræddar. Ég og Jón
Rafnsson heitinn gengum um bæinn á
kvöldin til að hitta stúlkurnar, gengum
inn á alla kaffistaði og fengum okkur
limonaði og sættum færis að spjalla við
stúlkurnar. Á Hótel Borg var erfitt að
nálgast fólkið, en við náðum leynilegum
fundi með starfsfólkinu á herbergi, sem
vinur Jóns hafði þá á leigu. Við Jón
vorum búin að sjást svo lengi á götum
bæjarins að fólk var farið að bjóða okk-
ur heim sem pari. Félagið, sem í dag
heitir Félag starfsfólks í veitingahúsum,
varð svo til skömmu eftir að ég hætti
formennsku og fluttist til Hollands.
Svona var þetta í þá daga, maður gekk
í þau störf, þar sem maður áleit að mað-
ur gæti orðið að liði.
Ég fór einhvern tíma á stríðsárunum
„Náöum leynilegum
fundi á herbergi á
Hótel Borg ...“
á vegum ASÍ til Akureyrar til að undir-
búa stofnun Iðju. Þá starfaði ég með
Erlingi Þórðarsyni, sem var heitur en
gamaldags alþýðuflokksmaður. Við
ætluðum að halda fund á ákveðnum
stað á Akureyri, en Erlingur sagði að
þar gætum við ekki haldið fund, því að
þar héldu kommúnistar fundi og salur-
inn væri smitaður!
Það var svona hart í þá daga.
— í 10. grein samninga Sóknar um
laun í veikinda- og slysatilfellum stend-
ur að starfsmenn njóti ókeypis læknis-
hjálpar, lyfja og sjúkrahússvistar að svo
miklu leyti sem sjúkrasamlag eða al-
VINNAN 17